Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.07.2014, Blaðsíða 8
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SJÁVARÚTVEGUR Makrílveiðar hafa gengið vel það sem af er vertíðinni, sem hófst fyrir um það bil mánuði. Mikil vinna hefur skapast við að vinna makrílinn. Unnið er löngum stundum í Neskaupstað, þar sem Síldarvinnslan er, í Vestmannaeyj- um og víðar. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, eða Binni í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, segir að það séu upp- grip í Eyjum þessa dagana. Næga vinnu sé að fá. „Þetta er ansi mikið ungt fólk sem er í skólum á vet- urna. Það er sjálfsagt mest svoleið- is,“ segir hann spurður um sumar- starfsmennina. Binni segir að Vinnslustöðin sé nú þegar búin að veiða rúmlega sex þúsund tonn af tólf þúsund tonna kvóta sem fyrirtækið fékk úthlutað. Sennilegt sé að fyrirtækið fái tvö þúsund tonn í viðbót. Það þýðir að Vinnslustöðin fær 10% af heildar- makrílkvóta Íslendinga. Hafrannsóknaskipið Árni Frið- riksson er þessa dagana í makríl- leit og var djúpt suðaustur af land- inu, þegar Fréttablaðið náði tali af áhöfninni í gær. Sveinn Sveinbjörns- son, leiðangursstjóri á skipinu, segir að búð sé að fara um Norðurlandið og Austfirðina og um Suðausturland. Hann segir að það hafi ekki sést mikið við norðanvert landið. „Við erum að sjá meira af makríl fyrir Austurlandi og Suðausturlandinu.“ Árni Friðriksson mun svo rann- saka meira undan Suður- og Suð- vesturlandi og Sveinn segir ekki hægt að segja til um stöðu makríl- stofnsins fyrr en ferðinni er lokið. Þá verði hægt að fá heildarmynd af stöðunni. Ferðin á Árna Friðrikssyni hófst ellefta júlí og reiknað er með að henni verði lokið ellefta ágúst. Þá verður farið í leiðangur í græn- lenskri lögsögu. „Grænlending- ar leigja skipið í tólf daga,“ segir Sveinn. jonhakon@frettabladid.is Búnir að veiða um helming af kvóta Makrílveiðar ganga vel samkvæmt upplýsingum frá útgerðarmönnum og skólafólk hefur nóg að gera í fiskvinnslu. Hafrannsóknastofnun er við leit suður af landi. VIÐ LEIT Árni Friðriksson er suður af landinu í rannsóknarleiðangri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þetta er ansi mikið ungt fólk sem er í skólum á veturna. Það er sjálfsagt mest svoleiðis. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga er nýr framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 3 4 9 8 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. SKOÐAÐU ÞIG UM Á LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 FLESTIR AÐRIR LÁTA INTERNETIÐ DUGA landrover.is 2014 DISCOVERY TAÍVAN Farþegaþota á vegum flug- félagsins TransAsia hrapaði í lend- ingu og um fimmtíu manns létust, farþegar og áhafnarmeðlimir. Þegar slysið varð var verið að gera aðra tilraun til að lenda þot- unni á Magong-flugvelli í vestur- hluta Taívan. Mikið óveður hefur geisað á svæðinu. Skólum og opinberum byggingum var lokað vegna veður- hamsins sem hófst á þriðjudag en búist var við að veðrinu myndi slota seint á miðvikudag. Flugumferð til og frá Taívan var stöðvuð vegna óveðursins og þá lágu lestarsamgöngur niðri um hríð. Flugvélin var á leið frá höfuð- borginni Taípei og til eyjarinnar Penghu. Eyjan er staðsett á milli Taívan og meginlands Kína. Í flugvélinni voru 54 farþegar og fjórir áhafnarmeðlimir. Vélin fannst í ljósum logum og vann slökkvilið að því að ráða niðurlögum eldsins og bjarga þeim fáu sem lifðu af úr flaki vélarinnar. - ssb Vonskuveður veldur hörmulegu slysi í Taívan: Um fimmtíu létust í brotlendingu í óveðri SLÖKKT Í FLAKINU Vélin var mjög illa farin eftir flugslysið. Slökkviliðsmenn komu að vélinni í ljósum logum og unnu svo hörðum höndum að því að ráða niðurlögum eldsins. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.