Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 48
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 40 FÓTBOLTI FH og Stjarnan eiga bæði leiki í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. FH- ingar mæta hvítrússneska liðinu Neman Grodno í Kaplakrika, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafnt- efli. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, á von á erfiðum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og við viljum að sjálfsögðu komast áfram í næstu umferð. En til að það gangi eftir þurfum við að eiga góðan leik á morgun (í dag),“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir að FH-ingar þurfi að varast skyndisóknir Neman Grodno. „Þeir eru mjög sterkir í skyndi- sóknum og eru góðir í að halda boltanum innan liðsins eins og er svo oft með lið frá Austur-Evr- ópu. En við náðum góðum úrslit- um í fyrri leiknum og getum farið áfram ef við spilum okkar besta leik,“ sagði Heimir, en markið sem Kristján Gauti Emilsson skoraði í Hvíta-Rússlandi gæti reynst afar dýrmætt. FH dugir því marka- laust jafntefli til að fara áfram í 3. umferð þar sem liðið mætir annað- hvort Inter Baku frá Aser baíd sj an eða sænska liðinu Elfsborg. Á Samsung-vellinum í Garðabæ mætast svo Stjarnan og skoska liðið Motherwell. Líkt og FH-ing- ar náðu Stjörnumenn í góð úrslit í fyrri leiknum. Honum lyktaði með 2-2 jafntefli, en Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk Stjörnunnar í leiknum. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálf- ari Garðbæinga, kveðst fullur til- hlökkunar fyrir leik kvöldsins: „Við erum ótrúlega spenntir fyrir þessum leik. Það seldist upp á leik- inn á þriðjudaginn og það verður örugglega gríðarleg stemmning á pöllunum.“ Rúnar segir góðar líkur á því að framherjinn Veigar Páll Gunn- arsson geti verið með í kvöld, en hann hefur glímt við bakmeiðsli undanfarnar vikur og missti af þeim sökum af leik Stjörnunnar og Fylkis á sunnudaginn var. Leikur Stjörnunnar og Mother- well hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hann verður einnig í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis. - iþs Hvít-Rússarnir eru sterkir í skyndisóknum FH og Stjarnan eru bæði í góðri stöðu fyrir seinni leiki sína í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. EINBEITTUR Heimir Guðjónsson stefnir á að komast áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skrifaði undir fjögurra ára samn- ing við Swansea í gærkvöldi eftir að standast læknisskoðun hjá lið- inu. Swansea borgar tíu milljónir punda eða jafnvirði tveggja millj- arða króna fyrir miðjumanninn sem var í láni hjá Swansea seinni hluta árs 2012. „Það er svolítið skrítið að vera nýr leikmaður á stað þar sem maður þekkir allt á alla,“ sagði Gylfi Þór við Fréttablaðið eftir undirskriftina í gærkvöldi, en helsta ástæða vistaskiptanna er sú að hann vill spila meira. „Það yrði leiðinlegt að horfa til baka eftir fótboltaferilinn og hafa eytt of miklum tíma á bekknum. Það er eflaust það versta sem knattspyrnumaður gerir að hætta þannig vonandi fæ ég bara sem flestar mínútur og flesta leiki hjá Swansea,“ sagði Gylfi sem stóð sig mjög vel hjá Swansea síðast. „Það gekk vel og það er ein af ástæðum fyrir því að ég vildi koma aftur,“ sagði hann. Ítarlegt viðtal við Gylfa Þór Sigurðsson má lesa á Vísi. - tom Gylfi Þór fái að spila meira WALES Gylfi Þór Sigurðsson heldur aftur til Swansea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Albert Brynjar Ingason má ekki spila með Fylki þegar liðið tekur á móti FH í Pepsi-deild karla á sunnudagskvöldið. Ásgeir Ásgeirs- son, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti það í samtali við Fréttablaðið í gær en það var hluti af samkomulagi félaganna þegar Albert var lánaður frá FH til Fylkis. Fyrr í mánuðinum kom í ljós að Albert Brynjar var ekki með skráðan leikamannasamning í gagnagrunni KSÍ og hefðu Fylkismenn því getað samið beint við leikmanninn. Í ljós kom að mistök voru gerð og gleymst hafði að skila inn samningi Alberts á sínum tíma. „Það hefði verið vont ef menn ætluðu að notfæra sér slík mis- tök og því var ákveðið að leysa þetta á slíkan máta að menn gætu gengið stoltir frá þessum aðstæðum,“ sagði Ásgeir en í yfirlýsingu sem félögin gáfu út í vikunni var tekið fram að upphaflegur samningur Albert hefði nú verið gerður löglegur. Ásgeir segir enn fremur að með komu Alfreðs sé ljóst að Svíinn Sad- mir Zekovic sé ekki lengur í plönum þjálfarans Ásmundar Arnarssonar. „Hann er enn samningsbundinn okkur en það er verið að finna því máli farveg,“ sagði Ásgeir. - esá Albert má ekki spila gegn FH EKKI MEÐ Albert Brynjar má ekki spila með Fylki gegn FH. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GOLF Íslandsmeistaramótið í högg- leik fer fram um helgina og sér Golfklúbbur Kópavogs og Garða- bæjar um mótið í ár. Er það gert í tilefni þess að klúbburinn heldur upp á tuttugu ára afmæli sitt en hann var stofnaður 1994. Að baki er gríðarleg vinna við að gera völlinn tilbúinn eftir erf- iðan vetur og eru enn nokkur sár á vellinum en leikmennirnir sem Fréttablaðið ræddi við í gær voru spenntir fyrir mótinu. „Þetta er alltaf stærsta vikan á árinu hjá okkur kylfingunum. Það er búið að vinna gríðarlega mikla undirbúningsvinnu hjá klúbbn- um og þetta verður bara hrika- lega gaman. Það er alltaf gaman að taka þátt í Íslandsmótinu og umgjörðin í kringum þetta er orðin mun meiri og betri,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik. Aukin samkeppni Birgir Leifur hefur lengi vel verið á meðal okkar bestu kylfinga en hann fagnar aukinni samkeppni. „Þetta er orðinn stór og breiður hópur sem er að berjast um titil- inn. Allir þessi ungu eru farnir að banka á dyrnar og eru hungraðir. Þessi völlur verðlaunar þá sem slá vel og það verður mikilvægt um helgina. Það getur hver sem er sigr- að og ég á von á jöfnu móti,“ segir Birgir Leifur en eftirminnilegt er einvígi hans og Haralds Magn- úsar Frank- líns á Korp- úlfsstöðum á síðasta ári. „Það er örugg- lega eitt skemmti- legasta Íslandsmót sem ég hef tekið þátt í. Fyrsti titill- inn sem ég hlaut í Vestmannaeyj- um var auðvitað kærkominn en að leika fyrir framan í kringum 2.000 aðdáendur var einstök upplifun.“ Birgir er á heimavelli Birgir Leifur hefur unnið mótið fimm sinnum og getur með sigri jafnað Úlfar Jónsson og Björg- vin Þorsteinsson í fjölda Íslands- meistaratitla í höggleik. Fær hann tækifæri á því að jafna þá á heimavelli en Birgir Leifur hefur verið meðlimur GKG frá árinu 2003. „Ég þarf að hitta á góðan dag og einbeita mér að sjálfum mér. Ef ég næ því og næ að spila minn leik hef ég fulla trú á því að ég verði í baráttunni. Ég hafði ekkert pælt í þessu að ég gæti náð þess- um metum fyrir nokkrum árum en þegar maður nálgast þetta er þetta að sjálfsögðu eitthvað sem maður horfir á,“ sagði Birgir sem var ánægður með framlag vallar- starfsmanna GKG. „Að mínu mati hafa vallarstarfs- mennirnir unnið kraftaverk á flöt- unum. Miðað við þær aðstæður sem þeir hafa þurft að vinna við er völlurinn í flottu ástandi.“ Ekkert forskot Sunna Víðisdóttir sýndi ótrúlegan karakter þegar hún varð Íslands- meistari í fyrra. Sunna lék illa á fyrsta degi en vann sig aftur inn í mótið og komst í þriggja manna umspil. Sunna vann síðan þriggja holu umspilið eftir mikla spennu. „Það er spennandi að koma aftur á Íslandsmótið á flottum velli og þetta verður bara gaman. Ég er orðin gríðarlega spennt fyrir þessu,“ sagði Sunna sem finnur fyrir örlítilli pressu. „Ég finn fyrir pressu en þetta er nýtt mót á nýjum velli á nýju ári og ég er ekki með neitt forskot.“ Krefjandi völlur Sunna var nokkuð ánægð með ástandið á vellinum en hún hefur leikið nokkra hringi síðustu daga til að kanna ástandið á vellinum. „Ég er búin að koma hérna í vikunni og hann lítur þokkalega út. Ég kom fyrst fyrir nokkrum vikum og vallarstarfsmennirnir eru búnir að bæta hann gríðar- lega, þetta er eins og himinn og haf. Heilt yfir er völlurinn krefj- andi, grínin eru lítil og innáhögg- in þurfa að vera nákvæm, ef það verður vindur breytist völlurinn mikið,“ sagði Sunna sem vonast til þess að reynsla hennar frá því í fyrra geti hjálpað henni. „Þetta er fjögurra daga mót og hlutirnir eru ekki búnir fyrr en á síðustu holu. Ég lærði af því í fyrra að maður á aldrei að hætta að berjast og ég get ekki beðið eftir að byrja mótið,“ sagði Sunna. kristinnpall@365.is Völlurinn er afar krefj andi Birgir Leifur Hafþórsson og Sunna Víðisdóttir eiga von á skemmtilegu Íslandsmóti um helgina þar sem þau fá tækifæri á því að endurheimta titilinn Íslandsmeistari í höggleik hjá Golfk lúbbi Kópavogs og Garðbæjar. TITILVÖRN Birgir Leifur hefur titil að verja en hann er ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Barcelona festi kaup á franska miðverðinum Jérémy Mathieu frá Valencia í gær, en Börsungar borga 20 milljónir evra fyrir leikmanninn. Mikið miðvarðarhallæri hefur verið í herbúðum Barcelona und- anfarin misseri, en Mathieu er fyrsti miðvörðurinn sem félagið kaupir síðan Úkraínumaðurinn Dmytro Chygrynskiy var óvænt keyptur frá Shakhtar Donetsk fyrir 25 milljónir árið 2009. Hinn þrítugi Mathieu er örv- fættur og getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann var fimm ár í herbúðum Valencia (2009-2014) þar sem hann lék 129 leiki og skoraði þrjú mörk. - tom Loksins keypti Barca miðvörð FRAKKI Í KATALÓNÍU Jérémy Mathieu er mættur á Nývang. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir komst í gærkvöldi í úrslit í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti ungmenna 19 ára og yngri sem fram fer í Eugene í Bandaríkjunum. Grenjandi rigning var í allan gærdag í Eugene og var brautin því rennblaut þegar hlaupið fór fram. Aníta hljóp fyrri hringinn í sínum undanúrslitariðli á 1:00,79 mínútu og var í forystu þegar rétt rúmir 600 metrar voru eftir. Þá tók Sahily Diago frá Kúbu forystuna, en fátt kemur í veg fyrir að hún verði meistari. Hún á langbesta tímann af öllum sem taka þátt. Aníta náði ekki að halda í við hópinn á síðustu 100 metr- unum og endaði í fjórða sæti á tímanum 2:04,99 sem er um fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Þetta var samt sem áður 6. besti tíminn af öllum þar sem seinni riðilinn var hægari og komst hún því nokkuð auðveldlega í úrslit. Aníta hleypur til úrslita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.