Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 32
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 24
BAKÞANKAR
Söru
McMahon
TÓNLIST ★★★★ ★
Listhópurinn Errata Collective hélt sína
fyrstu tónleika í Björtuloftum í Hörpu
FÖSTUDAGINN 18. JÚLÍ
Ég hélt að ég þekkti hvern krók
og kima í Hörpunni. En í Björtu-
loft hafði ég aldrei komið. Ég vissi
ekki einu sinni að þau væru til!
Þetta er staður þar sem er hægt
að halda tónleika. Björtuloft eru á
fimmtu hæð í Hörpu, fremur lítið
rými með borðum, stólum og bar.
Útsýnið er stórkostlegt, maður sér
yfir höfnina til vesturs og norðurs.
Á föstudagskvöldið voru þarna
tónleikar nýstofnaðs listhóps sem
heitir Errata Collective. Frumflutt
var tónlist eftir náunga sem, rétt
eins og Björtuloft, ég kannaðist
ekkert við. En ég á ekki eftir að
gleyma tónleikunum í bráð.
Ef ekki nema bara fyrir upp-
hafsverkið. Það hét 1972 og var
eftir Halldór Smárason. Titillinn
vísaði til heimsmeistaraeinvígis-
ins í skák fyrir rúmum fjörutíu
árum. Verkið fólst í því að tveir
karlar stóðu við borð og tefldu
skák. Míkrafónum hafði verið
komið fyrir við taflborðið, þann-
ig að vel heyrðist þegar mennirn-
ir voru dregnir eftir borðinu. Tifið
í skákklukkunni barst líka glögg-
lega um salinn. Er ýtt var á takk-
ana á klukkunni skilaði það sér í
háværum drunum úr hátölurunum.
Ýmsir atburðir voru túlkaðir með
örstuttum slagverksleik og ávallt
var stutt á nótu á hljómborði þegar
maður var drepinn. Útkoman var
skemmtilega framandi, uppmagn-
að klukknatifið var áleitið. Það
var stöðugt og rólegt; í fullkom-
inni andstöðu við spennuna í tafl-
inu, sem varð sífellt áþreifanlegri.
Sem tónverk var þetta smart.
Frank Aarnink slagverksleikari
og Finnur nokkur Karlsson tefldu.
Frank kallar ekki allt ömmu sína,
ég hef hlustað á hann flytja hinar
undarlegustu tónsmíðar. Sérstak-
lega minnistæðir eru tónleikar
þar sem hann barði skjalatösku
af ótrúlegri kúnst. En ég held
að þetta hljóti að vera með því
skrítnasta sem ég hef séð hann í.
Finnur vann skákina, því Frank
féll á tíma. En Frank var alltaf að
spila á slagverkið á eftir hverj-
um leik, svo hann hafði í rauninni
minni tíma en Finnur strax frá
byrjun.
Önnur tónsmíð eftir Halldór
Smárason, Pólypsar, var sömu-
leiðis frábær. Hún var fyrir upp-
magnaða einleiksfiðlu og var spil-
uð af Unu Sveinbjarnardóttur.
Megnið af tímanum renndi Una
boganum upp og niður streng-
ina, og lét þannig braka í fiðl-
unni. Hún andaði líka hátt með.
Fiðluleikurinn hljómaði eins og
asmasjúklingur í slæmu kasti.
En undir lokin breyttist andnauð-
in í forkunnarfagran söng. Una
spilaði meistaralega vel, jafnvel
svona rólega tónlist lék hún af
einbeittum ákafa sem er svo ein-
kennandi fyrir hana. Þetta var
mögnuð upplifun.
Hin verkin á tónleikunum voru
með hefðbundnara yfirbragði, en
byggðust engu að síður á úthugs-
aðri fagurfræði sem var mjög
sannfærandi. Þau voru flutt af
Clöru Stengaard Hansen mezzó-
sópran, Maríu Ösp Ómarsdóttur
flautuleikara, Matthíasi Ingibergi
Sigurðssyni klarinettuleikara og
þeim Unu og Frank. Verkin voru
eftir áðurnefndan Finn Karlsson,
Pettri Ekman og Hauk Þór Harð-
arson. Allar tónsmíðarnar voru
kliðmjúkar og seiðandi, flutn-
ingurinn var líka grípandi og
tæknilega nákvæmur. Það verð-
ur spennandi að heyra meira eftir
þessi bráðefnilegu tónskáld.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Flott tónverk, flottur
flutningur.
Tafl og fagurt asmakast
HARPA „Ég hélt að ég þekkti hvern krók og kima í Hörpunni. En í Björtuloft hafði ég aldrei komið. Ég vissi ekki einu sinni að
þau væru til!“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Georg prins, sonur Kate Middleton
og Vilhjálms Bretaprins, fagnar
eins árs afmæli sínu í dag. Sam-
kvæmt heimildum tímaritsins Us
Weekly verður afmælisfögnuður-
inn þó afar lágstemmdur, ekkert í
líkingu við það æði sem greip um
sig á Englandi í fyrra þegar prins-
inn kom í heiminn.
„Fjölskyldan fagnar því í ein-
rúmi með nánustu fjölskyldu og
vinum í Kensington-höll,“ segir
talsmaður hallarinnar í samtali
við tímaritið. Heimildarmaður
ritsins bætir við að um tepartí inn-
andyra verði að ræða en það verði
þó fært út í garð ef veður leyfir.
Foreldrar Kate verða í gleðinni
sem og amma Vilhjálms, Elísa-
bet Bretadrottning, bróðir hans
Harry og nánustu fjölskyldumeð-
limir úr Middleton-fjölskyldunni.
Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms,
og eiginkona hans, Camilla, mæta
ekki þar sem þau eru upptekin í
öðru í Skotlandi.
Annar heimildarmaður tíma-
ritsins segir að Kate og Vilhjálm-
ur leggi mikið upp úr því að sonur
þeirra sé ekki dekraður.
„George fær föt og viðarleik-
föng í afmælisgjöf frá móður sinni
og föður. Vilhjálmur og Kate vilja
ekki missa sig. Hann hefur fengið
margar gjafir síðustu mánuði og
það er ekki mikið pláss eftir til að
koma fleiri gjöfum fyrir.“ - lkg
Lágstemmt
afmæli prinsins
NÁIN MÆÐGIN Hér eru Kate og George
saman á póló-keppni. NORDICPHOTOS/GETTY
Þau Charlize Theron og Sean
Penn ætla að eyða sumrinu saman
í Suður-Afríku og hafa í nægu að
snúast.
Þau ætla að taka upp myndina
The Last Face sem Sean leikstýr-
ir og Charlize leikur í. Auk þess
ætla þau að ganga í hjónaband og
ættleiða barn saman samkvæmt
heimildum tímaritsins Us Weekly.
„Þau vilja gifta sig fljótlega,“
segir heimildarmaður tímarits-
ins og bætir við að Charlize hafi
ávallt haft í hyggju að eignast
barn en fyrir á hún ættleidda son-
inn Jackson, tveggja ára.
Sean á tvö börn, Dylan, 23 ára
og Hopper, 20 ára, með fyrrver-
andi eiginkonu sinni, leikkonunni
Robin Wright. - lkg
Brúðkaup
og barn
ÁSTFANGIN Stutt er síðan Charlize og
Sean byrjuðu saman. NORDICPHOTOS/GETTY
Ég skráði mig inn á Facebook árið 2007. Áður hafði ég verið meðlimur á My-
Space um stutta hríð. Þegar þetta var
þótti mér samfélagsmiðillinn kjörin leið
til að halda sambandi við vini og vanda-
menn um allan heim á einfaldan og auð-
veldan máta, og þykir enn.
Á þeim sjö árum sem ég hef verið
hluti af Facebook hefur tækninni
fleytt fram; snjallsímar komu
fram á sjónarsviðið, símamynda-
vélarnar hafa náð nýjum hæðum
og gæðum og Instagram, Vine og
Twitter fæddust. Öll þessi þróun
og viðbætur hafa sett svip sinn
á Facebook sem iðar nú af lífi
sem aldrei fyrr: matarmyndir,
sjálfsmyndir, hversdagsmynd-
ir, kaffimyndir, matarboðs-
myndir, myndbrot o.fl. fylla
fréttaveituna mína daglega.
EN mennirnir eru eins
ólíkir og þeir eru margir
og Facebook-notkun þeirra
sömuleiðis. Sumir eru póli-
tískir á Facebook, aðrir eru
gæddir þeim öfundsverðu eiginleikum að
geta skrifað ótrúlega hnyttnar færslur og
einhverjir teljast gott sem óvirkir. Ég og
vinkona mín ræddum þessa hópa á kaffi-
húsi fyrir skemmstu og veltum því fyrir
okkur í hvaða flokk við mundum falla. Við
komumst að þeirri niðurstöðu að báðar
erum við líklega nokkuð óvirkar; þ.e.a.s.
uppfærslur frá okkur eru heldur sjaldséð-
ir hrafnar.
ÞRÁTT fyrir fátíðar stöðu-uppfærslur
vil ég þó ekki meina að ég sé „óvirk“
á Facebook – við nánari hugsun er ég
nefnilega mjög gjafmild á „like“-hnapp-
inn, hef unun af því að spjalla um dag-
inn og veginn í einkaskilaboðum og er
meðlimur í óteljandi hópum (misvirkum
hópum). En fyrir mér er tilhugsunin um
tíðar stöðu-uppfærslur eða myndbirtingar
á eigin síðu jafn ógnvænleg og að halda
ræðu frammi fyrir fullum sal af fólki eða
syngja í karókí; Ég er hrædd um að gera
sjálfa mig að fífli, en hef (oftast) gaman
af því að hlýða á annarra manna ræður
og söng og læt svo ánægju mína í ljós með
lófaklappi eða með því að vísa rafrænum
þumli í átt til himins.
Með þumalinn á loft i
SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
NEW YORK DAILY NEWS
LOS ANGELES TIMES
SAN FRANCISCO CHRONICLE ROLLING STONE
BOSTON GLOBE
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D LÚXUS
THE PURGE: ANARCHY
DELIVER US FROM EVIL
EARTH TO ECHO
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
22 JUMP STREET
VONARSTRÆTI
DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D
THE PURGE: ANARCHY
DELIVER US FROM EVIL
THE SALVATION
AÐ TEMJA DREKANN 2 2D ÍSL. TAL
TRAIN. . . DRAGON 3D ENS. TAL ÓTEXT.
22 JUMP STREET
FAULT IN OUR STARS
VONARSTRÆTI
KL. 5 - 8 - 10.45
KL. 5 - 8 - 10.45
KL. 8 -10.20
KL. 8 - 10.35
KL. 3.40 - 5.45
KL. 3.30 - 5.45
KL. 8 - 10.30
KL. 5
KL. 6 - 9
KL. 10.10
KL. 10.40
KL. 8
KL. 5.45
KL. 5.45
KL. 10.40
KL. 8
KL. 5.20 - 8
-DV S.R.S
-T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL
-D.M.S., MBL
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ
PLANET OF THE APES 3D 5, 8, 10:15(P)
THE PURGE: ANARCHY 8, 10:40
AÐ TEMJA DREKAN SINN 2D 5
22 JUMP STREET 5, 8
MILLION WAYS TO DIE IN THE WEST 10:20
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is