Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 49

Fréttablaðið - 19.08.2014, Page 49
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2014 | SPORT | 33 www.sminor.is KÖRFUBOLTI Ísland er aðeins 40 mínútum frá því að komast inn á Evrópumótið í körfubolta. Sigur á Bretum í Koparkassanum í London á miðvikudagskvöldið gæti skrifað annað bindi í sögu íslenska körfuboltans. Eftir þrettán stiga sigur á Bretum í Höllinni nægir íslensku strák- unum sigur á breska liðinu til þess að tryggja sér annað sætið í riðlinum sem gefur nánast örugglega sæti í úrslitakeppni EM. Koparkassinn var byggður fyrir Ólympíuleikana í Lond- on 2012 og þar fór fram riðla- keppni handboltans á sumar- leikunum fyrir tveimur árum. Íslenska handboltalandsliðið er eini fulltrúi Íslands í höll inni fyrir þennan leik annað kvöld og það er ekki mikið hægt að kvarta yfir genginu til þessa. Íslenska handboltalandsliðið vann alla fimm leikina í Kop- arkassanum í riðlakeppni ÓL í London, þar á meðal sigur á bæði Frökkum og Svíum sem enduðu síðan á því að spila um gullið á leikunum. Íslenska liðið vann Argentínu og Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum og síðasti leikur íslensks lands- liðs í húsinu var síðan sautján marka sigur á breska landslið- inu, 41–24. Tveimur dögum eftir sigur- inn á Bretum var komið að átta liða úrslitunum en þá var ekki lengur spilað í Koparkassanum heldur í Körfuboltahöllinni sem er stærra hús. Íslenska liðið tapaði fyrir Ungverjum í fram- lengdum leik í fyrsta leik sínum í Körfuboltahöllinni. Í raun hefur ekki gengið alltof vel hjá karlalandsliðunum okkar í London fyrir utan þessa leiki í Koparkassanum og því til stuðn- ings má nefna tap fótboltalands- liðsins fyrir Trínidad og Tóbagó á Loftus Road í febrúar 2006 eða tvö töp í hinum leikjum fótbolta- landsliðsins í höfuðborg Eng- lands. En þessi leikur fer sem betur fer fram í Koparkassan- um og þar Ísland á fimm leikja sigurgöngu. - óój Ísland með 100 prósent sigurhlutfall í Koparkassanum Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. GÓÐUR Martin Hermannsson var góður í fyrri leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TENNIS Spænski tenniskappinn Rafael Nadal verður ekki með á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem fer fram í New York 25. ágúst - 8. september. Nadal tilkynnti í gær að hann yrði að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hægri úlnlið. Hann meiddist á æfingu í júlí og hefur æft í gifsi undanfarnar vikur. Það er því ljóst að Nadal, sem situr í öðru sæti heimslistans, mun ekki verja titil sinn á Opna bandaríska, en hann lagði Novak Djokovic í úrslitaleik mótsins í fyrra. Hann hrósaði einnig sigri á mótinu árið 2010. Fyrr á árinu vann Nadal sigur á Opna franska meistaramótinu, en hann hefur unnið mótið níu sinnum á síðustu tíu árum. Alls hefur Spánverjinn unnið 14 risa- mót á ferlinum. - iþs Nadal ver ekki titilinn MEIDDUR Rafael Nadal verður ekki með á Opna bandaríska. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta mæta til leiks án eins síns allra besta leikmanns næsta vetur. Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir er að flytja til Danmerkur og verður ekki með Hólmurum á komandi leiktíð. Þetta kom fram á karfan.is í gær. Guðrún Gróa spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni, en hún skoraði 10,4 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá má ekki gleyma að Gróa er einn allra besti varnarmaður deildarinnar. Hildur Kjartansdóttir, mið- herjinn sterki, verður heldur ekki með Snæfelli á næstu leiktíð því hún er á leið til Bandaríkjanna í nám. Bæði Gróa og Hildur voru í úrvalsliði Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. - tom Gróa yfi rgefur Hólminn FLYTUR ÚT Guðrún Gróa finnur sér vonandi lið í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.