Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 12
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | Utanríkisráðherra er ósammála Ég held að það séu röng skilaboð að einangra ákveðið ríki og taka ekki samtalið við það um þær aðferðir og aðgerðir sem þeir grípa til. Hvort sem það eru Ísraelar eða Íranir eða Rússar núna varðandi Úkraínu. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, í viðtali við RÚV JÚLÍ 2014 Samfylkingin vill viðskiptaþvinganir Árni Páll Árnason, formaður Samfylking- arinnar, vill að ríkis stjórnin kanni hvort unnt sé að ná samstöðu meðal helstu samstarfslanda Íslands um að Ísrael verði kynnt að yfir vofi slit á stjórnmálasambandi verði hernaðarað- gerðum þeirra á Gasa ekki hætt þegar í stað. Samfylkingin vill líka að ríkisstjórn- in hafi frumkvæði að því að leggja til viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. Félagið Ísland-Palestína krafðist að sam- skiptum við Ísraelsstjórn yrði slitið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkis- ráðherra, var ekki á sama máli í viðtali við Fréttablaðið. Hún sagði slíkt ekki gert nema framferði ríkis væri farið að valda öðru ríki beinu tjóni. Ísland hefði ekki slitið sambandi við Suður-Afríku aðskilnaðarstefnunnar, eða Júgóslavíu undir Milosevic. MAÍ 2004 Hvað er nú til ráða? Nú beini ég spurningu til félagsins [Íslands- Palestínu] og þætti vænt um að fá svar. Hvað er nú til ráða annað en mótmæla hástöfum? Hvað geta Íslendingar gert? Sjálfur er ég farinn að hallast að því að rétt sé að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Ögmundur Jónasson þingmaður á heimasíðu sinni NÓVEMBER 2006 Engir smámunir Ríki hafa sætt refsiaðgerðum og einangrun fyrir smámuni miðað við það sem Ísrael ber ábyrgð á. Það er ekki síður ástæða til að beita slíkum aðgerðum gegn Ísraels- mönnum en Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna, í Fréttablaðinu JANÚAR 2009 Yfirlýsing ljóðskálda Með afskiptaleysi sínu er ríkisstjórn Íslands í raun að samþykkja framferði Ísraelsmanna á hendur Palestínumönnum. Þögn er sama og samþykki. Íslensk ljóðskáld sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau fordæmdu fjöldamorð Ísraelsmanna á Gasasvæðinu og hvöttu íslensk stjórnvöld til að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael JANÚAR 2003 Ber að virða alþjóðalög Ef Ísraelsstjórn virðir ekki alþjóða- lög og grundvallar- mannréttindi er réttmætt að hún finni fyrir því að slíkt verður ekki liðið. Þá er rétt að fylgja mótmælum eftir með því að hætta viðskiptum við Ísrael og slíta stjórnmálasambandi, á meðan Ísraelsstjórn fer ekki að lögum. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína, í aðsendri grein í Morgunblaðinu ÍSRAELSKIR HERMENN Ísraelskir hermenn halda á þjóð- fána sínum á ferð í skrið- dreka sínum á Gasasvæð- inu. Margir Íslendingar vilja slíta stjórnmála- sambandi við Ísrael. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 2003–2014 ÍSLAND OG KRAFAN UM AÐ STJÓRNMÁLASAMBANDI VIÐ ÍSRAEL VERÐI SLITIÐ NÓVEMBER 2012 Sex þingmenn álykta Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að slíta öll stjórn- málatengsl við Ísraelsríki, leggja bann við innflutningi á ísraelskum vörum og hvetja ríkisstjórnir annarra Norðurlanda til hins sama. Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari, Lilja Móses- dóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Atli Gíslason og Bjarkey Gunnarsdóttir lögðu fram þingsályktunartillögu um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og bann við innflutningi á ísraelskum vörum. DESEMBER 2008 Ekki beint tjón vegna framferðis Ísraels Yfir sex þúsund Íslendingar höfðu í gær sett nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem skorað er á stjórn- völd að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael vegna nýjustu atburða á Gasasvæðinu sem hafa kostað fjölda manns lífið. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að ef stjórnvöld myndu slíta sambandi við Ísrael yrði það fyrst og fremst táknræn yfirlýsing. Viðskiptaþvinganir eða jafnvel viðskiptabann hefði meiri áhrif. „Ég held að þetta kæmi verst niður á frjálsum félagasamtökum sem starfa á svæðinu, til dæmis á fólki sem er að fara á vegum Íslands-Palestínu,“ segir Silja Bára aðspurð. „Í friðargæslunni höfum við síðustu árin fært áherslur okkar frá Balkanskaga yfir til Pal- estínu og þetta myndi væntanlega hafa slæm áhrif á það starf. Þó að við viljum styðja Palestínu þá er Palestína undir ísraelsku hernámi og fólk þarf að fá áritun þar til að búa í Palestínu. Þetta lokar á þann möguleika,“ segir hún. „Ef þú ætlar að slíta stjórnmálasamstarfi þarftu að íhuga hvort það er ekki verið að slíta samstarfi á öðrum sviðum. En mér finnst gott að stjórnvöld skoði samstarfið við Ísrael og athugi hvar hægt sé að beita þrýstingi.“ Margir vilja slíta samstarfi við Ísrael Yfir sex þúsund Íslendingar skora á stjórnvöld á undirskriftalista á netinu að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Þessi krafa hefur komið upp hér á landi með reglu- legu millibili í gegnum árin en ráðamenn hafa aldrei viljað ganga þetta langt. Ísland hefur einu sinni slitið stjórnmálasambandi við annað ríki. Það var árið 1976 þegar stjórnmálasambandi við Bretland var slitið vegna landhelgisdeil- unnar. Sendiherrar ríkjanna fóru til síns heima en ræðissambandi Íslands og Bretlands var ekki slitið. Norðmenn tóku að sér að annast málefni sendiráðs Íslands í Bretlandi og Frakkar gegndu sama hlutverki fyrir Breta hér á landi. Síðar sama ár var stjórn- málasambandið endurnýjað eftir að samningar tókust á fundi í Ósló. ➜ Slitu stjórnmálasam- bandi við Bretland Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is 2014 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Sam- fylkingarinnar, telur að slíta eigi stjórnmála- sambandi við Ísrael. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að skoða þurfi hvort sambands- slit komi til greina. Fylgjandi sambands- slitum við Ísrael En ég sé ekki að það þjóni neinum tilgangi að Ísland slíti einhliða sambandi sínu við Ísrael. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra ASKÝRING | 12 SLIT Á STJÓRNMÁLASAMBANDI GÆTU BITNAÐ Á FRIÐARGÆSLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.