Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 10
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 MENNING Þórarinn Hávarðsson kvikmyndagerðarmaður vinnur nú að gerð heimildarmyndar um björgunarafrekið í Vöðlavík fyrir 20 árum. Í janúar 1994 björguðu áhafn- ir tveggja þyrlna björgunarsveita varnarliðsins sex skipverjum af brúarþaki björgunarskipsins Goð- ans, sem var strandað og hálfsokkið. Einn maður fórst í slysinu. Fjöldi íslenskra björgunarsveitar- manna kom einn- ig að björgun- inni. Afrekið var umtalað og kraf- an um að þyrlu- kostur Land- helgisgæslunnar yrði bættur jókst mjög eftir það. Úr varð að Super Puma þyrlan TF-LÍF kom ári síðar til landsins. Þórarinn var kvikmyndatöku- maður á fréttastofu RÚV þegar slys- ið varð og fylgdist vel með. Hann segist þó hafa lært enn meira við gerð myndarinnar. „Það er ýmislegt búið að koma þarna fram sem maður hafði ekki hugmynd um þó maður hafi verið á staðnum megnið af tímanum,“ segir Þórarinn. Hann kveðst hafa kostað myndina að mestu úr eigin vasa en er að leita að meira fjármagni. „Það er hvergi til heildstæð lýsing á atburðarásinni eins og hún kom fyrir,“ segir Þórarinn um ástæður þess að hann fór út í gerð myndarinnar. Núna sé komin heildstæð lýsing á atburðarásinni með viðtölum við fjölmarga sem að málum komu. „Þó að þetta sé tuttugu árum seinna, þá er eins og menn muni eftir þessu eins og það hafi gerst í gær,“ segir hann. Þórarinn segist hafa átt mikið myndefni frá þessum tíma og gerð myndarinnar hafi verið ein leiðin til að nýta efnið. „Það er kannski ekki nema svona fimm prósent af því sem hafði komið fyrir sjónir fólks,“ segir Þórarinn. Það hafi því hentað mjög vel að ráðast í gerð þessarar myndar. Þórarinn segist hafa byrjað á gerð myndarinnar í lok síðasta árs. „Við byrjuðum á að fara yfir efni og skoða í desember,“ segir Þórar- inn og bætir því við að stefnt sé á að gerð myndarinnar verði lokið í september. „Stefnan er að fara aust- ur á Eskifjörð með myndina upp úr fimmtánda september. Þar ætlum við að sýna hana til styrktar björg- unarsveitunum.“ Björgunarsveitirnar á Eskifirði og í Neskaupstað stóðu að því að reisa minnisvarða í Vöðlavík um björgunarafrekið í upphafi árs. Þór- arinn vonast til að ágóði af mynd- inni nægi til þess að fjármagna gerð varðans. „En það væri ekki verra ef það kæmi meira,“ segir hann. Þórarinn segist jafnframt vonast til þess að björgunarsveitamenn á Austurlandi hópist að og sjái mynd- ina í september. Óvíst sé hvort myndin verði sýnd í Reykjavík, en líklega verði gefinn út mynddiskur í lok árs með efninu. Þórarinn vill ekki upplýsa hvað honum hafi komið mest á óvart við gerð myndarinnar. „Það kemur bara í ljós í myndinni,“ segir hann að lokum. jonhakon@frettabladid.is Mynd um afrekið í Vöðlavík Kvikmyndagerðarmaðurinn Þórarinn Hávarðsson er þessa dagana að vinna að heimildarmynd um tuttugu ára gamalt björgunarafrek í Vöðlavík. Vonast til þess að tekjur af myndinni nýtist til að greiða fyrir minnisvarða. SVEITARSTJÓRNIR Feðgarnir Baldur Þórir Guðmunds- son og Björgvin Ívar Baldursson sækjast báðir eftir sæti bæjar- stjóra hvor í sínu bæjarfélaginu. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Baldur sótti um bæjarstjóra- starfið í Hafnarfirði en sonur hans í heimabæ þeirra, Reykjanesbæ. Björgvin kveðst hafa sótt um því auglýst var eftir faglegum bæjar- stjóra. Undanfarin ár hefur hann stjórnað hljóðveri Geimsteins í Reykjanesbæ sem afi hans Rúnar Júlíusson stofnaði og segir hann margt líkt með því að reka plötu- útgáfu og bæjarfélag. - fb Feðgar í Reykjanesbæ: Sóttu um störf bæjarstjóra UMHVERFISMÁL Fyrirtækið Græn framtíð, sem sérhæfir sig í endur- nýtingu á raftækjum, hefur samið við tryggingafélagið Mondux um einkarétt á endurnýtingu á öllum farsímum, spjald- og fartölvum sem félagið fær vegna tjóna. Mondux er með stærstu trygg- ingafélögum á Norðurlöndum með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá Grænni framtíð hafði áður verið samið um endurnýtingu frá Danmörku en nú hafi Noregur bæst við, en þaðan komi á hverju ári tugþúsundir tækja. - óká Samið við félagið Mondux: Fá tugþúsundir norskra tækja AFREK Þyrla varnarliðsins nálgast Goðann í byrjun árs 1994. Þórarinn Hávarðsson vinnur að gerð heimildarmyndar um atburðina. Myndin verður sýnd á Austurlandi í september næstkomandi. AÐSEND MYND/ GÍSLI HJÖRTUR GUÐJÓNSSON. ÞÓRARINN HÁVARÐSSON BALDUR GUÐMUNDSSON Besti bíllinn. Audi A3 hefur verið valinn besti bíll ársins 2014* af blaðamönnum frá 22 löndum. Takk fyrir okkur! *World Car Awards 2014, New York: www.wcoty.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.