Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 40
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2 og K100,5. Auk þess er tekið mið af sölu og spilun á Tónlist.is og spilun á Spotify. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, N1 og tonlist.is LAGALISTINN TÓNLISTINN 17.7.2014 ➜ 24.7.2014 1 George Ezra Budapest 2 Sam Smith Stay with me 3 Magic! Rude 4 Sia Chandelier 5 Coldplay A Sky Full Of Stars 6 Mr. Probz Waves 7 Júníus Meyvant Color Decay 8 Nico & Vinz Am I Wrong 9 Jón Jónsson Ljúft að vera til 10 OneRepublic Love Runs Out 1 Ýmsir Fyrir landann 2 Ýmsir Pottþétt 62 3 Kaleo Kaleo 4 GusGus Mexico 5 Samaris Silkidrangar 6 Ýmsir Icelandic folk songs & other favourites 7 Low Roar 0 8 Ýmsir SG hljómplötur 9 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 10 Ýmsir Icelandic folk songs & other favourites FIMMTUDAGUR Birting lýsingar Útgefandi REG3A fjármögnun , kennitala 431213-9900, Borgartúni 27, 105 Reykjavík. REG3A fjármögnun hefur birt lýsingu, dagsetta 23. júlí 2014. Lýsingin er birt í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf útgefin af sjóðnum verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu. Lýsingin er gefin út rafrænt á íslensku. Hún er aðgengileg í tólf mánuði frá staðfestingu á vefsíðu Öldu sjóða hf., sem er rekstraraðili sjóðsins, á slóðinni www.aldasjodir.is. Nálgast má útprentuð eintök á skrifstofu útgefanda sé þess óskað. Gefin hafa verið út skuldabréf að nafnvirði 9.500.000.000 íslenskra króna og er heildarstærð flokksins hin sama. Öll skuldabréfin hafa verið seld. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í 10.000.000 kr. einingum. ISIN númer bréfanna er IS0000024313. Sótt hefur verið um að öll skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. og mun verða tilkynnt um slíkt með að lágmarki eins viðskiptadags fyrirvara. Óskað hefur verið eftir því að auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland hf. verði REG3A 14 1. Reykjavík, 24. júlí 2014. Stjórn Öldu sjóða hf. islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook „Okkur finnst svo gaman að spila, þetta band er búið til til þess að spila live, þannig erum við best,“ segir Klara Arnalds, söngkona Boogie Trouble. Sveitin kemur fram á Gamla Gauknum í kvöld en það er í fyrsta sinn sem sveitin spilar í Reykjavík síðan á Airwaves. Sveitin hefur einnig verið að vinna í nokkr- um nýjum lögum sem verða á vænt- anlegri plötu Boogie Trouble. „Við erum líka að fikta við ný cover, það gæti alveg verið að það slysist eitthvað nýtt inn í pró- grammið í kvöld.“ Nýjasta lag sveitarinnar ber nafn- ið Steinunn (Sveitin kallar) en á tón- leikunum í kvöld verður einmitt ókeypis aðgangur fyrir alla sem heita Steinunn. „Þegar við erum að semja lög þá finnst mér þægilegast að syngja lögin með einhverjum texta þótt það sé ekki kominn texti,“ segir Klara. „Það sem hentaði best í þetta skipt- ið var ljóð eftir Steinunni Sigurðar- dóttur, en síðan settum við okkar eigin texta en nafnið fékk að hanga inni. Steinunnir eru góðar konur og eiga skilið lag sér til heiðurs.“ Á tónleikunum í kvöld kemur hljómsveitin fram ásamt Soffía Björg Band en Soffía er góð vinkona krakkanna í Boogie Trouble. „Hún gerir meiri svona folk-tónlist þann- ig að þetta er gott kombó, það mun kenna ýmissa grasa,“ segir Klara en tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og kostar þúsund krónur inn. baldvin@365.is Ókeypis fyrir allar Steinunnir Hljómsveitin Boogie Trouble kemur fram á tónleikum á Gamla Gauknum í kvöld. SKEMMTILEG Á SVIÐI Sveitin er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu. MYND/AÐSEND Steinunnir eru góðar konur og eiga skilið lag sér til heiðurs. Klara Arnalds HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24. JÚLÍ Tónleikar 12.00 Jón Bjarnason organisti við Skjál- holtsdómkirkju leikur hádegistónleika á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Á efniskránni eru verk eftir J.S. Bach, Pál Ísólfsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Charles-Marie Widor. Miðaverð er 1.700 krónur. 20.00 Hljómsveitirnar Mosi Musik og Rafaella Brizuala koma fram á tónleikaröð Hlemmur Square. Eins og ævinlega er enginn aðgangseyrir. 20.00 Caput kemur fram á sumartón- leikum í Skálholti með tónleikum með yfirskriftina Tristía. Hópurinn flytur verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Huga Guðmundsson og Þorkel Sigurbjörns- son. Með Caput kemur kammerkórinn Hljómeyki fram ásamt Tui Hirv, sópran. 21.00 Drangar koma fram á Græna hattinum. Tónlistarmennirnir Mugison, Jónas Sig og Ómar Guðjónsson skipa Dranga. Miðaverð er 2.500 krónur og miða má nálgast á heimasíðu midi.is. 21.00 Reggísveitin Ribbaldarnir kemur fram á Loft Hostel. Sveitin er skipuð sjö ungum drengjum sem spila sólskins- reggí, þýsk danslög og það sem þeim dettur í hug en þeir eru þekktir fyrir einstaklega líflega sviðsframkomu. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka- stíg 8. Aðgangur er ókeypis. Sýningar 09.00 Á sýningunni Villt hreindýr á Íslandi sem er í Flóanum í Hörpu er hægt að sjá og fræðast um hreindýr og líf þeirra. Hreindýrasýningin er full- komin blanda menningar, náttúru og tækninýjunga og er mikil upplifun fyrir alla aldurshópa. Aðgangseyrir er 1.900 krónur. 14.00 Sirkus Íslands er staddur með tjaldið Jökla á Akureyri. Sýningin S.I.R.K.U.S. er sett saman með yngri börnin í huga en þó ekki á kostnað eldri áhorfenda. Hún er klukkutími og er miðuð við leikskólaaldur. Miðverð er 2.500 krónur. 17.00 Sirkus Íslands er staddur með tjaldið Jökla á Akureyri. Heima er best er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjölskyldan nýtur þess að horfa á ótrúlega leikni listamanna Sirkuss Íslands. Miðaverð er 3.000 krónur. 17.00 Lokahátíð Skapandi sumarstarfa í Garðabæ. Listhóparnir sýna afrakstur sumarsins á skemmtilegan hátt í nýja bílakjallaranum á Garðatorgi. 19.00 How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning sem leikin er á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigur- jónssyni. Miðaverð er 4.200 krónur og sýningin fer fram í Kaldalóni í Hörpu. 20.00 Spor Guðjóns Samúelssonar í Hafnarfirði. Pétur H. Ármannsson arkitekt leiðir göngu þar sem sérstak- lega verður hugað að þeim byggingum sem Guðjón teiknaði og finna má í Hafnarfirði, en þar á meðal eru Sankti Jósefsspítali, fyrsti áfangi Flensborgar- skólans og elsti hluti húss Hafnarborgar. Gangan hefst í Hafnarborg. 20.00 Leiðsögn hefst kl. 20 við inngang Ásmundarsafns við Sigtún. Í tilefni af göngunni er verður opið í Ásmundar- safni til kl. 22 en þar stendur yfir sýningin Ásmundur Sveinsson– Meist- arahendur þar sem gefur að líta verk sem spanna langan feril listamannsins. Leiðsögnin hefst, eins og áður segir, kl. 20 við inngang safnsins. Uppákomur 20.00 Druslugangan efnir til allsherjar fögnuðar á Brikk þar sem Reykjavíkur- dætur ásamt Ásdísi Maríu og Halldóri Eldjárn munu frumflytja lagið D.R.U.S.L.A. en einnig verður hægt að festa kaup á glæsilegum drusluvarningi og styðja þannig gönguna og þolendur kynferðisofbeldis. 21.00 Skemmtikvöld Lollu og Steina með bingóívafi. Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Þorsteinn Guðmundsson skemmta bæjarbúum í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ. Dagskráin samanstendur af uppistandi, upplestri, leikþáttum, tónlist, gríni og glensi. Miðaverð er 2.500 krónur. 22.00 DJ Yamaho spilar oldschool hiphoptónlist á Prikinu. Yamaho er þekkt fyrir hiphopsettin sín sem þykja einstaklega góð. Ókeypis inn. Leikrit 20.00 Leikverkið Ræflavík hefur fært sig til Reykjavíkur og verður sýnt í Tjarnarbíói. Leikritið Ræflavík er byggt á breska verðlaunaleikritinu Punk Rock eftir Simon Stephens og er hér sett upp í staðfærslu og leikgerð Jóns Gunnars og Norðurbandalagsins. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. „Ég er nýkomin inn í þennan skóla ásamt kærastanum mínum sem er fiðluleikari,“ segir hin unga og efnilega Hrafnhildur Marta Guð- mundsdóttir sellóleikari, en hún komst nýverið inn í Jacob’s School of Music við Indiana-háskóla. Hrafnhildur hefur spilað á selló síðan hún var lítil en hún kynntist kærasta sínum, Guðbjarti Hákon- arsyni, þegar þau voru bæði í tónlistarnámi við Lista háskóla Íslands. „Við sóttum um í Kaupmanna- höfn og Bandaríkjunum og kom- umst bæði inn í báða skólana,“ segir Hrafnhildur glöð í bragði. „Við ákváðum síðan bara að stökkva í djúpu laugina og fara til Bandaríkjanna.“ Hrafnhildur og Guðbjartur hafa spilað mikið saman og í sumar fengu þau það verkefni hjá Skap- andi sumarstörfum að spila tónlist úti á götum í miðbænum sem Dúett- inn Par. „Við spiluðum líka á Hrafn- istu, Grund, Grensás og Hlíðarbæ sem er heimili fyrir heilabilaða,“ segir Hrafnhildur. „Okkur langaði líka að fara með tónlistina til þeirra sem ekki geta verið úti á götu.“ Hrafnhildur heldur styrktar- tónleika í kvöld í Dómkirkjunni fyrir skólagjöldunum úti en þar mun ekki verða neinn aðgangseyr- ir heldur aðeins tekið á móti frjáls- um framlögum. „Það eru margir að nota klósett- pappír og sælgætissölu fyrir fjár- öflun en ég ákvað bara að bjóða fólki upp á tónleika í staðinn,“ segir Hrafnhildur og hlær en tónleik- arnir hefjast klukkan 20.00 í Dóm- kirkjunni. baldvin@365.is Stekkur í djúpu laugina Hrafnhildur Marta er efnilegur sellóleikari sem komst nýverið inn í stóran tón- listarskóla í Bandaríkjunum. Hún heldur styrktartónleika í Dómkirkjunni í kvöld. HRAFNHILDUR MARTA Safnar fyrir náminu með tónleikum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.