Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 2. september 2014 | LÍFIÐ | 19 Fernuhandfang Contigo vatnsbrúsar með autoseal stút Níðsterkt Tritan™ heldur brúsanum lyktarlausum og hreinum Brix skurðbretti sveigjanlegt Salter eldhúsvogir í úrvali Contigo autoseal vatnskanna Níðsterkt Tritan™ heldur könnunni lyktarlausri og hreinni Brix vatnsbrúsar með vatnsteljara Níðsterkt Tritan™ heldur brúsanum lyktarlausum og hreinum Candle handle 3in1 Kertagrip, yddari og slökkvari Umhverfisvænir nestispokar úr sílíkoni Vandaðir Kitchen+ hnífar Sem falla vel í hendi. Þægilegt og stamt handfang gefur gott grip. Sílíkon húðun á blaði bætir skurð og auðveldar þrif. Jarkey krukkuopnari Bandaríski leikstjórinn Martin Scorsese mun leikstýra mynd um eina áhrifamestu pönksveit Banda- ríkjanna, The Ramones. Stefnt er að því að myndin komi út árið 2016 en þá verða 40 ár liðin frá því að fyrsta plata hljómsveitarinnar var gefin út. Scorsese vinnur nú að því að klára næstu mynd sína Silence. Seinasti Ramone-„bróðirinn“, trommarinn Tommy, lést í júlí. Hinir meðlimir sveitarinnar, Joey, Johnny og Dee Dee létust árin 2001, 2004 og 2002. Kvikmynd um Ramones ætti að vera fullkomin fyrir Scorsese en fjölmargar myndir hans eiga sér stað í gettóum New York-borgar á áttunda áratugnum en það var einmitt þar sem Ramones lifðu og hrærðust í upphafi. Ramones var alls ekki fyrsta pönksveitin í Bandaríkjunum en fyrsta plata sveitarinnar er þó talin vera eitt af höfuðverkum stefnunnar. - þij Pönkkvikmynd Scorsese kemur út árið 2016 Mynd Óskarsverðlaunahafans fj allar um eina áhrifamestu sveit pönksins, The Ramones frá New York. MEISTARI Martin Scorsese er fjölhæfur leikstjóri. NORDICPHOTOS/ GETTY Jenny McCarthy og Donnie Wahlberg giftu sig í Illinois á sunnudaginn. Athöfnin tók um tuttugu mínútur og var aðeins nánustu fjölskyldumeðlimum og vinum boðið. Donnie bað Jenny í apríl á þessu ári en þau byrjuðu að stinga saman nefjum í júlí í fyrra. Þetta er annað hjónaband Jenny en hún var gift leikstjór- anum John Mallory Asher á árun- um 1999 til 2005. Þetta er einnig annað hjónband Donnies en hann kvæntist Kim Fey árið 1999. Þau skildu árið 2008. - lkg Í það heilaga Söngkonan Miley Cyrus og leik- arinn Liam Hemsworth hættu saman fyrir akkúrat ári en þau höfðu verið trúlofuð í tvö ár. Hvorugt þeirra hefur verið í alvarlegu sambandi síðan en í viðtali við sjónvarpsþáttinn Sunday Night í Ástralíu gaf Miley til kynna að það væri jafnvel enn neisti á milli þeirra. „Ég elska Liam; Liam elskar mig,“ sagði Miley. Þá var hún einnig spurð hvort lagið Wreck- ing Ball væri samið um Liam. „Það fjallar um að finna sjálf- an sig. Ég þurfti að frelsa sjálfa mig.“ - lkg „Ég elska Liam“ HAMINGJAN SANNA Jenny og Donnie voru trúlofuð í fjóra mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Scorsese hefur einu sinni unnið Óskarsverðlaunin. Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence varð fyrir barðinu á tölvuþrjótum um helgina sem brutust inn í sím- ann hennar og stálu þar nekt- armyndum af henni og birtu á netinu. Umboðsmaður leikkon- unnar hefur staðfest að mynd- irnar af henni séu ekta. Hyggst hún kæra málið og þá fjölmiðla sem birta myndirnar á sínum síðum. Tölvuþrjótarnir, sem kalla sig 4chan, brutust inn í síma hjá hátt í hundrað þekktum ein- staklingum um helgina, stálu þar nektarmyndum af þeim og birtu á netinu. Birtu þeir lista yfir þær stjörnur sem lentu í árásinni og á honum má meðal annars finna Selenu Gomez, Kim Kardashian, Rih- anna, Ariana Grande og Amber Heard, unnustu stórleikarans Johnnys Depp. - asi Í klóm hakkara ÓHEPPIN Jennifer lenti í tölvuþrjótum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.