Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 6
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 Við gerum ráð fyrir því að þau komi á lóðina, vonandi eins fljótt og hægt er. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. 1. Hversu mörg fötluð börn í Reykja- vík eru á biðlista eftir stuðningsfjöl- skyldu? 2. Hversu margar hrefnur hafa veiðst á þessari vertíð? 3. Fyrir hverja er dansnámskeiðið Hreyfi smiðjan sem Guðmundur Elías Knudsen heldur? SVÖR: 1. 461 . 2. 22 . 3. Unglingsstráka með ADHD. Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Verslun opin mán - fös 8.30 - 17.00 Glös fyrir stórar og smáar veislur Hjá Fastus fæst mikið úrval af glösum fyrir stóra og litla veitingastaði. Komið í verslun okkar að Síðumúla 16 og látið fagmenn hjálpa ykkur við að velja réttu glösin. F A S TU S _H _2 7. 08 .1 4 ALÞINGI Karl Garðarsson, þing- maður Framsóknarflokksins, og Vilhjálmur Árnason, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, munu leggja fram frumvarp á komandi þingi sem á að taka á heimilis- ofbeldisvandanum hér á landi. Í tilkynningu segir að heimilisof- beldi sé ekki litið nægilega alvar- legum augum í samfélaginu. Í frumvarpinu felst meðal annars sú breyting að lögregla fær heimild til að kæra brot gegn nálgunarbanni, en samkvæmt núverandi löggjöf getur einungis þolandi kært slík brot. - bá Vilja viðhorfsbreytingu: Frumvarp um heimilisofbeldi KARL OG VILHJÁLMUR Þingmennirnir segja tilefni til að skerpa á afstöðu löggjaf- ans í þessum málum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNTUN Ana Maria Cruz, prófess- or við Kyoto-háskóla og sérfræð- ingur í hamfarafræðum, heimsæk- ir Háskóla Íslands þessa vikuna og heldur erindi í tveimur málstofum. Fyrri málstofan fer fram í dag en þar hyggst Cruz kynna Alþjóðafé- lag um samhæfða áhættustýringu vegna hamfara (ISIDM), sem starf- ar í Japan og ætlað er að vera þver- fræðilegur vettvangur um rann- sóknir í hamfarastjórnun. Seinni málstofan fer svo fram á morgun en þar verður sagt frá rannsóknum í hamfarastjórnun við Kyoto-háskóla. - bá Sérfræðingur heimsækir HÍ: Málstofur um hamfarastjórn SKIPULAGSMÁL Búið er að samþykkja deiliskipulag á svæði Háskóla Íslands fyrir nýtt hús menntavís- indasviðs skólans. Menntavísinda- svið hefur núna aðstöðu í Stakkahlíð og Bolholti, þar sem Kennaraháskól- inn var áður. „Við gerum ráð fyrir því að þau komi á lóðina, vonandi eins fljótt og hægt er,“ segir Krist- ín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Hún segir að nýtt hús verði staðsett í námunda við VR I og VR II á horni Suðurgötu og Hjarðarhaga. Kristín segir að gamla húsnæðið í Stakkahlíð verði væntanlega selt og það hafi verið rætt að það gæti hentað vel fyrir framhaldsskóla. Hún segir húsnæðið vera mjög gott en stúdentar og starfsfólk mennta- vísindasviðsins þurfi að vera nær háskólasvæðinu. Hún segir ekki víst hvenær bygging húsnæðisins gæti hafist. „Það er í rauninni undir menntamálaráðuneytinu komið. Þetta yrði fjármagnað af ríkinu,“ segir Kristín. Kristín og Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri undirrituðu í gær samning um lóðir háskólans. Samn- ingurinn tekur til um 400 þúsund fermetra landsvæðis og í tilkynn- ingu segir að hann marki ákveðin tímamót í samskiptum Reykjavík- urborgar og Háskólans. Tekin eru af öll tvímæli um afmörkun eignar- lóðar háskólans, sem og hvaða lóðir falla undir lóðarleigu en þar eru lóðir fyrir kennsluhúsnæði nú und- anskildar. „Það skiptir máli fyrir okkur hvað varðar árleg gjöld,“ segir Kristín. Hún bætir við að mörg verkefni séu annaðhvort í undirbúningi eða þeim sé lokið sem breyti ásýnd lóð- arinnar og borgarinnar. „Ég nefni sem dæmi stúdentagarðana hér á vísindagarðalóðinni, svo og bygg- ingu Alvogen fyrir rannsóknar- og þróunarstarfsemi. Ég nefni líka deiliskipulag fyrir stofnun Vigdís- ar Finnbogadóttur, sömuleiðis deili- skipulag fyrir Hús íslenskra fræða,“ segir Kristín og bætir við að spítala- lóðin skipti mjög miklu máli vegna þess að þar verði heilbrigðisvísinda- greinarnar allar til húsa. Þá bendir hún á viljayfirlýs- ingu um að þróa starfsemi Háskóla Íslands inn á Fluggarðasvæðið. „Það skiptir mjög miklu máli vegna þess að þetta er eina áttin sem skólinn getur stækkað á næstu áratugum,“ segir Kristín, en tekur fram að ekk- ert hafi verið ákveðið um hvað verði á Fluggarðasvæðinu. jonhakon@frettabladid.is Gamli Kennaraháskólinn gæti hýst framhaldsskóla Stjórnendur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands segja að tímamótasamningur um lóðir háskólans hafi verið undirritaður í gær. Gert er ráð fyrir að menntavísindasvið flytjist í nýtt húsnæði sem verður á háskólasvæðinu. SAMNINGUR UNDIRRITAÐUR Kristín segir mörg verkefni í undirbúningi og öðrum sé lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RÚSSLAND Rúblan féll í verði í gær og hefur ekki verið lægri gagnvart dollar og evru í fjóra mánuði. Fallið kemur nokkru eftir að Seðlabanki Rússlands ákvað að skipta sér minna af gengi rúblunnar, ásamt því sem friðarviðræður milli forsetRúss- lands og Úkraínu hófust. Sérfræðingar sem BBC ræddi við segja að markaðurinn hafi möguglega orðið fyrir vonbrigð- um með viðræðurnar. - fbj Ekki áður veikari gegn dollar: Rúblan féll í verði í gær LÖGREGLUMÁL „Verklag hér er allt- af til endurskoðunar og menn eru að reyna að læra af reynslunni og gera hlutina rétt,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, aðspurður hvort búið sé að breyta verklagi um aðgang að gögnum embættisins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að fulltrúi hjá skiptastjóra Milestone hefði fengið að róta eftirlitslaus í tvo daga í gagna- geymslu embættisins, þar sem frumrit málsgagna í sakamálum er að finna ásamt gögnum fleiri mála. Ólafur vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið þar sem það er enn í gangi milli lögmanns sak- bornings í Milestone-málinu og Ríkissaksóknara. Verjandi Karls Wernerssonar gerði kröfu um að gögn málsins yrðu afhent í síð- asta lagi í gær þar sem fyrirtaka verður í sakamáli gegn honum í dag. Ríkissaksóknari hefur ekki orðið við þeirri kröfu verjandans né heldur svarað fyrirspurnum fréttastofu um málið. - fbj Ríkissaksóknari tjáir sig ekki um „rót“ fulltrúa í gagnageymslum saksóknara: Verklag alltaf til endurskoðunar ENDURSKOÐA VERKLAG Gríðarlegt magn gagna vegna rannsóknar saka- mála er að finna hjá Sérstökum sak- sóknara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Su O dd ag at a Ar ag at a Es pim elu r Sæ m un da rg at a i i Eggertsg. Þorragata Su ðu rg at a gi Du nh ag i i B irk im elu r - gata H ör pu g. veg. Rvk Sk erplug. Brynjólfsg H agatorg Bj ar ka rg Skothúsveg Sturlugata Grímsh. Góug. Þjó Ar ng r. Guðbrandsg. Fossag. Nja rða Fu ru elur A ða lb yg gi ng ar re itu r Vatnsmýrarreitur Vísindagarða- reitur Vísindagarða- reitur Hagareitur Melareitur Fluggarðareitur ➜ Háskólalóðir VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.