Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 54
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 Morgunheilsusafinn er minn uppáhalds sem ég blanda mér og í honum er engifer, gúrka, sítróna, kókosvatn, spínat og chia-fræ. Besta startið fyrir daginn. Sigrún Lilja, hönnuður Gyðju Collection DRYKKURINN Kvikmyndin Time Out of Mind, sem framleidd er af hinni íslensku Evu Maríu Daniels og skartar Rich- ard Gere í aðalhlutverki, er meðal þeirra fjörutíu sem hafa nú verið til- kynntar til sýninga á Toronto Inter- national Film Festival, einni stærstu kvikmyndahátíð heims. Kvikmynd- in verður heimsfrumsýnd á opn- unarhelgi hátíðarinnar, en aðrar heimsfrumsýningar á hátíðinni verða á myndum á borð við Love & Mercy með John Cusack í aðalhlut- verki, While We Were Young með Ben Stiller og Naomi Watts í aðalhlutverki og nýjasta kvikmynd Chris Rock, Top Five. Time Out of Mind er eftir hinn virta handritshöfund Oren Moverman, sem kemur einnig til með að leikstýra myndinni, þar sem Richard Gere leikur heimilislausan mann í New York. „Það var alveg meiri háttar að vinna með Richard. Hann er hreint út sagt yndislegur og hann veitir manni mikinn innblástur,“ segir Eva María um samstarfið. „Það er hrein unun að vera í návist hans og horfa á hann vinna,“ útskýrir hún. „Það er einnig mikill heið- ur að komast í heimsfrum- sýningu á kvikmynda- hátíð eins og í Toronto og við erum í skýjun- um yfir því að vera að sýna á opnunarhelgi hátíðarinnar.“ - ósk Eva María og Richard Gere til Toronto Eva María Daniels framleiddi kvikmyndina Time Out of Mind með Richard Gere í aðalhlutverki. ÁNÆGÐ MEÐ SAMSTARFIÐ Eva María segir meiri háttar að vinna með Richard Gere. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þetta er æfingahópur sem er opinn öllum og við æfum á morgn- ana í Reykjavík,“ segir Rakel Eva Sævarsdóttir íþróttakona. Hún stýrir æfingahópi sem er nýr af nálinni og kallast hópurinn Áform. „Ég er nýkomin frá Cambridge í Massachusetts þar sem ég tók þátt í íþróttahópi undir yfirskriftinni November Project og má segja að það sem ég sé að gera sé í líkingu við það sem ég kynntist úti,“ segir Rakel Eva. Hópurinn sem Rakel Eva var í var stofnaður af tveimur félögum hennar þegar hún var við nám í Cambridge, fyrir um tveim- ur árum. „Þeir félagar vildu finna sér leið til þess að halda sér í formi allt árið um kring, fyrir engan pening og hafa líka gaman,“ bætir Rakel Eva við. November Project er nú í sautj- án borgum í Bandaríkjunum og í Kanada. „Eftir að hafa verið í November Project í smá tíma gat ég hlaupið Boston-maraþonið.“ Hún segir að ekki sé hægt að líkja umræddum íþróttahópi við crossfit eða því um líkt. „Þetta er og verður alltaf frítt. Eina skil- yrðið fyrir fólk til þess að mæta er bara að það hafi áhuga á að hreyfa sig, formið skiptir ekki máli. Ég held bara utan um hóp- inn og vil fá alls konar fólk til að mæta.“ Hópurinn hittist síðast í gær og æfði í tröppunum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands en þetta var í þriðja sinn sem hópur- inn hennar Rakelar Evu hittist. Hún ætlar ekki að láta íslenska veðurfarið hafa áhrif á íþrótta- iðkunina og ætlar að æfa í öllum veðrum. „Ég ætla ekki að láta veðrið hafa nein áhrif. Við æfðum í öllum veðrum í Bandaríkjunum, Ætla að hreyfa sig í öllum veðrum– alltaf Rakel Eva Sævarsdóttir heldur utan um íþróttahóp sem ætlar að æfa úti í öllum veðrum og kostar ekkert að vera í. Eina skilyrðið er að fólk hafi áhuga á að hreyfa sig. Í HÖRKUFORMI Rakel Eva heldur utan um íþróttahópinn Áform. MYND/EINKASAFN Um er að ræða íþróttahóp sem Brogan Graham og Bojan Mandaric stofnuðu í Boston árið 2011. Þeir vildu finna leið til þess að halda sér í formi allt árið um kring, fyrir engan pening og hafa líka gaman af. November Project hópar eru nú starfræktir í sautján borgum í Bandaríkjunum og Kanada. Hóparnir fara af stað klukkan 6.30 á morgnana og eru hundruð manna sem sprikla í November Project- hópum á mismunandi stöðum. Æfingarnar standa í þrjátíu til fjörutíu mínútur í senn. Æfingar eru alls kyns, eins og ýmis hlaup, styrktar- æfingar eins og armbeygjur, Burpees og margt fleira. November Project Eftir að hafa verið í November Project í smá tíma gat ég hlaupið Boston-mara- þonið. Rakel Eva Sævarsdóttir „Við erum að klára upptökur þessa dagana, það er bara smotterí eftir og við vonumst til þess að geta gefið út nýja plötu í haust,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngv- ari hljómsveitarinnar Valdimars. Sveitin frumflytur nýtt myndband við lagið Læt það duga á Vísi í dag en lagið er fyrsta smáskífu- lagið sem lítur dagsins ljós af væntanlegri plötu. „Kristinn Guð- mundsson tók upp myndbandið og hinn ótrúlega myndarlegi Atli Þór Annelsson leikur stórleik í myndbandinu,“ segir Valdimar en myndbandið sýnir einnig sveitina að störfum í hljóðveri. Þeir félagar hafa mikið verið í hljóðveri síðan í janúar. „Þetta mikla rigningarsumar hefur lítið farið í okkur, við höfum verið svo mikið inni í stúdíói,“ bætir Valdimar við. Hann segir nýju plötuna vera ögn bjartari, léttari en jafnframt rólegri en fyrri plötur. „Ásgeir keypti sér kassagítar fyrir upptökurnar og það gæti verið að kassagítar- inn lýsi efnið upp,“ segir Valdi- mar og hlær, en kassagítar er að finna í lögum sveitarinnar í fyrsta sinn á þessari plötu. Sveitin hefur í hyggju að koma fram á nokkrum tónleikum seinni partinn í ágúst. - glp Valdimar með nýtt myndband Hljómsveitin leggur lokahönd á nýja plötu sem er væntanleg með haustinu. Þetta mikla rigningar- sumar hefur lítið farið í okkur, við höfum verið svo mikið inni í stúdíói. Valdimar Guðmundsson þó það hafi verið tuttugu stiga frost. Fólk klæðir sig bara vel og hefur gaman,“ segir Rakel Eva og hlær. Þeir sem vilja komast í æfinga- hóp Rakelar Evu, geta haft sam- band í gegnum Facebook-síðu undir nafninu Áform og þar er hægt að nálgast upplýsingar. gunnarleo@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.