Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 42
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 34 Leikkonan Anna Paquin er 32 ára í dag. Helstu myndir: The Piano, Jane Eyre, X-Men og X-Men: Days of Future Past. Afmælisbarn dagsins Hercules, ævintýramynd Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Irina Shayk, John Hurt, Ian McShane, Joseph Fiennes og Rufus Sewell Aldurstakmark: 12 ára 7,2/10 FRUMSÝNINGTÓNLEIKAR Í BÍÓ STIKLA FRUMSÝND Í DAG Stikla úr kvikmyndinni Fifty Shades of Grey verður frumsýnd í dag en myndin sjálf verður frumsýnd 14. febrúar, á sjálfan Valentínusar- daginn, á næsta ári. Svo virðist sem söngkonan Beyoncé eigi að minnsta kosti eitt lag í kvikmyndinni en hún gaf það í skyn á Instagram- síðu sinni fyrir stuttu. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir E. L. James og í aðalhlut- verkum eru Jamie Dornan og Dakota Johnson. Tónleikamyndin Where Are We, sem tekin var upp á samnefndu tónleika- ferðalagi One Direction, verður sýnd í Smárabíói helgina 11. og 12. október. Miðasala á myndina hefst 28. júlí en strákasveitin er ein sú vinsælasta í heiminum og er skipuð þeim Harry, Liam, Zayn, Louis og Niall. HEIMSFRUMSÝNING Í TORONTO Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leik- stjórn Ed Zwick, verður heimsfrum- sýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Toronto í Kanada. Hátíðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistar- ann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og var Sagafilm hópnum innanhandar. Rob Lowe fer með eitt af aukahlutverk- unum í Sex Tape en hann lenti sjálfur í kynlífsmyndbandaskandal árið 1989, eins og margar stjörnur hafa lent í. Myndband af honum að stunda kynlíf með tveimur konum lak til fjölmiðla en önnur konan var sextán ára og hin 22 ára. Var myndbandið tekið upp kvöldið fyrir fund demókrata en á þessum tíma var Rob dyggur stuðningsmaður Michaels Dukakis. Þá lak annað myndband einnig á netið. Þar sást Rob með vini sínum, Justin Moritt, stunda kynlíf og munnmök með bandarískri fyrirsætu að nafni Jennifer í hótelherbergi í París. Sú upptaka var ein af fyrstu kynlífs- myndböndunum sem voru seld á opnum markaði og skartaði stjörnu í „aðalhlutverki“. Ímynd Robs bauð hnekki en innan nokkurra ára náði hann að bæta hana og gerði meira að segja grín að þessu öllu saman í skemmtiþættinum Saturday Night Live. Lenti í kynlífsmyndbandaskandal Spéfuglinn Will Ferrell verður heiðraður á bandarísku kvik- myndahátíðinni Deauville í Frakklandi sem haldin verður frá 5. til 15. september. Hátíð- arhaldarinn Bruno Barde segir Will vera konung bandarísks gríns. „Bandaríska kvikmyndahá- tíðin Deauville er, eins og nafnið gefur til kynna, hátíð fyrir alls kyns kvikmyndir, af hverju tagi og því er ekkert utan seilingar,“ segir Bruno. Hann gengur svo langt að líkja Will við bandarísku gríngoð- sögnina Jerry Lewis og segir þá báða alltaf hafa gengið of langt í gríni og því verið unun fyrir áhorfendur að fylgjast með. Will sló fyrst í gegn í grín- þættinum Saturday Night Live um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur hann leikið í myndum á borð við Old School, Anchorman: The Legend of Ron Burgundy, Talladega Nights, Stranger than Fiction, The Other Guys og Anchorman2: The Leg- end Continues. Þá hefur hann tvisvar hlotið American Comedy-verðlaun- in, tvisvar verið tilnefndur til Golden Globe-verðlaunanna og tvisvar til Emmy-verðlaunanna. Hann er talinn tilheyra svo- kölluðum Frat Pack sem saman- stendur af grínleikurum sem slógu í gegn seint á tíunda áratug síðustu aldar og snemma á 21. öldinni. - lkg Heiðraður í Frakklandi ÓBORGANLEGUR Will á farsælan grínferil að baki. FLIPPUÐ Tilraun hjónanna til að krydda kynlífið fer á versta veg. Kvikmyndin Sex Tape var frum- sýnd á Íslandi í gær en í henni leika Jason Segel og Cameron Diaz hjón sem hafa verið gift í áratug og eiga tvö börn. Þau ákveða að gera kyn- lífsmyndband til að blása smá lífi í hjónabandið en það endar með ósköpum. Jay, karakter Jasons, deilir óvart myndbandinu með öllum sem þau þekkja, og jafnvel fólki sem þau þekkja ekki og reyna hjónin allt til að fjarlægja myndbandið af netinu. Myndin hefur ekki fengið góða dóma gagnrýnenda og þénaði aðeins fimmtán milljónir dollara um frum- sýningarhelgina í Bandaríkjunum, tæpa tvo milljarða króna. Er þetta ein versta frumsýn- ingarhelgi myndar með Cameron Diaz í aðal- hlutverki en mynd- in kostaði um fjöru- tíu milljón- ir dollara í framleiðslu, um fjóra og hálfan millj- arð króna. Myndin er framleidd af Sony Pict- ures og segir Rory Bruer hjá fyrir- tækinu að titill myndarinnar gæti hafa sett strik í reikninginn. „Við gerðum sæta, fyndna, róman- tíska gamanmynd með stjörnum sem við elskum en titillinn er ruglandi fyrir suma,“ segir hann í viðtali við Hollywood Reporter. Myndin var í fjórða sæti yfir aðsóknarmestu myndirnar á frum- sýningarhelginni. Í fyrsta sæti var Dawn of the Planet of the Apes, í öðru The Purge: Anarchy og í því þriðja var fjölskyldumyndin Planes: Fire and Rescue. liljakatrin@frettabladid.is Sony kennir nafninu um Gamanmyndin Sex Tape var frumsýnd á Íslandi í gær. Cameron Diaz og Jason Segel fara með aðalhlutverkin en myndin þénaði aðeins fi mmtán milljónir dollara um frumsýningarhelgina vestan hafs, tæpa tvo milljarða. Við gerðum sæta, fyndna, rómtantíska gamanmynd með stjörnum sem við elskum en titillinn er ruglandi fyrir suma. Rory Bruer 4,9/10 36/100 20/100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.