Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 46
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 38 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar „Pabbi afhenti mér listaverkið fyrir skömmu en ég hef ekki hug- mynd um hvað hann var lengi að búa þetta til,“ segir trommuleikar- inn Hrafnkell Örn Guðjónsson, en hann fékk afhent trélistaverk frá föður sínum fyrir skömmu. Um er að ræða skúlptúr úr tré sem gerð- ur er eftir tólf ára gamalli hár- greiðslu Hrafnkels. „Fyrir tólf árum bað pabbi mig um að sitja fyrir á mynd en tók svo bara mynd af hárinu mínu. Fyrir skömmu gaf hann mér svo lista- verkið og hangir það uppi á vegg hjá mér,“ segir Hrafnkell Örn. Faðir hans, Guðjón Ketilsson, var iðinn á árum áður við að búa til alls kyns skúlptúra úr tré þar sem hár er fyrirmyndin. Hrafnkell Örn er þó með tals- vert meira hár í dag og hefur fengið talsverða athygli fyrir ein- staka hárgreiðslu. Honum hefur verið líkt við knattspyrnukapp- ann David Luiz og glæpamanninn Sideshow Bob úr Simpsons. „Ég hef fengið að heyra það sérstak- lega mikið að ég og Simpson-gaur- inn séum líkir,“ segir Hrafnkell Örn og hlær. Hann er með mikið hár í dag og stefnir ekki á fara í klippingu á næstunni. „Ég hef ekki farið í klippingu í nokkur ár og er ekkert á leiðinni í klippingu á næstunni.“ Hrafnkell Örn hefur í nógu að snúast þessa dagana, ásamt því að vera spila með hljómsveitinni sinni Agent Fresco er hann einn- ig að spila með Emmsjé Gauta, Úlfi Úlfi, Young Karin, Steinari og Sign. „Það er gott að vera með mikið hár þegar mann langar til að slamma á bak við settið.“ gunnarleo@frettabladid.is Hárið orðið að listaverki Hrafnkell Örn Guðjónsson fékk tólf ára gamla hárgreiðslu sína afh enta í formi trélistaverks frá föður sínum fyrir skömmu. Hárið hefur þó vaxið mikið síðan þá. SÆLL OG SÁTTUR Trommuleikarinn Hrafnkell Örn Guðjónsson er ánægður með listaverkið sem faðir hans bjó til. MYND/ESTHER ÞORVALDS Í GÓÐUM GÍR Hér er Hrafnkell að rokka með Agent Fresco. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TVÍFARAR? Sideshow Bob úr Simpsons og Hrafnkell eru oft sagðir vera líkir. NORDICPHOTOS/GETTY Ég hef fengið að heyra það sérstaklega mikið að ég og Simpson- gaurinn séum líkir. Hrafnkell Örn Guðjónsson Í haust ætlar Alþingi að ræða frumvarp sem heimilar sölu á áfengi í verslunum. Einu skilyrðin eru að áfengið verði ekki selt eftir klukkan átta á kvöldin og að salan fari fram í afmörkuðu rými. Og að sá sem afgreiðir hafi náð tilskildum aldri. Og auðvitað að viðkomandi sveitarfélag gefi leyfi. Og reyndar að gengið verði frá búsinu samkvæmt kröfum ríkisins … Það er því fullt tilefni til að ræða fleiri góð skref í átt að nútímanum. AÐ aðskilja ríki og kirkju er góð byrjun. Að barn sé skráð í trúfélag móður sinnar við fæðingu er galin tilhögun sem viðheldur úreltum gildum, þenur út félagatal þjóð- kirkjunnar og verður aðhláturs- efni framtíðarkynslóða. Alveg eins og þegar við hlæjum að 25 ára gömlum umræðum á Alþingi um bjórbannið. SVO er það landbúnaðarkerfið. Verndartollar virka eins og tröll undir brúnni þar sem grasið er hvorki grænt hjá neytendum né bændum. Frjáls innflutningur á fersku kjöti, ostum og öðrum mjólkurvörum er framandi hug- mynd á Íslandi. Ég er þrítugur og ég veit ekki einu sinni almennilega hvað buffala- ostur er. Ég hef aldrei smakkað útlensk- an gráðaost og um daginn borgaði ég svo mikið fyrir sneið af útlenskum brie-osti að ég fann fyrir einkennum áfallastreitu- röskunar um leið og Reiknistofa bank- anna samþykkti greiðsluna. ÞAÐ er meira. Ferskt kjöt frá alls konar löndum er flutt til Mónakó og Hong Kong. Samt eru lífslíkur hærri í þessum löndum en á Íslandi. Hvernig má vera að í Hong Kong, og hinum fimm löndunum þar sem lífslíkurnar eru betri en hér, borði fólk meira skyr og lambakjöt en Íslendingar? Og hvað eru nokkur ár til eða frá? Ég skal fórna ári af lífslíkum hraðar en Sigurður Ingi nær að flytja Fiskistofu á Svalbarða fyrir úrvalið í kjötborðunum í Frakk- landi. OG eitt enn. Þetta forræðismyglaða ríki þarf að heimila innflutning á ferskum nöfnum og leggja niður mannanafna- nefnd. Árið er 2014 og við eigum Elvis en engan Presley. Forræðismygla SEX TAPE 5:50, 8, 10:10 HERCULES 8, 10:10(P) PLANET OF THE APES 3D 8, 10:40 TEMJA DREKANN SINN 2D 5 TÖFRALANDIÐ OZ 2D 4 22 JUMP STREET 5ÍSL TAL ÍSL TAL www.laugarasbio.isSími: 553-20755% SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas „EIPSJIT GEÐVEIK EF EKKI BESTA MYNDIN Í SUMAR“ - T.V. BIOFIKILL.COM SEX TAPE KL. 5.45 - 8 - 10.10 SEX TAPE LÚXUS KL. 3:30 - 5.45 - 8 - 10.10 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 5 - 8 - 10.45 THE PURGE: ANARCHY KL. 8 - 10.20 DELIVER US FROM EVIL KL. 8 EARTH TO ECHO KL. 3.20 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 3.30 - 5.45 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 3D KL. 3:30 22 JUMP STREET KL.10.40 VONARSTRÆTI KL. 5.20 SEX TAPE KL. 5.40 - 8* - 10.10 DAWN . . . PLANET OF THE APES 3D KL. 6 - 9 THE PURGE: ANARCHY KL. 10.40 DELIVER US FROM EVIL KL. 10.40 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL 2D KL. 5.45 FAULT IN OUR STARS KL. 8 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 8 Miðasala á: -T.V., BIOVEFURINN.IS-H.S.S., MBL *GÆÐASTUND EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK NEW YORK DAILY NEWS LOS ANGELES TIMES SAN FRANCISCO CHRONICLE ROLLING STONE BOSTON GLOBE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.