Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.07.2014, Blaðsíða 4
22. júlí 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 4.326 börn fæddust á Íslandi árið 2013. Fjögur börn voru andvana fædd, þrjú börn dóu innan sjö daga og sex börn dóu innan 28 daga. Ungbarnadauði er lægstur á Íslandi meðal Evrópuþjóða. Heimild/Hagstofan.is ÞRÓUNARSTARF Ragnheiður Þórar- insdóttir, framkvæmdastýra fyr- irtækisins Svinna, vinnur að því ásamt nokkrum líffræðinemend- um að koma á fót fyrirtæki sem mun reka samræktunarstöð þar sem rækta á grænmeti, ávexti, kryddjurtir og tilapíu sem er vin- sæll eldisfiskur. Þá stendur og til að reisa veit- ingastað við samræktunarstöðina þar sem afurðirnar verða reiddar fram. Einnig er gert ráð fyrir að gestir og gangandi fái að taka þátt í ræktuninni. Verður það jafnvel stílað nokkuð inn á ferðamenn. Nú þegar hefur Svinna reist samræktunarstöð þar sem til- apían svamlar í kerum og losar köfnunarefni í vatnið sem síðan vökvar og nærir plönturnar. „Þetta gengur svo vel að við erum að huga að því að stofna fyrirtæki í kringum þetta,“ segir Ragnheiður. Ragnar Ingi Danner og Soffía K. Magnúsdóttir til- einka þessu verkefni krafta sína í meistaranámi sínu í líffræði við Háskóla Íslands og njóta einnig liðveislu Svanhvítar Lilju Við- arsdóttur sem stundar nám við Landbúnaðarháskólann. Auk þess að þróa ný búnaðar- störf tekur Ragnheiður einnig þátt í vinnu sem snýr að göml- um búskaparháttum því nú er hún við viðhaldsstörf á bænum Felli í Mýrdal en hann var reistur árið 1901 og var lengi í eigu langafa hennar, Hallgríms Brynjólfssonar. - jse Tilraunaverkefni með samræktun þar sem ræktun, fiskeldi, ferðaþjónusta og veitingaþjónusta fara saman: Vilja veitingastað við samræktunarstöð HUGAÐ AÐ PLÖNTUNUM Hérna eru þau Ragnheiður, Ragnar Ingi, Soffía og Svanhvít Lilja að huga að plöntunum. GASA Sprengja Ísraelshers lenti á þriðju hæð Al-Aqsa-sjúkrahússins á miðju Gasasvæðinu á mánudag. Að minnsta kosti fimm létust í árásinni og rúmlega sjötíu slösuðust. Á hæð- inni var meðal annars gjörgæslu- deild og skurðstofur. Ísraelsher skaut þremur stór- skotum úr skriðdreka sem lentu á sjúkrahúsinu. Flestir hinna slös- uðu eru læknar og hjúkrunarfólk. Einnig slösuðust á annan tug sjúk- linga. Al-Aqsa er þriðja sjúkrahúsið sem verður fyrir sprengju síðan árásir hófust fyrir tveimur vikum. Það er á svæði sem hingað til hefur þótt tiltölulega öruggt og fjöldi fólks hafði flúið inn í hverfið. Um 83 þúsund Palestínumenn hafa leitað á náðir Sameinuðu þjóð- anna en sextíu skólar og byggingar á vegum þeirra hafa verið opnaðar fyrir flóttafólk á svæðinu. Yfirvöld í Ísrael hafa tilkynnt að síðan landhernaður hófst hafi 46 inngangar í sextán jarðgöng sem liggja á milli Ísraels og Gasa- svæðisins fundist. Göngin tilheyra Hamas-samtökunum sem nota þau meðal annars til að koma vopnum yfir á svæðið. Tíu Hamas-liðar voru drepnir af yfirvöldum í Ísra- el þegar náðist til þeirra í göng- unum. Alls hafa 548 látist á Gasasvæð- inu síðan landhernaður hófst á fimmtudag. Ísraelsk yfirvöld segja að 170 þeirra séu árásar- menn. Tuttugu Ísraelsmenn, þar af átján hermenn, hafa fallið á sama tíma. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sagðist á mánudag hafa áhyggjur af dauða almennra borg- ara á svæðinu „bæði á Gasa og í Ísrael“. Talsmaður Benyamins Netan- yahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur eftir honum að enn muni hernaður á svæðinu aukast þar til markmiðum verði náð. Markmið- ið sé að koma á friði fyrir Ísraels- menn en lokun jarðganga á svæð- inu hafi tekist vonum framar. Undir þetta tekur Gilad Erdan, þingmaður og hægri hönd Net- anyahus. Hann segir að nú sé ekki rétti tíminn fyrir vopnahlé. Markmiðum Ísraelshers verði að ná fyrst. snaeros@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA NEYTENDAMÁL Vegna mikils skorts á íslensku nautakjöti hefur Slátur- félag Suðurlands gripið til þess ráðs að nota danskt nautakjöt. Guðmundur Svavarsson, fram- leiðslustjóri SS á Hvolsvelli, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé stefna fyrirtækisins að nota einungis íslenskt kjöt en til þessa neyðarúrræðis hafi verið gripið í sumar. „Þetta er mjög sárt en við urðum að tryggja það að Íslending- ar fengju SS pylsur,“ segir hann. Guðmundur sagði við vef Við- skiptablaðsins að byrjað hefði verið að nota danska nautakjötið í júní en það verði tekið út í lok sum- ars. Pylsur eru gerðar úr blöndu af nautakjöti, svínakjöti og lamba- kjöti. - jhh Kjötskortur veldur SS vanda: Danskt naut í SS pylsunum Gasaborg Gasa Ísrael Egypta- land 11 km landam æ ri 51 km la nd am ær i Á svæðinu búa 1,8 milljónir manna Óöruggt svæði Al-Aqsa- sjúkrahúsið Flóttamanna- búðir Deir Al- Balah KORT AF GASA Girðingin í kringum Gasa Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝJAR OG SUÐLÆGAR áttir ríkjandi áfram á landinu með hita yfir 20°C á Norður- og Austurlandi í sólríku veðri. Skýjað með köflum annars staðar og dálitlar skúrir. 13° 4 m/s 14° 6 m/s 15° 6 m/s 14° 10 m/s 8-13 m/s við SV- ströndina, annars mun hægari. Sunnan 5-10 m/s. Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 28° 25° 20° 25° 19° 26° 26° 26° 26° 31° 31° 32° 26° 30° 26° 29° 15° 4 m/s 14° 3 m/s 21° 4 m/s 14° 5 m/s 18° 2 m/s 16° 3 m/s 10° 3 m/s 14° 13° 13° 13° 13° 12° 20° 18° 19° 18° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN Tala látinna komin yfir fimm hundruð Þrjú sjúkrahús á Gasasvæðinu hafa sætt árásum Ísraelshers síðan á fimmtudag í síðustu viku. Þriðjungur þeirra sem látnir eru á svæðinu er konur og börn. For- sætisráðherra Ísraels segir að hernaði verði ekki hætt fyrr en markmiðum sé náð. VIÐSKIPTI Bankaskattur lagður á þrotabú föllnu bankanna gæti hægt og bítandi étið upp krónu- eignir þrotabúanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningar- deildar Arion banka. Skatturinn myndi samkvæmt spám greiningardeildarinnar kosta þrotabúin rúmlega 28 millj- arða króna á ári hverju. Ljúki nauðasamningum ekki fyrir 2016 gætu þrotabú Kaup- þings og Landsbankans neyðst til að skipta erlendum gjaldeyri í krónur svo þau geti staðið skil á útgjöldum. Skatturinn dregur úr krónu- eignum kröfuhafa og minnkar þar með þrýsting á gengi íslensku krónunnar. - kóh Bankaskattur minnkar þrýsting: Þurrkar upp krónueignir FÓLK Stofna á Ástusjóð til minningar um Ástu Stefáns- dóttur lög- fræðing til að styrkja björg- unarsveitirn- ar og vinna að hugðarefnum hennar. Ásta sem varð 35 ára fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljóts- hlíð þriðjudaginn 15. júlí. „Hugðarefni Ástu innan lög- fræðinnar voru umhverfis- réttur, refsiréttur, réttarfar og mannréttindalöggjöf. Hún hafði brennandi áhuga á jafnréttis- og menningarmálum. Gönguferðir og hollt líferni voru henni eðlis- læg en hún greindist 25 ára með MS-sjúkdóm sem vel tókst að meðhöndla – fyrir það var hún afar þakklát,“ segir meðal ann- ars í tilkynningu aðstandenda. - gar Minningarsjóður um Ástu: Á að styrkja björgunarsveitir ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR SÝRLAND Í tveimur ótengdum tilvik- um voru sýrlenskar konur dæmdar til dauða og grýttar fyrir hjúskap- arbrot. Samtökin ISIS stóðu fyrir dómunum og útfærslu þeirra. Bæði tilfellin áttu sér stað í Al Raqqa-héraði í Sýrlandi. Elskend- ur kvennanna voru ekki dæmdir fyrir brot af neinu tagi. Í öðru tilfellinu var konan fundin sek um það að eftir gift- ingu uppgötvaði maður hennar að hún var ekki hrein mey. Samtök mótmælenda í Al Raqqa hafa lýst yfir andúð sinni á refsingunni. - kóh Dæmdar fyrir hjúskaparbrot: Tvær sýrlenskar konur grýttar PYLSUPARTÍ Í sumar er ekki alíslenskt kjöt í pylsunum frá SS. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.