Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 12
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Íslenska námslánakerfið þarfnast heild-
stæðrar endurskoðunar. Greiðslubyrði vegna
námslána nemur nú um þriggja vikna laun-
um ár hvert. Endurgreiðslutími hefur verið
að lengjast, eftir að horfið var frá því fyrir-
komulagi að fella niður lánin eftir tiltekinn
tíma frá lokum náms, eða við tiltekinn aldur.
Það tekur í pyngjuna að þurfa að ráðstafa
hátt í eins mánaðar launum í afborganir af
námsláni. Afborganirnar eru tekjutengdar,
þannig að laun hafa bein áhrif á það hve mörg
ár tekur að greiða lánin upp. Háar tekjur
kljúfa lánið hraðar en lágar. Því lægri sem
tekjur fólks eru miðað við upphæð láns, því
fleiri ár spanna afborganirnar. Er það þjóð-
félagslega eðlileg staða, að lágtekjufólk beri
skuldir af námi almennt lengur en aðrir? Í
landi þar sem kynbundinn launamunur er
viðvarandi, getur slíkt ástand þýtt að konur
beri námsskuldir að jafnaði lengur en karlar.
Viljum við það?
Nú er svo komið að námsskuldir fylgja
fólki inn í ellina. Ekki bara út starfsævina,
heldur lífið allt. Hvenær var sú ákvörð-
un tekin að það væri æskilegt? Líklegast
aldrei, enda falla heimildir til undanþágu frá
afborgunum vegna bágrar fjárhagsstöðu til
dæmis niður þegar lífeyrisaldri er náð. Þann-
ig fer öryrki sem hefur verið undanþeginn
greiðslum aftur að fá til sín greiðsluseðla
þegar hann breytist í lífeyrisþega. Lög gera
með öðrum orðum ekki ráð fyrir því að aldr-
aðir skuldi námslán.
BHM gerir athugasemdir við það verklag
að veita stuðning vegna barneigna á náms-
árum á formi hækkaðs láns sem síðan þarf
að greiða til baka. Almennt eru ekki gerðar
kröfur um endurgreiðslur barnabóta til sam-
félagsins, nema í gegnum skatta. Svipað má
segja um húsnæðisstuðning, sem einnig er
veittur á formi hækkaðs láns til námsmanna.
Hærra lán lengir greiðslutíma, þannig að sú
staða getur komið upp að fólk sé í raun enn
að greiða til baka húsnæðis- og barnabæt-
ur um áttrætt. Og þá helst kannski gamlar
konur.
Lenging endurgreiðslutíma endurspegl-
ar að lokum þá staðreynd að laun háskóla-
menntaðra á Íslandi vega ekki upp tilkostnað
við öflun menntunar. Það dæmi gengur ekki
upp og því þarf að breyta.
Allar ákvarðanir, hvort sem þær birtast
í aðgerðum eða aðgerðaleysi eru stefnu-
mótandi. Nú er þörf á markvissri skoðun
á námslánakerfi Íslendinga þannig að það
komist í sómasamlegt horf.
Ungur nemur, gamall skuldar?
H
austinu fylgir ýmis glaðningur þótt rigningin og rokið
séu ekki uppörvandi eftir rigningarsumar. Meðal
þess sem hlakka má til er að starfsár leikhúsanna
hefst í september og leikhúsáhugafólk liggur yfir
dagskrá vetrarins til að velja sér þær sýningar sem
meiningin er að sjá. Þjóðleikhúsið kynnir nú með stolti alíslenskan
vetur þar sem öll frumsýnd verk eru af íslenskum uppruna, bæði
ný og gömul. Fráfarandi þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir,
hefur greinilega ákveðið að kveðja á þjóðlegu nótunum og skila
um leið góðri stöðu í kassanum.
Það er nefnilega lítið róið á ný og fersk mið í vetrardagskrá
leikhússins. Uppistaðan eru
ýmist verk sem byggð eru á
vinsælum skáldsögum, sem
treysta má að fólk vilji sjá
lifna við á leiksviðinu, eða
gamlir standardar eins og Fjalla-
Eyvindur og Sjálfstætt fólk. Inn
á milli eru vissulega áhugaverð
ný verk, en hafi meiningin verið
að sýna hina margumtöluðu grósku í íslenskum sviðslistum vekur
verkefnavalið furðu.
Ýmsir munu eflaust hnussa yfir þessu tuði; hvað er að því
að sýna bara íslensk verk? Þurfum við alltaf að vera að sleikja
upp einhverja útlendinga? Því er til að svara að í reglugerð um
starfsemi Þjóðleikhússins, frá 15. janúar 2009, er skýrt tekið fram
að hlutverk þess sé „að sviðsetja árlega fjölbreytt úrval innlendra
og erlendra sjónleikja“, „stuðla að samstarfi við erlend leikhús,
sviðslistahópa og einstaka listamenn með það að markmiði að
auðga leikhúsmenningu í landinu“ og „glæða áhuga lands manna
á leiklist, auðga leikhúsmenningu í landinu og stuðla að þróun
sviðslista með því að efla íslenska leikritun og hlúa að nýsköpun á
vettvangi leiklistarinnar“. Í ljósi þessarar reglugerðar hlýtur að
orka tvímælis að byggja heilt leikár að mestum hluta á íslenskum
verkum sem áhorfendur þekkja fyrir. Svo ekki sé nú minnst á
hætturnar sem því fylgja að lokast inni í alíslenskum fílabeins-
turni og telja sig lítið hafa að sækja út fyrir landsteinana. Það
lyktar satt að segja af þjóðrembu sem vekur ótta.
Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri vakti máls á þessari hættu
á málþingi um hlutverk stofnanaleikhúsa í vor og talaði um
„heimóttarskap“ í því sambandi. Þau ummæli fóru ekki vel í alla
en Þórhildur ítrekaði í svargrein við mótbárum Völu Höskulds-
dóttur á vefritinu Reykvélinni að einangrun íslensks leikhúss
leiddi til heimóttarskapar: „Ég notaði orðið heimóttarskapur aftur
og aftur … fyrst og fremst til að undirstrika áhyggjur mínar af
þeirri einangrun sem íslenskt leikhús býr við. Og sú einangrun er
staðreynd.“
Þessi varnaðarorð Þórhildar hafa því miður greinilega ekki
skilað sér til ráðamanna í Þjóðleikhúsinu. Ekki einungis eru
öll verkin á leikárinu íslensk heldur er aðeins einn leikstjórinn
erlendur. Hið ríkisrekna íslenska leikhús vill greinilega frekar
efla einangrun sína en opna nýja glugga, sem er ekki vænlegt
fyrir framtíð íslenskrar leiklistar. Eflum íslenskar sviðslistir
fyrir alla muni, en heftum ekki súrefnisflæðið til þeirra utan úr
heimi.
Hvað liggur að baki verkefnavali Þjóðleikhússins?
Er íslenskt endi-
lega alltaf best?
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
FJÁRMÁL
Guðlaug
Kristjánsdóttir
formaður BHM
➜ Það tekur í pyngjuna að þurfa
að ráðstafa hátt í eins mánaðar
launum í afborganir af námsláni.
Alltaf á mánudögum, eða þannig
„Við erum bara að skoða þessi mál, við
höfum að sjálfsögðu verið að fylgjast
með fréttum. Fundurinn í hádeginu var
ekki skyndifundur sökum upplýsinga
Atla Þórs heldur var hann ákveðinn
fyrir nokkuð löngu. Sambærilegir
fundir eru alltaf á mánudögum á
nokkurra vikna fresti. Þetta er bara
eitt af þeim málum sem þar verða
á dagskrá,“ sagði Elfa Ýr Gylfadóttir,
framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar,
í samtali við Morgunblaðið vegna
samtals sem hún átti við Atla Þór
Fanndal blaðamann um málefni DV,
og hver viðbrögð nefndarinnar geti
orðið vegna þeirra upplýsinga sem
fram eru komnar.
Pútín, Obama og 5. hola
Ritstjóri Moggans, Davíð
Oddsson, skrifar um ástandið í Úkraínu
og aðkomu annarra þjóða þar að:
„En hitt er mikilvægara að almenn-
ingsálitið í Rússlandi er þannig nú,
hvað sem síðar verður, að Pútín myndi
missa allan sinn trúverðugleika heima
fyrir og þá stöðu sem hann hefur,
tækist Úkraínustjórn að yfirbuga
aðskilnaðarsinna og niðurlægja Pútín.
Pútín tekur því frekar þá áhættu, að
Obama forseti muni við þessar að-
stæður gera 15 mínútna hlé
við 5. holu á golfvellinum
og segja við fréttamenn
að ekki sé hægt að úti-
loka að efnahagsþvinganir
verði enn hertar, vegna
óheppilegrar
fram-
göngu
Rússa.“
Í fótspor nafna síns
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er
ekki fyrsti maðurinn til þess að gegna
embætti dómsmálaráðherra samhliða
forsætisráðherraembættinu. Það gerði
nafni hans, Davíð Oddsson, einnig
um tveggja vikna skeið. Árið 1999 var
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra
og dóms- og kirkjumálaráðherra.
Hann gerðist sendiherra og hætti í
stjórnmálum nokkrum dögum fyrir
kosningar. Davíð tók við þeim
skyldum sem Þorsteinn hafði
gegnt fram að kosningum. Eftir
þær tók Sólveig Pétursdóttir svo
við dóms- og kirkjumálunum en
Árni Mathiesen varð sjávarút-
vegsráðherra.
sme@frettabladid.is
jonhakon@frettabladid.is
Hamskiptin
„Snilldarverk“
New York Times
★★★★★
The Guardian
★★★★★
Sunday Express
★★★★★
Daily Mail
★★★★★
Daily Telegraph
★★★★★
What’s On Stage
★★★★★
The Australian Stage
★★★★★
Time Out Hong Kong
eftir Franz Kafka í leikgerð Vesturports
Rómuð sýning Vesturports snýr
aftur eftir sigurgöngu um heiminn.
Sýnt frá 17. september.
Aðeins 9 sýningar.
Tryggðu þér leikhúskort!
WWW.LEIKHUSID.IS