Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 40
FRÉTTIR AF FÓLKI 1 Flugvél Malaysia Airlines grandað: Samkeppnisaðili biðst afsökunar á ummælum sínum 2 Slagsmál brutust út á knattspyrnuleik á Snæfellsnesi 3 Vilja breyta HM-völlum í fj ölbýlishús 4 Kafnaði á stærðarinnar sæljóni 5 Græddi stórfé á sigri sonarins Gæsuð í góðviðri Borgarfulltrúinn fyrrverandi Oddný Sturludóttir mun síðar í sumar ganga að eiga unnusta sinn Sigurjón Jónsson en skötuhjúin trúlofuðu sig í október í fyrra. Af því tilefni tóku vinkonur Odd- nýjar sig saman þann 15. júlí síðast- liðinn og gæsuðu hana í miðborg Reykjavíkur. Hópurinn skellti sér meðal annars í dans í Kramhúsinu og svo spilaði Oddný á píanó í tónlistarhús- inu Hörpu. Vinkonurnar sáust síðar skemmta sér á veitingastaðnum Snaps. Á meðal vinkvenna Odd- nýjar sem tóku þátt í gæsuninni voru Silja Hauksdóttir og Birna Anna Björns- dóttir sem skrifuðu metsölubókina Dís með Oddnýju um síðustu aldamót. - ssb Björk fílar rappið Bandaríski rapparinn og listamaður- inn Ojay Morgan, betur þekktur sem Zebra Katz, er staddur hér á landi um þessar mundir en hann hélt tónleika á Húrra á föstudagskvöld þar sem þakið rifnaði nánast af húsinu. Þar var tónlistarkonan Björk Guðmunds- dóttir fremst og hlýddi á tónlist rapparans. Zebra er þekktur fyrir líflega framkomu á sviði og skemmti- lega búninga en það er Björk einnig þekkt fyrir og hefur tónlistarkonan jafnvel náð að tengja við áhrifamikla sviðsframkomu listamannsins. Zebra kom fram með svarta grímu á andlitinu og í her- mannagalla en hann er einnig að vinna að nýju lagi ásamt Högna Egilssyni og að öðru lagi með Ásdísi Maríu Viðars- dóttur söng- konu. - bþ Mest lesið VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja Opið allan sólarhringinn í Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS FÁÐU ÞRÁÐLAUSAN AÐGANG AÐ TÓNLISTINNI Í ÖLLUM HERBERGJUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.