Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 1
STJÓRNMÁL Flestir kjósendur, eða tæplega 31 prósent, myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Þessar niðurstöður miðast aðeins við svör þeirra sem taka afstöðu til flokkanna. Samkvæmt sömu nið- urstöðum er Samfylkingin næst- stærsti flokkurinn með 20 prósent fylgi, Björt framtíð kemur þar á eftir með 14,1 prósent. Framsókn- arflokkurinn og Vinstri hreyfing- in – grænt framboð eru álíka stór með tæp tólf prósent og Píratar með rúm 9 prósent. Mjög margir eða 23 prósent sögðust vera óákveðnir, 15% sögðu að þeir myndu ekki kjósa eða skila auðu og 13 prósent kusu að svara ekki spurningunni. Þegar tekið er tillit óákveðinna eru einung- is 15% sem segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 10% sem segja að þeir myndu kjósa Samfylkinguna, 6% segjast myndu kjósa Framsóknarflokkinn og VG en 5% myndu kjósa Pírata. „Ég er ánægður með þetta, en tek tölunum með ró. Ég held að fólk sé farið að finna fyrir stöð- ugleika og kaupmáttaraukningu,“ segir Bjarni Benediktsson. „Ég man bara ekki hvenær Sjálf- stæðisflokkurinn mældist síð- ast yfir þrjátíu prósentum og það vekur athygli að flokkurinn bæti við sig eins og umræðan hefur verið. Varðandi stjórnarandstöðu- flokkana þá er það þekkt að þeir missi fylgi meðan þingið starf- ar ekki, þar sem þeir eru þá ekki eins sýnilegir og annars. Í næsta mánuði reynir verulega á Fram- sóknarflokkinn. Nái þeir sér ekki á flug þegar skuldaleiðrétting- arnar verða ljósar, gæti orðið erf- itt fyrir þá að ná fylgi á ný,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þjóðarpúls Gallup, sem RÚV birti í gær, sýndi svipað fylgi og kemur fram í könnun Fréttablaðs- ins. Ítarlegri greining verður á skoð- anakönnuninni í Fréttablaðinu á morgun. -jhh FRÉTTIR BANANI ER BERGrasafræðileg skilgreining á beri er að það er kjötmikill ávöxtur sem myndast úr einu blómlegi. Banani fellur undir þessa skilgreiningu og telst því vera ber. Dæmi um fleiri ávexti sem grasafræðilega eru skilgreindir sem ber eru tómatar og lárpera. Énaxín f á VANTAR UNGLING-INN ÞINN ORKU?GENGUR VEL KYNNIR Énaxín er koffínlaus orkugjafi sem eykur orku styrki ónæmiskerfið og getur einnig bætt svefninn ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2014 BÍLAR HEIMSFRUMSÝNING VOLVO XC90 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 12 2 SÉRBLÖÐ Bílar | Fólk Sími: 512 5000 2. september 2014 205. tölublað 14. árgangur Erlend fyrirtæki munu koma með ferða- menn inn á svæðið um leið og það opnast. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmda- stjóri Markaðsstofu Norðurlands. SKOÐUN Endurskoða þarf náms- lánakerfið, skrifar Guðlaug Kristjáns- dóttir. 12 SPORT Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry orðinn mjög þreyttur á ásök- unum í sinn í garð. 22 September 2014 – 3. tbl 15. á rgangur NÁTTÚRAN ER BEST ÓSNERT! bls. 14 bls. 8 STEPHEN TERRASS STOFN ANDI TERRANOVA LAUGAVEGI LÁGMÚL A KRINGLUNNI S MÁRATORGI SELFOS SI AKUREYRI REY KJANESBÆ Berglind Guðmundsdóttir UPPSKRIFTIR Heimalagað múslí og bjútífúl bláberjaís! KIRSUBER Burt með svefnleysi sykur , bólgur og verki! bls. 15 bls. 4 Heilsuhúsklúbburinn TILBOÐ bls. 13 bls. 6 bls. 4 bls. 6 bls. 11 FLENSUBANA KOKTEILL Á FRÁBÆRU VERÐI! NÁTTÚRULEGAR SNYRTIVÖRUR TÖFRAR SVEPPANNA! Inga Kristjánsdóttir, næring arþerapisti Óþrjótandi möguleikar með Lavenderolíu OFURFÆÐAN RAUÐRÓFUR! Flux flúormunnskol Heilbrigðar tennur FLJÓTLEGT OG ÞÆGILEGT Bolungarvík 9° N 5 Akureyri 12° SV 7 Egilsstaðir 16° SV 7 Kirkjubæjarkl. 10° SV 2 Reykjavík 11° SV 4 Hlýtt A-lands og bjart en annars stöku skúrir víða um land. Bætir í úrkomu um tíma S- og SA-lands síðdegis. SV-læg 5-10m/s og hiti 8-16 stig. 4 Í SLIPPNUM Þrátt fyrir að mörg skip séu í smíðum og nokkur ný þegar komin til landsins þarf að halda þeim eldri við. Íslensk fiskiskip eru eftir sem áður með þeim elstu í Evrópu. Þótt fiskiskipum hafi fækkað og endurnýjun sé nokkur er víst að fleiri skip verða smíðuð en nú hefur verið ákveðið. Rætt er um hvort Íslendingar geti ekki unnið meira við nýsmíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ATVINNUMÁL Flest ef ekki öll stór skip sem framleidd eru fyrir íslenskan markað eru framleidd erlendis. Sævar Birgisson, skipa- tæknifræðingur hjá fyrirtækinu Skipasýn, segir að skipasmíði sé að lognast út af og þekkingin á iðninni sé minni en var. Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri Íslenska sjávarklasans, horfir öðru vísi á málið en Sævar. „Ég held að þekkingin sé til staðar, það þarf bara að nota hana ennþá meira,“ segir Þór. Íslensku fyrir- tækin séu þó ekki samkeppnisfær í smíði á skipskrokkunum sjálfum. „Ég hef enga trú á því að það verði partur af framtíðarsýninni,“ segir Þór. - jhh / sjá síðu 10 Má nota þekkinguna betur: Öll nýju skipin smíðuð erlendis FERÐAÞJÓNUSTA A r nheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir erlendar ferðaskrifstofur vera komnar í startholurnar hvað varð- ar ferðir á eldgosasvæðið norðan Vatnajökuls. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmyndastiginu,“ segir Arnheið- ur. „Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í samvinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast.“ Einar Pétur Heiðarsson, sér- fræðingur hjá Almannavörnum, segir að ásókn ferðamanna á gos- stöðvarnar sé mikið rædd og lok- anir séu í stöðugri endurskoðun. Almannavarnir muni hins vegar ekki opna svæðið fyrir ferðamönn- um eða einstaka leiðir á svæðinu ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsend- ur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu,“ segir Einar. - sa / sjá síðu 4 Fyrirtæki vilja koma ferðamönnum á eldgosasvæðið þegar það opnast: Gosferðir eru í undirbúningi LÍFIÐ Hin 17 ára Sól Stefánsdóttir verður yngsti keppandinn á súlufim- ieikamóti í Prag. 26 ÞÓR SIGFÚSSON Sjálfstæðisflokkurinn yfir þrjátíu prósenta múrinn Ný könnun Fréttablaðsins sýnir að Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 31% fylgi. Samfylkingin er næst- stærsti flokkurinn með 20 prósent. Stjórnmálafræðingur segir Framsókn verða að ná flugi í næsta mánuði. 11,7 30,7 20,0 11,9 14,1 9,3 Fylgi flokkanna Hægri grænir 0,3%, Flokkur heimilanna 0%, Sturla Jónsson 0,2%, Alþýðufylkingin 0,3%, Dögun 0,2%, annað 1,2% Allir fengu boðsmiða Hver og einn bæjarfulltrúi í Kópavogi þáði tvo boðsmiða á tónleika Justins Timberlake. Varabæjarfulltrúi Fram- sóknar fékk enga miða því bæjar- fulltrúi flokksins nýtti þá. 2 Gæti hýst framhaldsskóla Gamli Kennaraháskólinn í Stakkahlíð gæti hýst framhaldsskóla í framtíðinni. 6 Vilja fjölga mælum Sjálfstæðis- menn í stjórn Orkuveitunnar vilja láta fjölga mælum vegna mengunar frá orkuverum fyrirtækisins. 8 Líkjast Dirty Harry Sænskir lög- reglumenn líkjast svolítið Dirty Harry eftir eitt ár í starfi. 10

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.