Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 28
 | FÓLK | 4 SACAI Haust 2014. Hvítar skyrtur eru tímalausar og í rauninni alltaf í tísku. Þær er hægt að nota við öll tækifæri, jafnt gallabuxur sem sítt silkipils. Hvítar skyrtur hafa verið vinsælar í sumar en samkvæmt tískuhönnuðum verða þær sömuleiðis áberandi næsta sumar. Á tískusýningu sem haldin var í Berlín á dögunum var sýnd vor- og sumartískan 2015 og þar var hvítur litur áberandi. Allar kon- ur ættu að eiga að minnsta kosti eina fallega hvíta skyrtu í fataskápnum. Hvítar skyrtur eru til í mismunandi sniðum. Sumar henta til að girða ofan í buxur eða pils en aðrar eru síðar og líkjast frekar kjól. Þar fyrir utan eru þær fáanlegar í mismunandi efnum. Silkiskyrtur eru sparilegar en bómullarskyrtur eru oftast frekar hversdags. Tískuhönnuðir hafa verið duglegir að hanna skyrturnar í fallegum sniðum og auka þannig fjölbreytnina. Hér er mynd af fallegri hvítri skyrtu sem sýnd var á Merzedes-Benz tísku- vikunni fyrir sumar og vor 2015 í Berlín fyrr í þessum mánuði. HVÍTA SKYRTAN ÁVALLT TÍMALAUS VOR OG SUMAR 2015 Í BERLÍN HLÝLEIKINN RÆÐUR FÖR Í HAUST HAUST Þykkar, prjónaðar peysur verða áberandi í hausttískunni. Þægilegar og hlýjar peysur sem henta vel þegar kólnar í veðri. Flestir þekktustu tískuhönnuðir heimsins hafa boðað prjónaflíkur með haustinu en þeirra á meðal eru Marc Jacobs, Stella McCart- ney, Céline, Tommy Hilfiger, Alexander Mcqueen og Burberry svo einhverjir séu nefndir. Litir eru haustlegir og mynstur eru margvís- leg. Það eru ekki bara stórar, þykkar peysur sem verða allsráðandi, stórir treflar og sjöl yfir kápur verða ekki síður áberandi þegar haustar. Þá verða prjónaðir kjólar vinsælir og jafnvel prjónaðar buxur. TOMMY HILFIGER STELLA MCCARTNEY Sýning Stellu fyrir haust 2014 í París. STELLA MCCARTNEY Haust 2014. TOMMY HILFIGER Sýning Hilfiger fyrir haust 2014 í New York. MARC JACOBS SACAI Í París. MMikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.