Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 20
24. júlí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun - um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is S tjórnvöld í Ísrael hafa uppgötvað að nær ómögulegt er fyrir nokkurt ríki að komast upp með hernaðarbrölt sem til dæmis felur í sér morð á saklausum borgurum án þess að það spyrjist. Þótt það séu truflanir á símasambandi til Gasa fáum við nú fréttir beint af kúnni; frá sjónarhorni hins almenna borgara. Íbúar á Gasa eru vopnaðir snjallsímum sem fylla alla samfélagsmiðla af skelfilegum myndum og mynd- skeiðum beint af vettvangi. Fjölmiðlar eiga þannig auðveldara með að segja sögu almennings og við eigum auðveldara með að miðla þeirri sögu sjálf í okkar eigin tölvu eða síma í gegnum Facebook og Twitter. Ef við berum innrás Ísraels- hers á Gasa nú saman við innrás hans í janúar 2009 vekur athygli hversu tækniframfarir síðari ára hafa verið miklar. Fyrir rúm- lega fimm árum sögðust yfirvöld í Ísrael ætla að stöðva eldflauga- árásir frá Gasa og ruddust inn með herlið. Á milli þúsund og fimmtán hundruð palestínskir borgarar lágu í valnum og þrettán Ísraelar. Auðvitað snertu fréttir af Gasa okkur þá en stökk- breyting hefur orðið hvað varðar allt aðgengi að upplýsingum vegna þess að nú eigum við mun auðveldara með að segja sögu venjulegs fólks. Þessi staðreynd mun breyta stríðsrekstri til framtíðar. Krafa á hendur þeim sem hafa á valdi sínu að beita sér gegn slíkum hörmungum mun verða meira afgerandi en nokkru sinni fyrr. Nú fáum við miklu gleggri mynd af ástandinu og þeirri skelfingu sem hernaður hefur í för með sér. Við erum í beinu sam- bandi við almenna borgara. Árið 2009 var fréttamönnum gert að yfirgefa Gasa og erfitt gat reynst að draga upp raunhæfa mynd í fjölmiðlum. Samkvæmt nýjustu tölum er búið að drepa um sex hundruð manns í Palestínu. Hundrað fimmtíu og fimm af þeim eru börn. Já, hundrað fimmtíu og fimm börn hafa verið myrt í þessum átökum. Fleiri börn á Gasa hafa verið drepin en sem nemur fjölda fallinna palestínskra vígamanna. Á þriðjudag tjáðu embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum sig um þessa staðreynd. Þá var reyndar ekki búið að drepa „nema“ hundrað fjörutíu og níu börn og áttatíu og sjö vopnaða uppreisnarmenn. Samtökin Save the Children bæta því við í þessu samhengi að þriðjungur sé börn en samkvæmt nýjustu tölum eru mun færri vopnaðir Hamas-liðar særðir. Auðvitað hlýtur þessi tölfræði að vekja upp gildar spurningar: Gegn hverjum beinast þessar hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna? En, þegar tölfræðinni fylgja frásagnir og myndir beint af vett- vangi er erfiðara að setja kíkinn fyrir blinda augað. Fjölmiðlar munu eftir sem áður ritstýra efni sínu í samræmi við sína rit- stjórnarstefnu en netinu verður ekki stýrt – það verður ekki rit- skoðað og viðmiðin hafa færst til. Hressilega. Það getur ekki verið hlutverk fjölmiðla að hlífa fólki við óþægilegum upplýsingum og sú krafa, sem hefur verið uppi lengi, hljómar hjárænulega nú þegar fyrir liggur að samfélagsmiðlar hafa gerbylt allri upp- lýsingagjöf. Hlutverk fjölmiðla hefur breyst; þeir eru ekki lengur hliðverðir í sama skilningi og áður heldur færist hlutverk þeirra í auknum mæli inn á þær brautir að vinsa það úr upplýsingaflæð- inu sem vert er að beina kastljósi að og setja í samhengi. Fjölmiðlar hafa breyst: Stríðsfréttaritarar á Facebook Hver einstaklingur er einstakur og fólkið sem vill búa á Íslandi kemur alls staðar að úr heiminum. Einstaklingar með ólíkan litarhátt, menningu, trúarbrögð og hug- myndir. En þetta fólk á það sameiginlegt að vera manneskjur sem vilja búa á Íslandi og eignast gott líf. Nýtt tækifæri. Góðir starfskraftar Þegar Íslendingar rekja ættir sínar með aðstoð Íslendingabókar þá kemur í ljós að við erum meira og minna skyld í a.m.k. 8. ættlið. Síðan gerist það fyrir nokkrum ára- tugum að hópar fólks fara að koma hingað til lands. Víetnamar, Filippseyingar og nú síðustu ár hefur fjöldi Pólverja flutt hing- að, svo eitthvað sé nefnt. Ég get fullyrt að „nýju Íslendingarnir“ hafa staðið sig feiki- lega vel í að aðlagast og leggja sitt af mörk- um til þjóðfélagsins. Fólkið er almennt vin- sælir starfskraftar og margir hverjir hafa stofnað eigin fyrirtæki hér á landi. Kærleikurinn Kærleikurinn er inntak allra trúarbragða. Afbökun trúarbragða hefur hins vegar átt sér stað öldum saman og misnotkun þeirra. Kristin trú og kristnir trúarleiðtogar eru þar síður en svo undanskildir. Almennt eru Íslendingar umburðarlyndir og vilja vel. Því miður eru alltaf einhverjir sem ala á ótta, hatri og nærast á neikvæðri umræðu. Uppbyggileg og málefnaleg umræða er það sem við þurfum, hvort sem það er um innflytjendamál, trúarbrögð eða annað. Mótun samfélagsins og sú stefna sem við viljum taka í þeim efnum er okkur öllum mikilvæg. Litríkara og skemmtilegra Nágrannaþjóðir okkar hafa mun lengri reynslu en við af málefnum innflytjenda. Þessar þjóðir hafa þegar mótað sér stefnu eða eru í þeirri vinnu. Eitthvað hefur betur mátt fara en einnig er margt sem vel hefur verið gert. Það er kominn tími til að við skoðum vandlega hvað nágrannar okkar hafa verið að gera og nýtum okkur þeirra reynslu til frekari uppbyggingar samfé- lags okkar. Fjölbreytni er af hinu góða. Hún eykur hagvöxt og gerir samfélagið litríkara og fallegra, eins og stórkostlegt bútateppi sem prýði er að. Ég ætla að beita mér fyrir því á næsta þingi að hafist verði handa við þetta aðkallandi og mikilvæga verkefni. Bútateppið ➜ Því miður eru alltaf einhverjir sem ala á ótta, hatri og nærast á neikvæðri umræðu. SAMFÉLAG Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Fram- sóknarfl okksins VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Verð frá 79.900 kr.* ÍS LE N SK A S IA .I S V IT 6 99 27 7 /2 01 4 Örfá sæti laus Bodrum Tyrklandi 31. júlí - 11. ágúst *Flug fram og til baka með flugvallasköttum. Skoðið tilboðin á www.vita.is Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Af hverju eldri borgarar? Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra er farin að setja sig í stellingar vegna upplýsinga sem komu fram í Frétta- blaðinu um að mest atvinnuleysi væri í hópi kvenna yfir fimmtugu. Hún hefur meðal annars sett sig í samband við Landssamband eldri borgara til að ræða það hvernig bregðast megi við þessu. Af hverju Landssamband eldri borgara? Berjast þau samtök ekki fyrst og fremst fyrir hagsmunum fólks sem er að ljúka sínum starfsferli eða er þegar komið á eftirlaun? Varla þarf hið sama fólk að hafa áhyggjur af misrétti á vinnumarkaði? Heldur fólki í spennu Það vakti forvitni þegar spurðist út að Stefán Eiríksson lögreglustjóri væri á meðal umsækjenda um stöðu forstjóra Sam- göngustofu. Hann var þar á meðal Þórólfs Árnasonar, fyrrverandi borgar- stjóra, Eyþórs Björnssonar Fiskistofu- stjóra og fleiri hæfra. Margir urðu svekktir yfir því að Stefán, sem hefur staðið sig ágætlega í starfi lögreglu- stjóra, skyldi leita á önnur mið. Síðar spurðist út að Stefán hefði líka sótt um stöðu sviðsstjóra hjá Reykjavíkur- borg. Nú hefur komið á daginn að Stefán dró umsókn sína hjá Samgöngustofu til baka. Það verður svo bara að koma í ljós hvort það þýðir áframhaldandi starf hjá lögreglunni eða að Reykjavíkurborg hafi togað meira í. Eðlilega afstaða Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, er ekki sáttur við ákvörðun lánshæfismatsfyrirtækisins Standard & Poor‘s um að lækka lánshæfismat sitt á Íbúðalánasjóði. Segir hann að matið sé byggt á hugmyndum um að leggja niður starfsemi sjóðsins í núverandi mynd, eins og starfs- hópur á vegum félagsmálaráðherra leggur til. Sigurður segir aftur á móti að þær hugmyndir séu ekki orðnar að veruleika og óvíst hvort þær verði það á endanum. Afstaða Sigurðar til hugmyndanna og matsins er eðlileg, enda vandfundinn sá maður sem sættir sig við að leggja eigið starf niður. - jhh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.