Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA
Speed golf snýst um að fara golfvöll á sem fæstum höggum og sem stystum tíma. „Speed golf er ekki nýtt af nálinni en mikil
aukning hefur verið í því síðustu tvö til þrjú
ár,“ segir Sigmundur Einar Másson sem, ásamt
Alexander Gylfasyni, hefur mikinn hug á því að
kynna greinina fyrir golfurum hérlendis. „Speed
golf hefur aðallega verið stundað í Bandaríkjun-
um en fyrir tveimur árum byrjaði þetta á Írlandi
og hefur breiðst frekar hratt út. Núna eru Svíar,
Bretar og svo Íslendingar að bætast í hópinn og
spennandi tímar fram undan,“ segir Sigmundur.
Hann bendir á að Alexander hafi keppt í grein-
inni erlendis og þekki því vel til. „Hann mun til
dæmis taka þátt í heimsmeistaramótinu nú í
október.“
Þeir félagar eru þegar byrjaðir að bera út
boðskapinn en í nýjum golfþætti á RÚV er liður
þar sem ýmsir þekktir einstaklingar fá að prófa
speed golf.
Speed golf er ekki hægt að stunda hvar og
hvenær sem er. Þegar golfarar fara hratt yfir er
ekki hægt að hafa marga á undan sér sem fara
hægar. Sigmundur og Alexander sjá fyrir sér
að fyrirkomulagið hér heima yrði eins og víða
erlendis. „Þar bjóða einstakir klúbbar félögum
sínum upp á þennan valmöguleika og geta þeir
þá spilað speed golf á vissum tímum. Til dæmis
á viku til tveggja vikna fresti og þá yfirleitt
klukkan sjö á morgnana til átta. Ræst er á fimm
mínútna fresti og aðeins einn maður í hverju
holli, enda fer hver á sínum hraða,“ útskýrir
Sigmundur. Stigafjöldi reiknast síðan með því að
leggja saman fjölda högga og mínútna.
Sigmundur segir fólk þó sjaldnast vera á
harðahlaupum í speed golfi. „Sumir hlaupa þetta
eins hratt og þeir geta en það er erfiðara en
að segja það að hlaupa á fullu og þurfa svo að
einbeita sér við að skjóta boltann. Maður verður
stundum að hægja á sér áður en höggið er sleg-
ið, sér í lagi fyrir púttið.“ Sigmundur tekur dæmi
um þá sem eru allra bestir í greininni. „Þeir fara
átján holur á 39 til 40 mínútum en hefðbundinn
spilari fer völlinn á í kringum 60 til 70 mínútum.
„Alexander spilaði til að mynda á 83 höggum og
hljóp á 55 mínútum sem er fínn hraði.“
Þeir félagar vinna nú að því að finna stað og
stund til að kynna speed golfið fyrir spilurum.
„Ætlunin er að halda fyrsta mótið einhvern tíma
í ágúst,“ segir Sigmundur og bendir áhugasöm-
um á Facebook-síðuna Speedgolf Iceland eða á
Twitter undir Speedgolf Ice.
GOLF Á HLAUPUM
HRATT GOLF Speed golf er nýleg grein innan golfíþróttarinnar sem hefur verið
að ryðja sér til rúms undanfarin ár. Kylfingarnir Sigmundur Einar Másson og
Alexander Gylfason vilja kynna þessa tegund golfs fyrir íslenskum golfurum.
FER HRATT YFIR Sigmundur er þekktur fyrir að taka golfhringinn á töluverðum hraða. Speed golf er því sjálfsagt framhald fyrir hann.
Sigmundur vill að Speed golf verði valkostur fyrir íslenska golfara. MYND/GVA
Talið er að upphaf greinarinnar
megi rekja til Kaliforníu árið
1979 þegar bandaríski hlaupar-
inn Steve Scott hljóp golfvöll á
29 mínútum og 30 sekúndum og
tókst um leið að fara hann á 95
höggum. Til að bæta um betur
notaði hann aðeins eina kylfu,
númer 3.
Upp úr þessu fór þríþrautar-
kappinn og golfkennarinn fyrr-
verandi Jay Larson, að stunda
greinina og er talinn besti speed-
golfari tíunda áratugarins. Hann
fór völlinn á 75 höggum og tók
í það 39 mínútur og 9 sekúndur.
Reyndar fylgdi hann þar gömlum
reglum sem kváðu á um að golf-
urum mátti fylgja kylfusveinn á
golfbíl sem mátti einnig upplýsa
golfarann um fjarlægðir og slíkt.
Reglur í speed golfi eru annars
svipaðar venjulegum golfreglum
með örfáum undantekningum. Til
dæmis þarf ekki að taka flaggið
úr holunni þegar púttað er á
gríninu.
Í lok tíunda áratugarins voru
samtökin Speed Golf Internation-
al stofnuð.
Speed golf er stundað í Banda-
ríkjunum, Evrópu og Japan og
stærstu mótin eru sýnd á sjón-
varpsstöðum á borð við ESPN,
CBS, og Golf Channel.
HLAUPARI VAR UPPHAFSMAÐUR
Speed golf er stundað í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan. Upphafið má rekja aftur
til ársins 1979 og Steves Scott sem býr í Kaliforníu.
HLAUPIÐ OG SPILAÐ Hlauparinn Steve Scott á móti sem hann tók þátt í árið 1993 í
Kaliforníu.
Ríkt af andoxunarefnum
R a u ð r ó f u k r i s t a l l
Umboð: vitex - www.superbeets.is Fæst í Apótekum og heilsubúðum
500 ml
N
-O
S
ty
rk
u
r
ef
ti
r
te
g
u
n
d
u
m*
10
g
r
Ra
uð
ró
fu
rk
ri
st
al
l
x
(X) 1 hylki = engin N-O virkni
sem stingur keppinautana af*
Nitric Oxide samanburður
Ein teskeið SuperBeets jafngildir
3 lífrænum rauðrófum, 25 rauðrófuhylkjum
eða 500 ml af rauðrófusafa
Ein dós af SuperBeets jafngildir
90 lífrænum rauðrófum,
30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa, (= 15 lítrum)
eða 750 rauðrófuhylkjum
Ráðlagður dagsskammtur fyrir Nitric Oxide
áhrif og virkni
1 dós = 90 rauðrófur
Save the Children á Íslandi