Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.07.2014, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 24.07.2014, Qupperneq 28
 | FÓLK | 4 SACAI Haust 2014. Hvítar skyrtur eru tímalausar og í rauninni alltaf í tísku. Þær er hægt að nota við öll tækifæri, jafnt gallabuxur sem sítt silkipils. Hvítar skyrtur hafa verið vinsælar í sumar en samkvæmt tískuhönnuðum verða þær sömuleiðis áberandi næsta sumar. Á tískusýningu sem haldin var í Berlín á dögunum var sýnd vor- og sumartískan 2015 og þar var hvítur litur áberandi. Allar kon- ur ættu að eiga að minnsta kosti eina fallega hvíta skyrtu í fataskápnum. Hvítar skyrtur eru til í mismunandi sniðum. Sumar henta til að girða ofan í buxur eða pils en aðrar eru síðar og líkjast frekar kjól. Þar fyrir utan eru þær fáanlegar í mismunandi efnum. Silkiskyrtur eru sparilegar en bómullarskyrtur eru oftast frekar hversdags. Tískuhönnuðir hafa verið duglegir að hanna skyrturnar í fallegum sniðum og auka þannig fjölbreytnina. Hér er mynd af fallegri hvítri skyrtu sem sýnd var á Merzedes-Benz tísku- vikunni fyrir sumar og vor 2015 í Berlín fyrr í þessum mánuði. HVÍTA SKYRTAN ÁVALLT TÍMALAUS VOR OG SUMAR 2015 Í BERLÍN HLÝLEIKINN RÆÐUR FÖR Í HAUST HAUST Þykkar, prjónaðar peysur verða áberandi í hausttískunni. Þægilegar og hlýjar peysur sem henta vel þegar kólnar í veðri. Flestir þekktustu tískuhönnuðir heimsins hafa boðað prjónaflíkur með haustinu en þeirra á meðal eru Marc Jacobs, Stella McCart- ney, Céline, Tommy Hilfiger, Alexander Mcqueen og Burberry svo einhverjir séu nefndir. Litir eru haustlegir og mynstur eru margvís- leg. Það eru ekki bara stórar, þykkar peysur sem verða allsráðandi, stórir treflar og sjöl yfir kápur verða ekki síður áberandi þegar haustar. Þá verða prjónaðir kjólar vinsælir og jafnvel prjónaðar buxur. TOMMY HILFIGER STELLA MCCARTNEY Sýning Stellu fyrir haust 2014 í París. STELLA MCCARTNEY Haust 2014. TOMMY HILFIGER Sýning Hilfiger fyrir haust 2014 í New York. MARC JACOBS SACAI Í París. MMikilvægt Magnesíum plús með B12, B6 og fólinsýru er slakandi og styrkjandi fyrir líkama og sál.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.