Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 8
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 - snjallar lausnir Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is 545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning Silver ndependent Software Vendor ( SV) Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Fullbúin viðskiptalausn í áskrift - Microsoft Dynamics NAV Verð frá kr. pr. mán. án vsk Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldskerfi landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld, hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn. Breytilegur fjöldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað. Kerfinu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og fleira. Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni. PAKISTAN, AP Hópur mótmælenda braust inn í byggingu pakist- anska ríkissjónvarpsins í gær. Til átaka kom við lögreglu og stöðv- uðust útsendingar tímabundið á meðan. Tveir stjórnarandstöðuleið- togar, klerkurinn Tair ul Kadri og krikketstjarnan Imran Khan, hafa vikum saman staðið fyrir mótmælum í höfuðborginni Islamabad. Þeir krefjast þess að Nawaz Sharif forsætisráðherra segi af sér. - gb Mótmæli í Pakistan: Brutust inn í sjónvarpsstöð MÓTMÆLENDUR Hrósuðu sigri eftir að hafa brotist inn í ríkissjónvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Síminn varar ein- dregið við tölvuþrjótum sem sent hafa tölvupóst á landsmenn þar sem óskað er eftir kredit- kortaupplýsingum í nafni fyrir- tækisins. Í tilkynningu segir að fyrirtækið biðji aldrei um slíkar upplýsingar í tölvupósti. Póstur- inn sem um ræðir var sendur frá netfanginu þjonusta@mail.com á laugardag. Hann er ritaður á lélegri íslensku og vísar á form þar sem óskað er persónuupplýs- inga. - bá Grunsamlegur tölvupóstur: Síminn varar við svikurum HEILSA Norrænn matur, sem inni- heldur til dæmis rótargrænmeti og kjöt af villtum dýrum, getur verið jafn hollur og Miðjarðar- hafsmatur. Þetta er niðurstaða könnunar danskra vísindamanna sem kynnt var á ráðstefnu um hjartasjúk- dóma í Barcelona. Borin voru saman áhrif nor- ræns matar og áhrif venjulegs dansks heimilismatar. Hálfu ári eftir að samanburðurinn hófst hafði hópurinn sem fékk norræn- an mat lést mest og einnig dregið úr hættunni á að fá hjarta- og æðasjúkdóma. Sænska ríkisút- varpið greindi frá. - ibs Áhrif norræns mataræðis: Norrænt fæði bætir heilsuna ORKUMÁL „Af sex holum sem bor- aðar hafa verið við Hverahlíð eru fjórar vinnsluhæfar og gefa gufu sem er fyrir um það bil eina vél í Hellisheiðarvirkjun,“ segir í sam- þykkt sveitarstjórnar Ölfuss sem hefur gefið Orkuveitunni leyfi fyrir framkvæmdum í Hverahlíð. Framleiðslan í Hellisheiðar- virkjun hefur verið undir vænt- ingum og bregður því Orkuveitan á það ráð að flytja gufu að virkjun- inni ofan úr Hverahlíð. „Lagðar verða tvær flutnings- æðar, gufulögn og skiljuvatnslögn, frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkj- unar,“ segir í samþykkt sveitar- stjórnarinnar. Þar kemur fram að gufulögnin og skiljuvatnslögnin verði lagðar að mestu á yfirborði, rúman einn kílómetra til norðurs frá skiljustöðinni. Lagnirnar verði í stokk í gegnum ás sunnan þjóð- vegar og undir Suðurlandsveg. Þaðan á yfirborði meðfram Gíga- hnúksvegi inn á iðnaðarsvæði Hellisheiðarvirkjunar fyrir norð- an Gígahnúk. - gar Sveitarstjórn Ölfuss samþykkir lögn frá Hverahlíð að Hellisheiðarvirkjun: Dugar til að knýja eina vélina HVERAHLÍÐ Ein af sex vélum Hellis- heiðarvirkjunar mun fá orku úr Hvera- hlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ORKUMÁL Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í stjórn Orkuveitu Reykja- víkur segjast gera alvarlegar athugasemdir við að enn hafi ekki verið afgreiddar tillögur þeirra um auknar mælingar á loftgæðum og um að aflétt verði leynd af framleiðslutölum orku- vera fyrirtækisins. Tillögurnar voru báðar lagðar fram á stjórnarfundi OR 23. júní í sumar. Önnur er um að aflétt verði leynd af yfirliti dótturfyrir- tækisins Orku náttúrunnar (ON) um orkuframleiðsluna á tíma- bilinu maí 2013 til maí 2014. „Teljum við að upplýsingar um framleiðslu virkjana OR eigi tvímælalaust að vera almenn- ingi tiltækar eins og upplýsingar um rekstur annarra fyrirtækja í almannaeigu,“ segir í bókun sjálfstæðismanna á stjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR, segir stjórn Orku náttúrunnar hafa sent Orkuveitunni framleiðslu- tölurnar í trúnaði. „ON er ætlað að starfa á sam- keppnismarkaði og þau hljóta að hafa sjálfdæmi um það hvað þau telji að þurfi að fara leynt til þess að þau geti keppt á jafnræðisfor- sendum. Ég er enginn talsmaður þess að halda einhverju leyndu sem tengist almannahagsmunum en þetta er vandrataður vegur þegar starfsemin er komin í sam- keppnisform,“ segir Haraldur. Hin tillaga sjálfstæðismanna er um að bæta vöktun á styrk brennisteinsvetnis í andrúms- lofti í eystri hverfum borgar- innar. Settar verði upp síritandi loftgæðamælistöðvar í Breið- holti annars vegar og í Úlfarsár- dal og Grafarholti hins vegar og „tryggja þannig að almenningur sé ætíð upplýstur um loftgæði á áhrifasvæði Hellisheiðarvirkjun- ar“, segir í tillögunni. Kjartan bendir á að sjálfstæðis- menn hafi sett fram svipaða til- lögu fyrir tæpu ári sem ekki hafi hlotið fullnaðarafgreiðslu. „Vandinn er kortlagður og vís- indamenn sem hafa um þetta fjallað segja að það sé ekkert að græða á því að mæla meira,“ svarar Haraldur og bendir á að það myndi kosta milljónir króna að setja upp fyrrgreinda loft- gæðamæla. „Það sem þarf að gera er að finna leiðir til að tryggja að magn þessara efna séu undir ákveðnum lágmörkum. Við höfum frest til að fullkanna þá aðferð að dæla þess- um efnum niður í jörðina og höfum fengið mjög góðar vísbendingar um að það sé raunhæft. Samhliða á að reisa sérstaklega hannaðan háf sem, þegar á þarf að halda, blæs lofttegundunum upp fyrir veður- kerfin sem færa þessi efni inn í borgina,“ segir formaður stjórnar OR. gar@frettabladid.is Neita að aflétta trúnaði af framleiðslutölum orkuvera Sjálfstæðismenn í stjórn Orkuveitunnar vilja láta fjölga mælum vegna mengunar frá orkuverum fyrirtækisins og að tölur um framleiðsluna verði opinberaðar. Stjórnarformaður segir viðskiptahagsmuni ráða leyndinni. KJARTAN MAGNÚSSON Telur eðlilegt að framleiðslan í orkuverum Orkuveitunnar sé gerð opinber. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VIÐSKIPTI Árið 2013 var seld þjón- usta til útlanda fyrir um 482,7 milljarða króna en keypt var þjónusta frá útlöndum fyrir tæpa 334,9 milljarða. Þjónustujöfnuður var því hagstæður um 147,8 millj- arða samkvæmt tölum Hagstof- unnar. Mest var selt til útlanda af samgöngu- og flutningaþjónustu líkt og árið áður, fyrir 190,5 millj- arða, eða 39,5 prósent af heildar- útflutningi. Mest var keypt frá útlöndum af ferðaþjónustu. - fbj Mest skipt við ESB-ríki: Þjónustujöfnuð- ur hagstæður Ég er enginn talsmaður þess halda ein- hverju leyndu sem tengist almannahags- munum en þetta er vandrat- aður vegur þegar starfsemin er komin í samkeppnisform. Haraldur Flosi Tryggvason, formaður stjórnar OR.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.