Fréttablaðið - 24.07.2014, Side 6

Fréttablaðið - 24.07.2014, Side 6
24. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvað er langt síðan fyrstu bifreiðalög- in voru sett? 2. Hvernig ætlar Pétur Ívarsson að vera klæddur þegar hann hleypur heilt mara- þon í Reykjavíkurmaraþoninu? 3. Hversu miklu var varið í kaup á bíó- miðum á Íslandi árið 2012? SVÖR: 1. 100 ár. 2. Í jakkafötum. 3. 1.524 milljónum króna. 30% afsláttur af öllum h jólum Götuhjól • Fjallah jól • Barn ahjól Racerar • 29er hjó l VIÐSKIPTI Arion banki hefur þegar selt umtalsverðan part þess eignar- hlutar í fasteignafélaginu Eik sem kom í hlut bankans við kaup Eikar á Landfestum, sem voru í eigu bank- ans. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin í lok júní. Samkvæmt upplýsingum frá Arion banka hafa 20 prósent af eignarhlut bankans verið seld til ýmissa fjárfesta. Eftir viðskiptin nemur eignarhlutur bankans í Eik 24 prósentum. Bankinn tekur ekki þátt í hlutafjáraukningu sem fyrir dyrum stendur hjá félaginu og verð- ur eftir hana með um 20 prósenta eign í félaginu. Eignina sem eftir stendur stefn- ir Arion banki á að losa eftir skrán- ingu Eikar á hlutabréfamarkað og mun sú sala ráðast af markaðs- aðstæðum hverju sinni. Trúnaðarákvæði eru í viðskiptun- um og tjáir bankinn sig því hvorki um kaupendur né söluverð. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er söluandvirði hlutar Arion banka nálægt 2,5 milljörðum króna. - óká Eftir sölu á hlut í Eik til hóps fjárfesta heldur Arion banki eftir 24 prósentum: Arion seldi fimmtungshlut í Eik KJARADEILUR Kjaradeilu flugumsjónarmanna við Icelandair og Flugfélag Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Samningar þeirra urðu lausir 1. febrúar. „Það er allt strand eins og er,“ sagði Karl Friðriks- son, formaður Félags flug- umsjónarmanna, í samtali við Fréttablaðið. „Við erum að gera kröfur um bætt starfskjör og hækk- un launaflokka.“ Hann segir flug- umsjónarmenn vilja um tveggja prósenta launahækkun á launa- töflu. Karl segir að enn hafi ekki verið boðað til fundar hjá ríkis- sáttasemjara en gerir ráð fyrir að það verði gert fljót- lega. Ríkissáttasemjari er í sumarfríi eins og er þann- ig að líklegt er að það verði ekki fyrr en í ágúst. „Það verður að skoð- ast í samhengi við fyrstu fundi,“ segir Karl spurður hvort stéttin hyggist fara í hart. Flugumsjónarmenn undirbúa flug frá landinu, gera flugáætlanir og safna saman veðurupplýsingum og koma þeim til flugmanna. Guðjón Arngrímsson er vongóð- ur um að samningar náist án mik- illa truflana á samgöngum. „Þeim verður boðið það sama og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði hann í samtali við Frétta- blaðið. - nej Kjaradeilu flugumsjónarmanna og Icelandair vísað til ríkissáttasemjara: Kjaraviðræðurnar strand í bili GUÐJÓN ARNGRÍMSSON ENN Á NÝ Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Icelandair þarf að semja við starfsmenn en samið hefur verið við flugvirkja, flugmenn og flugfreyjur í ár. BORGARTÚN Í REYKJAVÍK Eik og Land- festar eiga atvinnuhúsnæði víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Þingflokkur Sam- fylkingarinnar hefur sent frá sér harðorða ályktun vegna aðgerða Ísraelsstjórnar á Gasasvæðinu síðastliðnar vikur. Í ályktuninni segir að það sé óhjákvæmilegt að Ísland beiti sér með ákveðnari hætti á alþjóða- vettvangi gagnvart Ísrael en hingað til. Kallar þingflokkurinn eftir því að viðskiptaþvingunum verði beitt gegn Ísrael. „Grund- vallarkrafa er að vopnahlé verði strax að veruleika.“ - ssb Þingmenn Samfylkingar: Vilja aðgerðir gegn Ísrael FÉLAGSMÁL Félagið Ísland-Palest- ína boðaði til útifundar á Ingólfs- torgi í gær til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Fundurinn hófst á stuttri þögn til að minnast þeirra tæplega sjö hundruð sem látist hafa í árásum á Gasasvæðið síðustu tvær vikur. Þóra Karítas Árnadóttir flutti ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og nýstofn- aði kórinn Vox Palestína söng lagið Þú veist í hjarta þér eftir Þorstein Valdimarsson. Fundi lauk svo á því að viðstadd- ir, sem skiptu þúsundum, hrópuðu slagorð á borð við „Frjáls Palest- ína“ og „Stöðvum blóðbaðið“. Að fundi loknum gengu fundar- gestir saman að Stjórnarráðinu. Þar var Jóhannesi Þór Skúla- syni, aðstoðarmanni forsætisráð- herra, afhent ályktun fundarins. Þá lögðust sjö hundruð manns niður á Arnarhóli til að setja í sam- hengi fjölda þeirra sem fallið hafa í árásunum. bjarkia@frettabladid.is Kröfðust endaloka blóðbaðsins á Gasa Talið er að nokkur þúsund manns hafi mætt á útifund Íslands-Palestínu í gær til að mótmæla árásum á Gasasvæðið og sýna samstöðu með Palestínu. Gengið var frá Ingólfstorgi að Stjórnarráðinu til að afhenda stjórnvöldum ályktun fundarins. HLÝDDI Á KRÖFURNAR Jóhannes Þór Skúlason, lengst til vinstri, tók við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SAMSTÖÐUSÖNGUR Hilmar Örn Agnarsson stjórnar Vox Palestína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.