Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 26
BÍLAR
FRÉTTABLAÐIÐ
8 2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR
Þ
eir beinlínis spraut-
ast út úr verksmiðj-
um Mercedes Benz,
nýju bílarnir, og
einn þeirra hefur
náð að ströndum
landsins. Það er einn
af stærra taginu, þ.e. fjölnota
bíll sem við fyrstu sýn lítur
út fyrir að vera sendibíll með
gluggum á hliðunum. Því er
þó ekki að heilsa því þarna fer
afar vandaður bíll með flotta
innréttingu. Hann er að auki
fjári laglegur að utan. V-Class
er bíll sem fá má í feikimörgum
útfærslum. Hann rúmar marga
og hægt er að fá hann 6, 7, eða
8 manna. Ef hann er sex manna
eru fjórir stakir og fallegir
snúningsstólar aftur í honum
en ef hann er átta manna eru
tveir þriggja manna bekkir í
bílnum. Þannig munu leigubíl-
stjórar væntanlega velja bílinn
og er þá kominn góður kostur
fyrir þá leigubílstjóra sem vilja
hafa þann kost að geta tekið
marga farþega.
Brautarkerfi tryggir fjölhæfni
Brautarkerfi með hraðlosun-
arbúnaði er fyrir sætin sem
eru fyrir aftan framsætin og
því má á örskotsstundu breyta
bílnum í heilmikinn flutninga-
bíl, annaðhvort með því að
renna sætunum fram eða taka
þau hreinlega úr bílnum. Að-
eins ein vél er í boði, 2,2 lítra
dísilvél, en fæst í þremur út-
færslum, 136, 163, og 190 hest-
afla. Greinarritari prófað nýjan
V-Class nýverið með 163 hest-
afla vélinni og er hann merki-
lega sprækur með henni. Að
auki er þessi stóri bíll eins og
fólksbíll í akstri og svo lipur að
hver sem er getur ekið honum.
Hann kemur með 7 gíra Tronic
Plus-sjálfskiptingu.
Troðfullur af búnaði
Margt var það sem vakti aðdáun,
ekki síst hversu vel bíllinn er búinn
tæknibúnaði og hversu falleg inn-
rétting hans er. Auk þess er sætis-
fyrirkomulagið og fjölhæfnin sem
af því hlýst magnað. Seinna meir
mun þessi bíll bjóðast sem húsbíll
og er þá fullbúinn með haganlegri
innréttingu, lyftanlegu þaki, eldun-
araðstöðu, borði og rúmi fyrir tvo.
Slíkur bíll ætti að höfða til fólks
sem annars hefur kosið að eiga pall-
hús sem sett eru á pallbíla. Mikið er
af akstursöryggiskerfum í bílnum
og má þar nefna blindsvæðisvara,
akreinavara, fjarlægðarskynjara,
360 gráðu myndavél og Pre Safe-
öryggiskerfi sem verndar farþega
þegar líkur eru á árekstri.
FJÖLHÆFUR MERCEDES BENZ V-CLASS
Sex manna með snúningssætum eða með bekkjum fyrir átta farþega, allt eftir þörfum hvers og eins.
Fyrir um áratug hefði flestum þótt óhugsandi að Hyundai setti á
markað lúxusbíl. Hyundai hefur síðan þá þó kynnt til sögunnar lúxus-
bíla ætlaða fyrir Bandaríkjamarkað, þ.e. bílana Equus og Genesis.
Ekki ætlar Hyundai að láta þá nægja heldur hyggur á framleiðslu á
lúxusjeppa sem keppa ætti við bíla eins og Lexus RX og Cadillac SRX
í Bandaríkjunum.
Ef af framleiðslu
slíks bíls verður
er ólíklegt talið
að hann verði
einnig mark-
aðssettur utan
Bandaríkjanna.
Nýr lúxusjeppi
Hyundai mundi
líklega standa á
sama undirvagni
og nýr Huyndai
Santa Fe. Með því
getur Hyundai
sparað sér mikið
fé í hönnunarvinnu og einbeitt sér að því að gera bílinn sem best úr
garði að innanverðu og ytra útliti. Huyndai reyndi á árunum 2006 til
2011 að framleiða jeppa fyrir Bandaríkjamarkað sem var á mörkunum
að teljast lúxusjeppi og hét hann Veracruz. Framleiðslu hans var hætt,
enda veitti hann Lexus RX-bílnum litla samkeppni.
Hyundai hyggur á lúxusjeppa
B
ílabúð Benna seldi
dável af bílum frá kór-
eska bílaframleiðand-
anum Ssangyong hér á
árum áður en hlé hefur
verið á sölu þeirra á
undanförnum árum.
Nú eru tvær bílgerðir frá Ssang-
yong aftur komnir í sölu hérlend-
is. Eru það gerðirnar Korando og
Rexton sem hafa nú fengið nýtt
og laglegt útlit. Eru þessir bílar
afar vel búnir miðað við lágt verð
þeirra. Korando er fjórhjóladrif-
inn jepplingur með 175 hestafla
dísilvél og með 18 cm undir lægsta
punkt.
Bílablaðamaður Fréttablaðsins
fékk að reyna bílinn í síðustu viku
og sprautast hann hreinlega áfram
með þessari öflugu vél og er lipur
í borgarakstrinum. Hann er ári
rúmgóður, með flott leðursæti og
vel hlaðinn búnaði. Verð á ódýr-
ustu útgáfu hans með beinskipt-
ingu er 4.990.000 kr. Sjálfskipt-
ur og með leðurinnréttingu kostar
hann 5.990.000 kr. og 5.790.000 kr.
án leðurinnréttingar.
Rexton er einn fárra jeppa sem
hægt er að breyta
Ssangyong Rexton er jeppi og
talsvert stærri um sig. Hann er
með 155 hestafla vél og eyðir 7,8
lítrum í blönduðum akstri. Verð
hans er 6.990.000 kr. með tau-
áklæði en með leðuráklæði og
ýmsum viðbótarbúnaði kostar
hann 7.690.000 kr. Rexton er full-
vaxinn torfærubíll með hásingu
og lágt drif og millikassa. Því má
breyta þessum bíl, hækka hann
og setja undir hann stærri dekk
og setja á hann brettakanta. Sjálf-
skiptingin er 5 gíra og hann er
búinn ESP-stöðugleikastýringu,
búnaði sem heldur við í brekkum
og fleira góðgæti.
Í dýrari útgáfu hans með leður-
innréttingu kemur auk þess sjálf-
stæð fjöðrun að aftan, 18 tommu
flottar felgur, fjarlægðarskynj-
arar, rafdrifin framsæti, minni í
speglum og bílstjórasæti, viðar-
klæðning í mælaborði, hiti í aftur-
sætum, opnanlegur gluggi á aft-
urhlera, hiti í framrúðum og ým-
islegt fleira. Þeir eru ekki svo
margir jepparnir sem breyta má
í dag og munu vafalaust margir
fagna þessum bíl í fátæklega flóru
jeppa sem svona eru búnir. Hann
er auk þess með 78 lítra eldsneyt-
istanki svo aka má honum 1.000
kílómetra ef vel er ekið.
SSANGYONG KORANDO OG REXTON
MÆTTIR AFTUR EFTIR LANGT HLÉ
Rexton er fullvaxinn torfærubíll með hásingu, lágt drif og millikassa og því einn fárra sem má breyta.
Mercedes Benz V-Class er stór en býsna laglegur bíll.
SSANGYONG KORANDO
SSANGYONG REXTON
VISTVÆNAR
SAMGÖNGUR
- vegur eða vegleysa?
Græna orkan býður til
ráðstefnu 17. september
næst komandi á Grand Hótel
Reykjavík, Sigtúni 38
Þátttökugjald er 12.500 kr.
og hádegismatur er inni-
falinn. Skráning tilkynnist
í glk@newenergy.is.
Kynntu þér dagskrána
á grænaorkan.is
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
|
S
ÍA