Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 6
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað er langt síðan fyrstu bifreiðalög- in voru sett? 2. Hvernig ætlar Pétur Ívarsson að vera klæddur þegar hann hleypur heilt mara- þon í Reykjavíkurmaraþoninu? 3. Hversu miklu var varið í kaup á bíó- miðum á Íslandi árið 2012? SVÖR: 1. 100 ár. 2. Í jakkafötum. 3. 1.524 milljónum króna. 30% afsláttur af öllum h jólum Götuhjól • Fjallah jól • Barn ahjól Racerar • 29er hjó l VIÐSKIPTI Arion banki hefur þegar selt umtalsverðan part þess eignar- hlutar í fasteignafélaginu Eik sem kom í hlut bankans við kaup Eikar á Landfestum, sem voru í eigu bank- ans. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í lok júní. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka hafa 20 prósent af eignarhlut bankans verið seld til ýmissa fjárfesta. Eftir viðskiptin nemur eignarhlutur bankans í Eik 24 prósentum. Bankinn tekur ekki þátt í hlutafjáraukningu sem fyrir dyrum stendur hjá félaginu og verð- ur eftir hana með um 20 prósenta eign í félaginu. Eignina sem eftir stendur stefn- ir Arion banki á að losa eftir skrán- ingu Eikar á hlutabréfamarkað og mun sú sala ráðast af markaðs- aðstæðum hverju sinni. Trúnaðarákvæði eru í viðskiptun- um og tjáir bankinn sig því hvorki um kaupendur né söluverð. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er söluandvirði hlutar Arion banka nálægt 2,5 milljörðum króna. - óká Eftir sölu á hlut í Eik til hóps fjárfesta heldur Arion banki eftir 24 prósentum: Arion seldi fimmtungshlut í Eik KJARADEILUR Kjaradeilu flugumsjónarmanna við Icelandair og Flugfélag Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Samningar þeirra urðu lausir 1. febrúar. „Það er allt strand eins og er,“ sagði Karl Friðriks- son, formaður Félags flug- umsjónarmanna, í samtali við Fréttablaðið. „Við erum að gera kröfur um bætt starfskjör og hækk- un launaflokka.“ Hann segir flug- umsjónarmenn vilja um tveggja prósenta launahækkun á launa- töflu. Karl segir að enn hafi ekki verið boðað til fundar hjá ríkis- sáttasemjara en gerir ráð fyrir að það verði gert fljót- lega. Ríkissáttasemjari er í sumarfríi eins og er þann- ig að líklegt er að það verði ekki fyrr en í ágúst. „Það verður að skoð- ast í samhengi við fyrstu fundi,“ segir Karl spurður hvort stéttin hyggist fara í hart. Flugumsjónarmenn undirbúa flug frá landinu, gera flugáætlanir og safna saman veðurupplýsingum og koma þeim til flugmanna. Guðjón Arngrímsson er vongóð- ur um að samningar náist án mik- illa truflana á samgöngum. „Þeim verður boðið það sama og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði hann í samtali við Frétta- blaðið. - nej Kjaradeilu flugumsjónarmanna og Icelandair vísað til ríkissáttasemjara: Kjaraviðræðurnar strand í bili GUÐJÓN ARNGRÍMSSON ENN Á NÝ Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Icelandair þarf að semja við starfsmenn en samið hefur verið við flugvirkja, flugmenn og flugfreyjur í ár. BORGARTÚN Í REYKJAVÍK Eik og Land- festar eiga atvinnuhúsnæði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Þingflokkur Sam- fylkingarinnar hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna aðgerða Ísraelsstjórnar á Gasasvæðinu síðastliðnar vikur. Í ályktuninni segir að það sé óhjákvæmilegt að Ísland beiti sér með ákveðnari hætti á alþjóða- vettvangi gagnvart Ísrael en hingað til. Kallar þingflokkurinn eftir því að viðskiptaþvingunum verði beitt gegn Ísrael. „Grund- vallarkrafa er að vopnahlé verði strax að veruleika.“ - ssb Þingmenn Samfylkingar: Vilja aðgerðir gegn Ísrael FÉLAGSMÁL Félagið Ísland-Palest- ína boðaði til útifundar á Ingólfs- torgi í gær til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Fundurinn hófst á stuttri þögn til að minnast þeirra tæplega sjö hundruð sem látist hafa í árásum á Gasasvæðið síðustu tvær vikur. Þóra Karítas Árnadóttir flutti ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og nýstofn- aði kórinn Vox Palestína söng lagið Þú veist í hjarta þér eftir Þorstein Valdimarsson. Fundi lauk svo á því að viðstadd- ir, sem skiptu þúsundum, hrópuðu slagorð á borð við „Frjáls Palest- ína“ og „Stöðvum blóðbaðið“. Að fundi loknum gengu fundar- gestir saman að Stjórnarráðinu. Þar var Jóhannesi Þór Skúla- syni, aðstoðarmanni forsætisráð- herra, afhent ályktun fundarins. Þá lögðust sjö hundruð manns niður á Arnarhóli til að setja í sam- hengi fjölda þeirra sem fallið hafa í árásunum. bjarkia@frettabladid.is Kröfðust endaloka blóðbaðsins á Gasa Talið er að nokkur þúsund manns hafi mætt á útifund Íslands-Palestínu í gær til að mótmæla árásum á Gasasvæðið og sýna samstöðu með Palestínu. Gengið var frá Ingólfstorgi að Stjórnarráðinu til að afhenda stjórnvöldum ályktun fundarins. HLÝDDI Á KRÖFURNAR Jóhannes Þór Skúlason, lengst til vinstri, tók við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SAMSTÖÐUSÖNGUR Hilmar Örn Agnarsson stjórnar Vox Palestína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.