Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 18
Tuttugu og fimm hjólhýsi hafa verið nýskráð það sem af er júlí. Þar af er einungis eitt notað. Þetta kemur fram í tölum Sam- göngustofu. Fjórtán tjaldvagnar hafa verið skráðir en einungis tvö fellihýsi. Sala á ferðavögnum, það er fellihýsum, hjólhýsum og tjald- vögnum, hefur verið í jafnvægi undanfarin þrjú ár. Hjólhýsin selj- ast best. Salan er þó hvergi nærri eins góð og hún var fyrir banka- hrun. Auk nýskráðu hjólhýsanna seljast notuð hjólhýsi vel. Það eru einkum tveir aðilar sem selja ferðavagna hér á landi í dag, en það eru Víkurverk og Úti- legumaðurinn. Víkurverk pantaði sextíu ný hjólhýsi inn fyrir sum- arið og þau eru að verða uppseld. Kristín Anný Jónsdóttir, sölu- stjóri hjá Víkurverki, segist hafa orðið vör við söluaukningu í ár. „Það er mikil sala núna á nýjum hjólhýsum,“ segir hún. Mikil sala hafi verið bæði í júní og júlí. „Það eru eiginlega bara allir mánuðirn- ir búnir að vera góðir,“ segir hún. Kristín Anný bendir samt á að leiðinlegt veður í sumar hafi orðið til þess að draga úr sölu á ferða- vögnum. „Veðrið hefur áhrif og fólk hefur jafnvel komið og ætlað að skila lyklinum bara. Þegar það er endalaus rigning þá kemur uppgjöf í fólk. En fólk sækir þá líka meira í hjólhýsi. Það er bara 24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Selja tugi hjólhýsa á mánuði Á þriðja tug hjólhýsa hafa verið nýskráð hjá Samgöngustofu í júlí, aðeins eitt þeirra er notað. Mun fleiri hjól- hýsi seljast en fellihýsi eða tjaldvagnar. Helsta skýringin á því er sögð vera vont veður í sumar og síðasta sumar. þannig að fólk nennir ekki enda- laust að vera með blautt fellihýsi,“ segir hún. Kristín Anný segir að vinsæl- ustu hjólhýsin kosti 2–2,5 millj- ónir króna. „En hin seljast líka, fólk er mikið að skipta upp í dýr- ari,“ segir Kristín Anný og bætir því við að hjólhýsi seljist á alveg upp í sjö milljónir króna. Það er mikil sala á nýjum hjólhýsum og líka á notuðum. Kristín Anný segir að þótt hjólhýsin standi klár- lega upp úr í sölu, hafi tjaldvagn- ar og fellihýsi einnig selst ágæt- lega á árinu. Þetta er í samræmi við fyrrgreindar tölur Samgöngu- stofu. Í júlímánuði voru 14 tjald- vagnar og tvö fellihýsi nýskráð. Á fyrri helmingi ársins voru 128 hjólhýsi, 27 tjaldvagnar og ellefu hjólhýsi nýskráð. 600 500 400 300 200 100 0 2008 2009 2010 2011 2012 2013 SELD FELLIHÝSI, HJÓLHÝSI OG TJALDVAGNAR Á ÍSLANDI FRÁ 2008 TIL 2013 FELLIHÝSI HJÓLHÝSI TJALDVAGNAR Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúða- lánasjóðs, gagnrýnir nýtt lánshæfis- mat Standard & Poor’s sem birt var í fyrrakvöld. Lánshæfismat Íbúða- lánasjóðs til langs tíma er lækkað úr BB í BB-. Lánshæfismat til skamms tíma er aftur á móti óbreytt. Eins og staðan er núna er full ríkisábyrgð á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs og er lántökuheimild sjóðsins staðfest í lögum. Ástæðan fyrir lækkun mats- ins er einkum sú að S&P telur að dregið hafi úr líkum á því að Íbúðalánasjóður verði ríkis- tryggður til langs tíma. Bent er á að tillögur nefndar sem starfaði á vegum Eyglóar Harð- ardóttur félagsmálaráðherra um að breyta rekstri ríkissjóðs hafi litið dagsins ljós. Þá er jafnframt bent á að Eftir- litsstofnun EFTA, eða ESA, líti svo á að eins og rekstri Íbúðalánasjóðs sé nú fyrirkomið feli það í sér ólög- mæta ríkisaðstoð. Stjórnvöld hygg- ist bregðast við þeim athugasemdum ESA. Forstjóra Íbúðalánasjóðs finnst fullsnemmt að bregðast við tillög- um nefndar um framtíð húsnæðis- mál með því að lækka lánshæfismat sjóðsins. „Þarna er verið að ræða um tillögur sem enn þá á eftir að leggja fram í frumvarpi fyrir þingið. Það á mikið eftir að gerast áður en þetta kemur til framkvæmda. Það er svolítið sérstakt að þeir skuli strax lækka þó það sé ekki ljóst hvenær og hvernig og hvort mun spilast úr þessum hugmyndum,“ segir Sigurð- ur í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að lánshæfismatsfyrirtækin hafi verið gagn- rýnd fyrir það að bregðast seint við og lækk- að eftir að skaði er skeður. „En nú má kannski segja að þeir séu of fljótir á sér,“ segir Sigurður. Endanleg niður staða um framtíð Íbúðalánasjóðs verði kannski einhver önnur en núna er áform- að. „Það er ljóst að það eru skiptar skoðanir meðal þingflokka og ýmiss konar gagnrýni sem kemur fram. Þetta er eitthvað sem þeir hefðu átt að bíða með þangað til endanlegar tillögur koma fram,“ segir Sigurður. - jhh Forstjóri Íbúðalánasjóðs segir lækkun S&P á lánshæfismati sjóðsins vera algjörlega ótímabæra: Gagnrýnir nýtt mat Standard & Poor’s SIGURÐUR ERLINGSSON Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 8 prósent á árs- grundvelli, sé miðað við vísitölu leiguverðs sem Þjóðskrá gefur út. Vísitalan var 133,8 stig í júní og hækkaði um 0,5 prósent frá fyrri mánuði. Sem fyrr er fermetraverðið á tveggja herbergja íbúð hæst í Reykjavík vestan Kringlumýrar- brautar og á Seltjarnarnesi en þar er fermetraverðið rúmar 2.200 krónur. Á öðrum stöðum í Reykjavík er það um 2.000 krónur. - jhh Átta prósenta hækkun leigu: Hækkar áfram Gert er ráð fyrir að hagnaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar á öðrum fjórðungi tvöfaldist á milli ára, samkvæmt afkomuspá IFS greiningar. Hann verði núna 16,1 milljón Bandaríkjadala eða 1,9 milljarðar króna, en hann var 8,4 milljónir dala eða tæpar 970 milljónir króna í fyrra. Hagn- aðurinn fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) verði 27 milljónir dala, eða 3,1 milljarður króna. - jhh Spá tvöföldun hagnaðar: Sífellt betri afkoma Össurar GÓÐUR ÁRANGUR Jón forstjóri Öss- urar hefur tækifæri til að gleðjast. Upplýsingatæknifyrirtækið Omnis hefur samið við Microsoft um að gerast söluaðili fyrir Win- dows Azure. „Azure er sérstakt tölvukerfi í skýi Microsoft sem er meðal annars sérstaklega sniðið að þörfum fyrirtækja,“ segir Egg- ert Herbertsson, framkvæmda- stjóri Omnis, og bætir við að þar sem einstaklingar séu farnir að geyma gögn sín í skýinu sé engin ástæða fyrir fyrirtæki að gera ekki slíkt hið sama. - fbj Verða söluaðili fyrir Azure: Omnis semur við Microsoft Hagnaður Marel á öðrum fjórð- ungi ársins nam 0,8 milljónum evra samanborið við 5,2 milljón- ir evra á öðrum fjórðungi í fyrra. Hagnaðurinn samsvarar um 124 milljónum króna samanborið við 806 milljónir króna í fyrra. Tekjur á öðrum ársfjórðungi námu 169,8 milljónum evra samanborið við 178,4 milljónir evra á sama árs- fjórðungi í fyrra, eða 26,3 millj- arðar króna á móti 27,6 milljörð- um króna á sama fjórðungi í fyrra. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta, eða EBITDA (leiðrétt fyrir kostnaði vegna hag- ræðingaraðgerða), var 18,0 millj- ónir evra, sem er 10,6 prósent af tekjum. EBITDA var 13,0 milljónir evra, sem er 7,7 prósent af tekjum, en var 19,0 milljónir evra í fyrra. Pantanabók stóð í 156,4 millj- ónum evra, eða 24,2 milljörðum króna, í lok annars ársfjórðungs saman borið við 138,4 milljónir evra í lok fyrsta ársfjórðungs og 131,8 milljónir evra á öðrum fjórð- ungi í fyrra. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir í afkomutilkynn- ingu að rekstrarniðurstaðan sé enn ekki viðunandi. „Við vinnum nú að því að gera félagið skilvirk- ara, skerpa á markaðssókn þess og hámarka nýtingu á framleiðsluein- ingum okkar. Markmiðið er skýrt – að auka langtímavirði fyrir við- skiptavini og hluthafa,“ segir Árni Oddur. Árni Oddur er aftur á móti ánægður með þann árangur sem náðist - jhh Þrátt fyrir að hagnaður Marel sé mun minni en í fyrra horfir forstjórinn björtum augum á framtíðina: Hagnaður Marel dregst verulega saman FORSTJÓRI MAREL Árni Oddur Þórðarson er sáttur við gang mála. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Verðbólga í júlí mældist rétt undir 2,5 prósenta verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Júlí er sjötti mánuðurinn í röð sem verðbólgan er undir markmiði. Samkvæmt tölum Hagstofunn- ar lækkaði vísitala neysluverðs um 0,17 prósent í júlímánuði. Áhrif af útsölum vógu þungt til lækkunar, en fargjöld til útlanda hækkuðu, ásamt eldsneyti, síma- þjónustu og veitugjöldum. - jhh Undir markmiði í hálft ár: Spá áfram lágri verðbólgu MANNLÍF Verðbólgan verður áfram lág að mati Greiningar Íslandsbanka. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL. En fólk sækir þá líka meira í hjólhýsi. Það er bara þannig að fólk nennir ekki endalaust að vera með blautt fellihýsi. En hin seljast líka, fólk er mikið að skipta upp í dýrari. Kristín Anný Jónsdóttir, sölustjóri hjá Víkurverki Á FLÚÐUM Hjólhýsin seljast miklu betur en fellihýsi og tjaldvagnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.