Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 4
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 EFNAHAGSMÁL Litháen fékk í gær síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru um næstu áramót. Land- ið verður nítjánda aðildarríki Evr- ópusambandsins (ESB) til að taka upp sameiginlega mynt sambands- ins. Algirdas Butkevicius, forsætis- ráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum. Utanríkisráð- herrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evru- svæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen er síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. - aí Litháar fá nýjan gjaldmiðil: Evran ekki bara hlutur úr málmi ÁFANGANUM FAGNAÐ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP ÚKRAÍNA Tvær úkraínskar herþotur voru skotnar niður á flugi yfir aust- urhluta Úkraínu í gær. Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Úkraínu segir að flugmenn vélanna hafi komist lífs af. Þoturn- ar voru skotnar niður skammt frá rússnesku landamærunum, á sömu slóðum og malasíska farþegaþotan sem var skotin niður í síðustu viku. Aðskilnaðarsinnar lýsa yfir ábyrgð á verknaðinum. Þoturn- ar voru skotnar niður með flug- skeytum frá jörðu með sam- bærilegum hætti og malasíska farþegaþotan. Þá hafa fregnir borist af því að í gær hafi úkraínsk yfirvöld skotið niður rússneskan dróna í Dónetsk- héraði. Yfirvöld sögðu drónann hafa verið notaðan af aðskilnaðar- sinnum til að fylgjast með svæðinu. Samkvæmt Washington Post er ekkert lát á átökum aðskiln- aðarsinna og úkraínska hersins. Sprengjur og skothvellir heyrðust víða í Dónetsk á þriðjudag er fylk- ingarnar tókust á. - ssb Ekkert lát virðist vera á átökum úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna sem vilja sameinast Rússlandi: Tvær herþotur skotnar niður yfir Úkraínu FALLNIR HERMENN Átök hafa verið hörð í Dónetsk-héraði. Hér sjást látnir úkraínskir hermenn sem féllu í átökum við aðskilnaðar- sinna á þriðjudag. MYND/AP AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ 43 friðlönd og friðlýst búsvæði voru á Íslandi árið 2011. Árið 1940, eða 71 ári áður, var aðeins eitt slíkt til. NÁTTÚRA Umhverfismálaráð Bol- ungarvíkur leggur til að fram- kvæmdaleyfi verði gefið út til dýpkunar Ósár. Þessi ákvörðun var tekin að fenginni umsögn Náttúrustofu Vestfjarða. Þetta kom fram á fundi ráðs- ins í gær. Óskað var eftir fram- kvæmdaleyfi fyrir dýpkun árinn- ar, neðan neðstu brúar, vegna vatnsstöðu hennar. Hún er nú orðin allt að einum og hálfum metra hærri en vanalegt er á þessum tíma. Landeigendur og veiðiréttar- hafar hafa samþykkt fram- kvæmdina en beðið er eftir samþykki Fiskistofu fyrir fram- kvæmdinni. Fáist það verður framkvæmdaleyfi staðfest. - nej 1,5 metrum hærri en vanalega: Vilja dýpka Ósá BANDARÍKIN, AP Lögregla í Massa- chusetts í Bandaríkjunum hand- tók í gær mann sem hafði í fórum sínum níu millimetra Ruger- skammbyssu sem notuð var við dráp á lögregluþjóni í tengslum við sprengjuárásirnar í maraþon- hlaupinu í Boston í apríl í fyrra. Maðurinn, Stephen Silva, var handtekinn í tengslum við heróín- sölu. Hann er sagður vinur Dzhok- ahar Tsarnaev sem er í haldi vegna hryðjuverkaárásanna. Bróðir Dzhokahars, Tamerlan Tsarnaev, lést í skotbardaga við lögreglu nokkrum dögum eftir árásirnar á maraþonhlaupið. - óká Áfangi í hryðjuverkarannsókn: Gripinn með notaða byssu SJÁVARÚTVEGUR Nýr sextíu metra viðlegukantur við Norðfjarðar- höfn var vígður á þriðjudag þegar skipið Birtingur NK lagðist upp að. Stækkun stendur yfir á höfn- inni um þessar mundir til að gera hana rýmri fyrir stærri skip. Frá þessu er greint í frétt á vef Síldarvinnslunnar hf. Norðfjarð- arhöfn hefur undanfarin ár verið ein umsvifamesta höfn landsins og hefur yfir tvö hundruð þúsund tonnum verið landað í höfninni. Það sem af er ári hefur 97 þús- und tonnum verið landað í Norð- fjarðar höfn. - bá Norðfjarðarhöfn stækkuð: Nýr kantur við höfnina vígður Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá KÖFLÓTT OG MILT Suðlægar áttir enn ríkjandi næstu daga með mjög mildu veðri og úrkomu með köflum víða einkum sunnan og vestan til. Á laugardag verður yfirleitt hæg breytileg átt og áfram heldur milt í veðri um helgina en víða skúrir inn til landsins. 13° 5 m/s 14° 7 m/s 14° 8 m/s 12° 9 m/s 3-8 m/s. Hæg vestlæg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 28° 35° 29° 29° 20° 26° 25° 25° 25° 25° 27° 32° 32° 29° 24° 28° 25° 28° 14° 4 m/s 16° 3 m/s 21° 2 m/s 17° 3 m/s 19° 2 m/s 18° 3 m/s 11° 8 m/s 14° 14° 12° 11 14° 17° 19° 15° 16° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN FAGURT STÆÐI Bolungarvík er fallegt bæjarpláss. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HAMFARIR „Menn átta sig ekki á þessu fyrr en um tvöleytið á þriðjudag þegar landvörður frá okkur kemur inn að Víti,“ segir Hjörleifur Finnsson, þjóðgarðs- vörður á norðursvæði Vatnajökuls- þjóðgarðs. Gríðarlegt berghlaup, sem talið er það allra stærsta síð- ustu áratugi, féll í Öskjuvatn seint á mánudagskvöld. Lokað hefur nú verið fyrir umferð að norðausturhluta Öskju- vatns, þeim hluta sem snýr að Víti. Heimilt er þó að ferðast að Öskju. Að sögn Hjörleifs er svæðið þar sem skriðan féll utan alfaraleiðar og var því ekki þörf á að loka sér- staklega fyrir umferð þar. „Venjulega væri þar lítil eða engin umferð,“ segir Hjörleifur. „Það eru kannski tveir á ári sem ganga hringinn á toppunum, þann- ig að það eru litlir hagsmunir í húfi þótt það sé bannað.“ Skriðan féll í suðausturhluta vatnsins og olli mikilli flóðbylgju sem gekk allt að 120 metra upp fyrir yfirborð vatnsins og náði inn í Víti. Mikil mildi þykir að enginn var þarna á ferð þegar skriðan féll en mikið er jafnan um ferðamenn á svæðinu á þessum árstíma. Hjörleifur hefur eftir Ármanni Höskuldssyni jarðfræðingi, sem skoðaði ummerki skriðunnar á þriðjudag, að um 24 milljónir rúmmetra hafi fallið í vatnið hið minnsta. Alls hafi landfall í skrið- unni getað numið 50 til 60 milljón- um rúmmetra. Vísindamenn á vegum Veður- stofunnar og Háskóla Íslands mættu á vettvang í gærkvöldi til að kanna umfang og orsakir skrið- unnar. Enn er óljóst hvað nákvæm- lega olli skriðunni en talið er að snjóbráð á svæðinu hafi mögulega hrint henni af stað. Lokunin að Öskjuvatni gildir að minnsta kosti til morguns, en þá á niðurstaða vísindamannanna að liggja fyrir um það hvert umfang skriðunnar er og hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. bjarkia@frettabladid.is Vísindamenn skoða orsakir skriðunnar Stærsta berghlaup landsins síðustu áratugi varð við Öskjuvatn á mánudagskvöld. Lokað er fyrir umferð að vatninu á meðan umfang skriðunnar er rannsakað. GRÍÐARLEGT LANDFALL Talið er að 24 milljónir rúmmetra af jarðefnum hafi fallið í vatnið. MYND/JARA FATIMA BRYNJÓLFSDÓTTIR 50-60 milljón rúmmetrar af jarðefnum eru taldir hafa verið í skriðunni í Öskju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.