Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 19.08.2014, Blaðsíða 49
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2014 | SPORT | 33 www.sminor.is KÖRFUBOLTI Ísland er aðeins 40 mínútum frá því að komast inn á Evrópumótið í körfubolta. Sigur á Bretum í Koparkassanum í London á miðvikudagskvöldið gæti skrifað annað bindi í sögu íslenska körfuboltans. Eftir þrettán stiga sigur á Bretum í Höllinni nægir íslensku strák- unum sigur á breska liðinu til þess að tryggja sér annað sætið í riðlinum sem gefur nánast örugglega sæti í úrslitakeppni EM. Koparkassinn var byggður fyrir Ólympíuleikana í Lond- on 2012 og þar fór fram riðla- keppni handboltans á sumar- leikunum fyrir tveimur árum. Íslenska handboltalandsliðið er eini fulltrúi Íslands í höll inni fyrir þennan leik annað kvöld og það er ekki mikið hægt að kvarta yfir genginu til þessa. Íslenska handboltalandsliðið vann alla fimm leikina í Kop- arkassanum í riðlakeppni ÓL í London, þar á meðal sigur á bæði Frökkum og Svíum sem enduðu síðan á því að spila um gullið á leikunum. Íslenska liðið vann Argentínu og Túnis í fyrstu tveimur leikjum sínum og síðasti leikur íslensks lands- liðs í húsinu var síðan sautján marka sigur á breska landslið- inu, 41–24. Tveimur dögum eftir sigur- inn á Bretum var komið að átta liða úrslitunum en þá var ekki lengur spilað í Koparkassanum heldur í Körfuboltahöllinni sem er stærra hús. Íslenska liðið tapaði fyrir Ungverjum í fram- lengdum leik í fyrsta leik sínum í Körfuboltahöllinni. Í raun hefur ekki gengið alltof vel hjá karlalandsliðunum okkar í London fyrir utan þessa leiki í Koparkassanum og því til stuðn- ings má nefna tap fótboltalands- liðsins fyrir Trínidad og Tóbagó á Loftus Road í febrúar 2006 eða tvö töp í hinum leikjum fótbolta- landsliðsins í höfuðborg Eng- lands. En þessi leikur fer sem betur fer fram í Koparkassan- um og þar Ísland á fimm leikja sigurgöngu. - óój Ísland með 100 prósent sigurhlutfall í Koparkassanum Landsleikurinn gegn Bretlandi annað kvöld fer fram í íþróttahöll þar sem Ísland hefur aldrei tapað. GÓÐUR Martin Hermannsson var góður í fyrri leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TENNIS Spænski tenniskappinn Rafael Nadal verður ekki með á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem fer fram í New York 25. ágúst - 8. september. Nadal tilkynnti í gær að hann yrði að draga sig úr keppni vegna meiðsla á hægri úlnlið. Hann meiddist á æfingu í júlí og hefur æft í gifsi undanfarnar vikur. Það er því ljóst að Nadal, sem situr í öðru sæti heimslistans, mun ekki verja titil sinn á Opna bandaríska, en hann lagði Novak Djokovic í úrslitaleik mótsins í fyrra. Hann hrósaði einnig sigri á mótinu árið 2010. Fyrr á árinu vann Nadal sigur á Opna franska meistaramótinu, en hann hefur unnið mótið níu sinnum á síðustu tíu árum. Alls hefur Spánverjinn unnið 14 risa- mót á ferlinum. - iþs Nadal ver ekki titilinn MEIDDUR Rafael Nadal verður ekki með á Opna bandaríska. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Íslandsmeistarar Snæfells í Dominos-deild kvenna í körfubolta mæta til leiks án eins síns allra besta leikmanns næsta vetur. Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir er að flytja til Danmerkur og verður ekki með Hólmurum á komandi leiktíð. Þetta kom fram á karfan.is í gær. Guðrún Gróa spilaði mjög vel á síðustu leiktíð og sérstaklega í úrslitakeppninni, en hún skoraði 10,4 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá má ekki gleyma að Gróa er einn allra besti varnarmaður deildarinnar. Hildur Kjartansdóttir, mið- herjinn sterki, verður heldur ekki með Snæfelli á næstu leiktíð því hún er á leið til Bandaríkjanna í nám. Bæði Gróa og Hildur voru í úrvalsliði Dominos-deildarinnar á síðustu leiktíð. - tom Gróa yfi rgefur Hólminn FLYTUR ÚT Guðrún Gróa finnur sér vonandi lið í Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.