Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 24. júlí 2014 | SKOÐUN | 21 Mikil tækifæri fyrir Ísland vegna siglinga á norðurslóð- um í framtíðinni var inntak greinar í Fréttablaðinu þann 11. nóvember 2013, þar sem rætt var við Hafstein Helga- son byggingaverkfræðing. Þýska fyrirtækið Bremen- port ætlar að viðlegukant- ur verði allt að 5 kílómetra langur í Finnafirði. Til sam- anburðar er Karfabakki í Sundahöfn 450 metra lang- ur og lengsta flugbraut Reykjavík- urflugvallar er 1.500 metrar. Það á sem sagt að taka einn fegursta fjörð Austurlands undir stál og steypu svo hundruðum hektara nemur. Samkvæmt áætlun á hlutverk hafnarinnar að vera m.a.: olíu- birgða- og gasvinnsluhöfn, þjónustu- höfn fyrir olíuvinnslu, gámahöfn, efnisgeymsluhöfn vegna náma- vinnslu á Grænlandi og öryggis- höfn. Höfnin myndi ná yfir gríðar- legt afgirt, steinsteypt svæði. Fögur ásýnd? Segjum að við séum á ferðalagi hringinn í kringum landið og frá Þórshöfn höldum við í austur og erum komin fyrir hornið á Gunn- ólfsvíkurfjalli. Þá mun blasa við okkur gríðarlega stór umskipunar- höfn, þúsundir gáma, olíutankar, jarðefni og fleira m.a. vegna náma- vinnslu á Grænlandi. Ef við héldum svo áfram för þyrftum við að taka stóran krók suður fyrir afgirt hafn- arsvæðið. Trúlega myndi ferðamað- ur spyrja sjálfan sig hvað taki við í næsta firði. Allavega liggur leiðin ekki meðfram ströndinni í gegnum athafnasvæðið heldur sunnar með- fram fleiri kílómetra girðingu, þar sem ófögnuðurinn myndi blasa við í stað náttúrulegrar strandar og öllu því er íslensk náttúra býður upp á. Hætta er á að hughrif ferðamanns- ins á ferð um Ísland muni bíða skip- brot við slíkt stílbrot á einni nátt- úruperlu okkar. Gulrótin Gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga er upphrópun- in. Í hverju felst þetta tæki- færi? Ef hið erlenda fyrir- tæki á landsvæðið sem um ræðir er ekki um nein hafn- argjöld að ræða og engin fasteignagjöld því gámar eru ekki geymdir inni í húsi. Menn verða ráðnir á verkamannalaunum á lyft- ara, taka rusl frá skipun- um o.s.frv. Höfnin hlýtur að vera á frítollasvæði. Ekki opna tollarar og tolla hvern gám sem settur er á land, eða hvað? Varla byggja menn sér hús á lúsarlaunum á Bakkafirði eða Þórshöfn? Er þá ekki nærtækast að starfsmenn búi inni á frísvæð- inu í gámum? Skipafélögin og eig- endur hafnarinnar greiða skatta og skyldur í heimalandi sínu, svo allt nema verkamannalaunin situr eftir hér, ef um innlendan starfskraft er að ræða. En aðalgulrótin er sú, að hinir erlendu sérfræðingar gera ráð fyrir að verðlag lækki hér á landi við umskipunina. Hvernig það má vera er mér hulin ráðgáta. Mengunarhættan Hvers vegna er horft hingað? Nýj- ustu gámaskip heims eru af gerð- inni Triple, 398 metra löng og 58 metra breið, framleidd í Suður-Kór- eu. Nú þegar hafa Danir m.a. pant- að 20 skip er þeir fá afhent innan tíu ára. Hvert skip tekur allt að 18 þúsund 25 feta gáma (sagt og skrif- að) svo nú fara menn að skilja þörf- ina á 5 kílómetra legukanti. Skip kæmu frá Austurlöndum fjær með vörur til uppskipunar og enn önnur myndu svo sækja þessa sömu gáma. Straumar eru þannig meðfram aust- urströndinni að mengun í einum firði berst í þá alla. Að hleypa hundruðum skipa frá Asíu upp að landi gæti fært okkur ógrynni af hér áður óþekktum land- og sjávardýrum, s.s. kröbbum, rottum, skordýrum o.fl. Einnig gæti landbúnaðinum stafað hætta af smitsjúkdómum í skepnur, myglu- sveppi og jarðvegspöddum. Hér er fólk tekið með pylsupakka í tollin- um, en nú á að hleypa þúsundum óskoðaðra gáma á land sem eng- inn veit hvað innihalda eða geta borið með sér við uppskipun á land. Og hvað með slys, olíumengun, árekstra, eld og allt það er getur komið upp á? Hvar verður allt rusl er til fellur frá skipunum urðað? Er ekki einnig mál að halda einum gjöf- ulustu fiskimiðum heims hreinum? Hér um árið tók fleiri mánuði að fá niðurstöður um áhrif byggingu brúar yfir Gilsfjörð, þar sem brúar- stólparnir gætu raskað ró nokkurra varpfugla við brúarendana, en nú er í lagi að steypa heilan fjörð, sem er óafturkræf aðgerð og skaðar allt og alla nema erlenda hafnareigendur. Í þjóðarbúið myndi þetta engu skila, það eitt er alveg á hreinu. Engin Evrópuþjóð myndi í dag fórna slíkri náttúruperlu og þarna um ræðir undir svona framkvæmd og það fyrir enga arðsemi. Yfirgangur og vanmat Andmælum yfirgangi og vanmati á landinu. Ég tek ofan fyrir bóndan- um á Felli og öðrum þeim landeig- endum í Finnafirði er standa fast í fæturna og ætla ekki að láta þetta yfir sig ganga. En undir hvað voru æðstu ráðamenn þjóðarinnar að skrifa hér um daginn? Hví má ekki birta almenningi þennan samning? Erum við til í að gleypa við öllum vitleysishugmyndum án umhugsun- ar? Hvað ef höfnin yrði nú einn dag- inn yfirgefin? Myndum við reyna að tyrfa yfir skömmina? Atlaga var gerð að lífsaf- komu starfsmanna Fiski- stofu og fjölskyldna þeirra með skyndilegri og óvæntri ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um að flytja Fiski- stofu frá Hafnarfirði til Akureyrar. Ákvörðun sem kann að knýja fjölda fólks til búferlaflutninga, vilji það halda störfum sínum. Öðruvísi var ekki hægt að skilja ráðherra þegar hann kynnti ákvörðun sína fyrir Fiskistofufólki 27. júní sl. Upplýst er að forystumenn Sjálfstæðis- flokksins vissu ekki af fyrirhugaðri ákvörðun sjávarútvegsráðherra fyrr en daginn áður. Svo virðist sem forystumenn flokksins hafi staðið óviðbúnir, en létu þetta þó ná fram að ganga athugasemdalaust. Virðast sumir þeirra ekki enn hafa áttað sig á hverjar afleiðingar þessi ákvörð- un kynni að hafa. Eða hvað? Afleiðingar eru, að starfsmenn Fiskistofu flytja, einir eða ásamt með mökum, börnum og búaliði til Akureyrar. Fólk með margvíslegar skuldbindingar hér í heimahögum skal rífa sig upp með rótum, taka börn úr skólum, selja eignir og sæta flutningi í annan landshluta, það er að segja kjósi fólk að halda störfum sínum. Frammi fyrir þessari stað- reynd stendur Fiskistofufólk að óbreyttu. Alls er óvíst um atvinnu- horfur á Akureyri fyrir maka starfs- manna eða að þeir fái yfirhöfuð þar vinnu í samræmi við menntun sína og reynslu. Fjölskyldu- og vina- bönd skulu rofin vegna pólitískrar ákvörðunar sem er ólögmæt, verður þjóðfélaginu afar dýr, er afskaplega óviturleg og flestum starfsmönnum Fiskistofu óbærileg. Enn er bætt í og nú sáð frækornum ótta og uggs í hjörtu margra opinberra starfs- manna og fjölskyldna þeirra um lífsviðurværi sitt, því boð hafa út gengið af munni stjórnarherranna að fleiri stofnanir kunni að verða fluttar hreppaflutningum. Hvaða stofnanir eru næst- ar? RÚV? Hagstofan? Sam- göngustofa? Umhverfis- stofnun? Skipulagsstofnun? Ráðamenn slá úr og í Haft var eftir fjármálaráð- herra og formanni Sjálf- stæðisfokksins í Ríkisútvarpinu þann 4. júlí sl. að honum fyndist það fyrst og fremst „formsatriði“ að afla lagaheimildar svo „lög- heimili“ Fiskistofu flyttist til Akur- eyrar. Hvernig á að skilja þetta? Á eingöngu að breyta um bréfhaus á bréfsefni Fiskistofu? Ráðamenn slá úr og í. Nú er sagt að nota eigi eðli- lega stafsmannaveltu vegna flutn- ingsins. Gott ef svo reynist. Málið var bara ekki þannig kynnt. Meðan ekki heyrist frá fag ráðherra verður að álykta að ákvörðun hans standi óbreytt. Fjöldi fólks er í óvissu. Að gæta að formreglum í stjórn- sýslu er ekki að kanna hvort línu- bil sé rétt eða rétt spássía sé í skrif- legum texta. Formreglur eru m.a. sprottnar af reynslu, til þess settar m.a. að knýja menn til ígrundaðrar niðurstöðu í máli og forða því að ein- hver efnisatriða gleymist eða fari forgörðum. Ég er því algjörlega ósammála að það sé „formsatriði“ eitt að styðja stjórnvaldsákvarðanir við gildandi réttarreglur. Að baki hverrar réttar- reglu eiga að búa efnisleg og skyn- samleg rök, málefnaleg sjónarmið og sanngirni. Hæstiréttur Íslands hefur í svo- nefndu Landmælingamáli dæmt þá ákvörðun ráðherra ólögmæta að flytja Landmælingar Íslands frá Reykjavík til Akraness, m.a. vegna þess að lagaheimild skorti. Vestræn ríki búa við þrískipt- ingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald. Ein grundvallarástæða þessarar þrískiptingar er sú að þessir þættir ríkisvaldsins hemji hver annan og veiti hver öðrum aðhald. Landmæl- ingadómurinn er stórmerkur þegar hann er skoðaður í þessu ljósi. Hann er „kennslubók“ fyrir framkvæmd- arvaldið í opinberri stjórnsýslu. Í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „Grundvöllur er lagður að starfi stjórnvalda með réttarreglum. Stjórnarframkvæmdin er lög- bundin. Löggjöfin er því undir- staða stjórnsýslunnar. Í lögum um stjórnarframkvæmdir og reglum, settum með heimild í þeim, eiga að koma fram helstu atriði, sem gilda um hvert svið þeirra fyrir sig. Það fer eftir mikilvægi þáttar í stjórnar- framkvæmdinni, hvernig honum er skipað. Ráðherrar fara síðan með það vald, sem löggjöfin veitir þeim, á þann hátt, sem fyrir er mælt í lögum eða ræðst af meginreglum laga og eðlilegum stjórnarháttum.“ Óboðleg stjórnsýsla Hvers vegna taldi Hæstiréttur ástæðu til að tíunda svo sjálfsagða hluti sem felast í framangreindum orðum? Að mínu mati var Hæsti- réttur ekki eingöngu að hemja lög- leysu framkvæmdarvaldsins held- ur að leiða því fyrir sjónir að slík stjórnsýsla sem kom fram í flutn- ingsmálum Landmælinga væri óboðleg skv. íslenskum stjórnsýslu- rétti. Af framagreindum orðum Hæsta- réttar dreg ég og þá ályktun að ráð- herra, hver sem hann er og hvaða Fiskistofa – formið – og fl utningurinn Finnafjörður í stál og steypu – fyrir hvern? ákvörðun sem hann kann að taka, verði, auk þess að beygja sig undir sett lög, að virða meginreglur laga og eðlilega stjórnarhætti. Þótt ráðherra sé veitt lagaheimild til ákveðinna aðgerða eða athafna verður sú ákvörðun eða fram- kvæmd að lúta framangreindum lögmálum. Löggjafarvaldið getur og ekki framselt vald sitt til geðþótta- ákvarðana. Ég vona að niðurstaða löggjafans verði ekki: „Ráðherra ákveður aðset- ur ríkisstofnana eftir smekk sínum.“ En við hverju má búast? Ég særi þingmenn til að kynna sér málið. STJÓRNSÝSLA Björn Jónsson hæstaréttarlög- maður, vinnur á Fiskistofu STÓRIÐJA Haukur R. Hauksson kennari ➜ Andmælum yfi rgangi og vanmati á landinu. Ég tek ofan fyrir bóndanum á Felli og öðrum þeim land- eigendum í Finnafi rði … ➜ Af framangreindum orðum Hæstaréttar dreg ég og þá ályktun að ráðherra, hver sem hann er og hvaða ákvörðun sem hann kann að taka, verði, auk þess að beygja sig undir sett lög, að virða meginreglur laga og eðlilega stjórnarhætti. TIMEOUT Tilboð kr. 322.980 með skemli ÞÍN STUND ÞINN STAÐUR TIMEOUT STÓLLINN Hannaður með fagurfræði og þægindi að leiðarljósi. Hönnuður: Jahn Aamodt T IMEOUT HÆGINDASTÓLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.