Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 4
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 2.354 tonn af kaffi voru flutt inn til landsins á síðasta ári. Á fyrstu sjö mánuðum þessa árs hafa verið flutt inn 1.477 tonn, 150 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Heimild: Hagstofa Íslands. DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli r ík issaksóknara á hendur síbrota mönnunum Baldri Kol- beinssyni og Eggerti Kára Krist- jánssyni fyrir árás á samfanga sinn, Matthías Mána Erlingsson, hófst í gær í Héraðsdómi Suður- lands. Árásin átti sér stað á Litla- Hrauni í september í fyrra. Matthías bar fyrir sig minnis- leysi í vitnaleiðslum í gær. Hann sagðist ekki muna hvaða áverka hann hefði hlotið vegna árásar- innar en samfangar hans, Bald- ur og Eggert, munu hafa greitt honum ótal högg í andlit og höfuð. Notuðu þeir meðal annars lás til verksins. „Ég er ekki læknir. Ég er með fullt af örum á líkamanum,“ sagði Matthías í vitnaleiðslum, aðspurð- ur hvort hann hefði hlotið einhver ör á líkama við árásina. Í gær hófst einnig aðalmeðferð við héraðsdóm í öðru máli á hend- ur Baldri, fyrir einstaklega ógeð- fellda árás á samfanga sinn í fang- elsinu í maí á síðasta ári. Baldri er í því máli gefið að sök að hafa ráð- ist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-Hrauni fyrir kynferð- isbrot gegn barni, en var í kjölfar- ið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. - sks Aðalmeðferð hafin í tveimur málum á hendur Baldri Kolbeinssyni fyrir líkamsárásir á Litla-Hrauni: Réðst á samfanga sinn með mannasaur LITLA-HRAUN Aðalmeðferð í tveimur málum á hendur Baldri fer nú fram. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ég er ekki læknir. Ég er með fullt af örum. Matthías Máni Erlingsson. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 897-2896 OG Á WWW.BAKLEIKFIMI.IS Hefst 3. september Fjörugir tímar undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Mánudaga kl. 17.45 og miðvikudaga kl. 18.15 í Grensáslaug AQUA FITNESS TYRKLAND, AP Handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur 33 lögreglumönnum í Tyrklandi. Þeir eru sakaðir um að hafa verið með ráðabrugg gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan forsæt- isráðherra, sem nýlega var kosinn forseti landsins, hefur undan- farnar vikur sakað lögregluna um samsæri gegn sér. Tugir manna hafa verið handteknir síðan í júlí. Þetta er í beinu framhaldi af fjöldahandtökum og málaferl- um á vegum hans gegn lögreglu, dómurum og hernum undanfarin misseri. - gb Erdogan herðir enn tökin: Lögreglumenn handteknir ÍRAK, AP Nýjasta vopn araba- heimsins gegn Íslamska ríkinu í Írak og öðrum öfgasamtökum ofbeldismanna eru skopmyndir og teiknimyndir í anda banda- rísku Looney Tunes-myndanna. „Þessir menn eru ekki sannir fulltrúar íslams og með því að gera grín að þeim erum við að sýna andstöðu okkar,“ segir Nabil Assaf, aðstandandi grínþátta sem sýndir hafa verið í sjónvarpi í Líbanon. Sjónvarpsstöðvar í Mið-Austur- löndum eru farnar að birta teikni- myndir og grínþætti af þessum toga til að gagnrýna ofbeldis- mennina og grafa undan tilkalli þeirra til trúarlegs sannleika. - gb Nýjasta vopn araba: Teiknimyndir gegn ofbeldinu GREFUR UNDAN OFBELDISMÖNNUM Liðsmenn Íslamska ríkisins dregnir sundur og saman í háði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vordís Eiríksdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÞAÐ KÓLNAR HELDUR NÆSTU DAGA hjá okkur og verður hiti þetta á bilinu 6-14 stig en hlýnar á ný um helgina. Það má vænta einhverrar vætu um landið í dag og á morgun en þurrt og léttskýjað að hluta á fimmtudaginn. 9° 5 m/s 11° 7 m/s 11° 4 m/s 12° 3 m/s Hæg breytileg eða V-læg, 2-8m/s Hæg V-læg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 31° 32° 21° 23° 22° 18° 19° 19° 19° 26° 21° 33° 31° 30° 25° 19° 20° 20° 10° 2 m/s 12° 8 m/s 16° 7 m/s 11° 10 m/s 12° 7 m/s 10° 8 m/s 6° 6 m/s 10° 10° 7° 8° 11° 11° 13° 9° 9° 10° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustu- fyrirtæki eru farin að kanna þann möguleika að bjóða upp á skipulagðar ferðir erlendra ferða- manna á gosstöðvarnar norð- an Vatnajökuls. Beðið er átekta eftir að almannavarnir opni fleiri svæði svo að hægt sé að selja slík- ar ferðir. Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norð- urlands, segir erlendar ferðaskrif- stofur vera komnar í startholurnar hvað varðar ferðir á eldgosasvæð- ið norðan Vatnajökuls. Eftirspurn er eftir ferðum sem slíkum og gæti þýtt aukinn ferðamannastraum á norðaustanvert landið þegar fram í sækir. „Í raun er þetta ennþá bara á hugmynda stiginu, Hins vegar vitum við af því að erlend fyrirtæki eru að búa til vöru úr eldgosinu í Holuhrauni og í sam- vinnu við innlenda aðila munu þau koma með ferðamenn inn á svæðið um leið og það opnast. Það er hins vegar þannig að menn bíða átekta á meðan Almannavarnir halda enn uppi lokunum. Það mun enginn setja sig upp á móti þeim lokun- um og ferðaþjón- ustan mun virða þær.“ Einar Pétur Heiðarsson, sérfræðingur hjá Almanna- vörnum, segir að ásókn ferða- manna á gos- stöðvarnar sé mikið rædd innan almannavarna og lokanir séu í stöðugri endurskoðun. Hinsvegar verði svæðið eða einstaka leiðir á svæðinu ef það er talið hættulegt. „Á meðan vísindamenn telja enn hættu á að það fari að gjósa undir jökli teljum við engar forsend- ur fyrir því að aflétta lokunum á svæðinu. Það er enn talin hætta á því svo við höldum svæðum lok- uðum.“ Í gærkvöldi var ákveðið að opna Dettifossveg að vestanverðu aftur fyrir bílaumferð. Vegurinn hefur verið lokaður frá því 23. ágúst síðastliðinn. Arnheiður telur þá lokun hafa haft hvað mest áhrif á ferðaþjónustuaðila sem margir hverjir voru búnir að selja ferðir að Dettifossi. „Ferðaþjónustufyr- irtækin hafa tapað miklum fjár- hæðum á lokunum vegna skipu- lagðra ferða bæði að Dettifossi og Öskju. Við skjótum á að fyrirtækin hafi orðið af um einni til tveimur milljónum á dag á þessum lokun- um. Þetta eru ferðir sem búið var að selja í og það eina sem ferða- þjónustuaðilar gátu gert var að endurgreiða ferðamönnum. Sumir hverjir geta nú haldið áfram að selja í ferðir á svæðið en aðrir sem hætta snemma sitja eftir með sárt ennið.“ sveinn@frettabladid.is Fyrirtæki íhuga gosferðir Lokanir vega vegna eldgoss norðan Vatnajökuls hafa kostað ferðaþjónustufyrirtæki allt að tvær milljónir á dag. Mesta tjónið af lokun Dettifossvegar að vestan. Byrjað er að skipuleggja ferðir að gosstöðvum í Holuhrauni. ARNHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ELDGOS Í HOLU- HRAUNI Ferðaþjón- ustuaðilar eru farnir að skipuleggja ferðir á svæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL Ákveðið hefur verið að leyfa á ný umferð um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Hafa ber þó í huga að göngu- leiðir á svæðinu eru áfram lokaðar. Ákvörðunin er byggð á áhættuminnkandi aðgerðum Almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs og minnkandi straumi gangandi ferðamanna á svæðinu. Fram kemur í fréttatilkynningu Almannavarna að ákvörðunin byggist ekki á minnkandi flóðahættu, hún sé enn fyrir hendi, heldur sé gæsla og eftirlits- geta á svæðinu það mikil að talið sé óhætt að leyfa ferðafólki að komast að Dettifossi að vestanverðu. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norður- lands, fagnar mjög þessari opnun Dettifossvegar. „Lokun vegarins hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustuaðila á svæðinu og mjög mikilvægt að geta farið með ferðamenn á svæðið aftur,“ segir Arnheiður. Dettifossvegur opnaður fyrir ferðafólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.