Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 42
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22SPORT
FÓTBOLTI Kjartan Henry Finnboga-
son hefur verið mikið á milli tann-
anna á fólki vegna atvika sem hafa
komið upp í leikjum KR. Framherjinn
er ekki sáttur við þá gagnrýni sem
hann hefur fengið í Pepsi-mörkunum
og þá sérstaklega þá gagnrýni sem
hann hefur fengið frá Reyni Leóssyni.
„Reynir var í Skagaliðinu þegar
þeir voru upp á sitt grjótharðasta. Ég
spilaði stundum á móti honum og
ósjaldan var maður klipinn í hornum
eða fékk hné í bakið. Hvort það var
viljandi eða ekki skiptir ekki máli.
Þetta var partur af boltanum,“ segir
Kjartan.
„Svo situr hann í sjónvarpssettinu
með hárkolluna sína og vænir menn
um að vera hrotta og óþverra. Mér
finnst það vera aumkunarvert. Ég var
orðinn frekar þreyttur á því. Reynir
fór í taugarnar á mér því hann var að
kasta steinum úr glerhúsi. Ég á ekki
til orð yfir það að hann sé að væna
menn um hrottaskap. Ég skil vel að
menn séu að búa til sjónvarp, reyna
að vera fyndnir og svaka spaðar en
ég held að menn ættu stundum að
líta sér nær.“
Kjartan neitar því þó ekki að hann
sé fastur fyrir enda keppnismaður.
„Ég er ekki að segja að ég sé ein-
hver engill. Ég er karakter og hef alltaf
verið svona. Ég er líka oft marinn og
stigið á mig en ég mæti ekki í viðtöl
og væli hvort eitthvað sé viljandi líkt
og Brynjar Gauti gerði eftir ÍBV-leik-
inn. „Come on“ þetta eru fullorðnir
karlmenn í fótbolta.“ - hbg
Aumkunarverð framkoma hjá Reyni
GRJÓTHARÐUR Reynir í leik með Val.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI „Ég var búinn að ganga
frá þessu á föstudag en spilaði síð-
asta leikinn með KR gegn Stjörn-
unni,“ segir Kjartan Henry Finn-
bogason sem er orðinn leikmaður
danska B-deildarliðsins Horsens
en hann skrifaði undir tveggja ára
samning við félagið.
Kjartan á reyndar eftir að gang-
ast undir læknisskoðun og tjáði
Fréttablaðinu að hann væri ekki
viss um að hann þyrfti að fara í
hana. Hann skoðaði málið vel áður
en hann samdi og talaði meðal
annars við marga í Danmörku um
Horsens.
„Eftir að hafa kynnt mér félagið
og danska boltann vel þá var
aldrei spurning um að stökkva á
þetta tilboð. Þetta er eitt af þrem-
ur stærstu liðum deildarinnar og
Horsens á að vera í úrvalsdeild.
Þetta er nýr völlur og frábærar
aðstæður hérna,“ segir framherj-
inn sem á að rífa upp markaskorun
liðsins en það hefur aðeins skorað
fjögur mörk í fyrstu sex leikjum
deildarinnar.
„Þá vantaði mann í teiginn til að
klára sóknirnar. Þjálfarinn talaði
við Óla Kristjáns og fleiri og ég
hef greinilega fengið ágætis með-
mæli. Þjálfarinn hefur trú á mér
og sannfærði mig.“
Mörgum finnst skrítið að Kjart-
an skuli fara í dönsku B-deildina
en hvað finnst honum?
„Danska úrvalsdeildin er sú
besta á Norðurlöndunum. Hér vilja
liðin spila fótbolta. Ég hefði ekki
farið í hvaða lið sem er í þessari
deild en þetta er klúbbur sem talað
er vel um og spilar fínan bolta,“
segir Kjartan en hann var til í nýja
áskorun.
„Ég var orðinn pínu þreyttur á
þessu Pepsi-deildar umhverfi og
þurfti breytingu. Ég var alvarlega
meiddur og munaði engu að ferl-
inum lyki snemma hjá mér. Ég hef
unnið vel í mínum málum og gott
að komast aftur út orðinn 28 ára.
Ég hef séð stráka eins og Guðjón
Baldvins og fleiri sem hafa unnið
sig upp úr neðrideildarboltanum.
Ef maður stendur sig vel þá er
þetta frábær gluggi.“
Kjartan er umdeildur leikmað-
ur og hefur fengið að heyra það úr
stúkunni. Það truflar hann ekkert
en hann segir það hafa truflað fjöl-
skylduna.
„Ég fæ að svara fyrir mig inni á
vellinum en umræðan var oft ein-
hliða um mig. Ég er samt ekki að
flýja land út af umræðunni. Þetta
var bara frábært tækifæri sem ég
stökk á.“
Kjartan mætir á sína fyrstu
æfingu með Horsens í dag en hann
verður án fjölskyldunnar næstu
mánuði.
„Það var erfitt að kveðja því
ég á konu og fjögurra ára stelpu
á skemmtilegum aldri heima. Það
verður Skype fram í nóvember
sýnist mér.“ - hbg
Orðinn þreyttur á Pepsi-deildarumhverfi nu
Kjartan Henry Finnbogason fær nýtt tækifæri í atvinnumennskunni en hann samdi við danskt félag.
NÝIR TÍMAR Kjartan reynir fyrir sér í
Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Ólafur Karl Finsen skor-
aði tvö mörk þegar Stjarnan bar
sigurorð af KR með þremur mörk-
um gegn tveimur á KR-vellinum á
sunnudaginn. Hann er leikmaður
18. umferðar Pepsi-deildar karla
að mati Fréttablaðsins.
„Við erum ánægðir með sigur-
inn á sunnudaginn og sumarið í
heild,“ sagði Ólafur þegar Frétta-
blaðið heyrði í honum hljóðið í gær.
Erum með sterkan hóp
Stjörnumenn mættu nokkuð væng-
brotnir til leiks gegn KR sem hafði
ekki tapað á heimavelli sínum frá
því í 16. september 2012. Dönsku
varnarmennirnir Niclas Vemme-
lund og Martin Rauschenberg
voru báðir í banni, auk þess sem
fyrirliði liðsins, Michael Præst,
er frá út tímabilið vegna meiðsla.
Ólafur bar lof á þá sem komu inn
í liðið, en Stjarnan endaði leik-
inn á sunnudaginn með þrjá 19
ára stráka inn á vellinum; Heiðar
Ægisson, Þorra Geir Rúnarsson og
Jón Arnar Barðdal.
„Við erum með sterkan hóp og
það kemur maður í manns stað,“
sagði Ólafur og bætti við: „Allir
sem komu inn stóðu sig vel, eins
og Heiðar sem spilaði frábærlega
í bakverðinum, og svo er Þorri
búinn að vera geggjaður á miðj-
unni eftir að Præst meiddist. Þetta
eru frábærir strákar og framtíðin
er mjög björt hjá okkur.“
Þótt aldurinn sé ekki að þvæl-
ast fyrir Ólafi (sem er fæddur
árið 1992) býr hann yfir töluverðri
reynslu. Hann gekk til liðs við hol-
lenska liðið AZ Alkmaar árið 2008,
en sneri aftur heim í Garðabæinn
tveimur árum seinna. Þar hefur
Ólafur leikið síðan, fyrir utan eins
árs dvöl hjá Selfossi 2012. Fyrir
þessa leiktíð hafði Ólafur skorað
tíu mörk í efstu deild, en hann er
næstum því búinn að tvöfalda þá
tölu í sumar. Ólafur hefur skorað
níu mörk í 16 deildarleikjum, auk
tveggja marka í Borgunarbikarn-
um og fimm í forkeppni Evrópu-
deildarinnar þar sem Stjörnumenn
komust í fjórðu umferð.
Þá get ég bara hætt sáttur
Ólafur sagði það hafa verið mikla
upplifun að spila gegn Inter á San
Siro, þótt úrslitin hefðu ekki verið
Garðabæjarliðinu hagstæð (6-0
fyrir Inter): „Þetta var frábær
ferð. Við verðum að sætta okkur
við að við áttum ekki séns í þá, en
bara það að Stjarnan hafi spilað
við Inter á San Siro og 300 Stjörnu-
menn hafi verið í stúkunni er ótrú-
legt. Mér leið eins og mig væri að
dreyma. Þetta var ógleymanlegt.“
Stjarnan er enn ósigruð í Pepsi-
deildinni, en liðið situr í öðru sæti
með 39 stig, tveimur stigum á eftir
toppliði FH. Ólafur hefur trú á að
það verði framhald á þessu góða
gengi: „Við höfum bullandi trú á
við getum unnið titilinn. Við þurf-
um bara að halda áfram að leggja
hart að okkur,“ sagði Ólafur sem
segist ekki vera farinn að gæla við
atvinnumennskuna:
„Nei, alls ekki. Eina sem ég
hugsa um er að vinna Íslands-
meistaratitilinn með Stjörnunni
og eftir það get ég jafnvel bara
hætt sáttur. Búinn að spila á San
Siro og vinna titilinn með uppeld-
isfélaginu. Ég horfi ekki neitt á
atvinnumennskuna. Ég veit ekki
hvort löngunin sé nógu mikil. Mér
finnst alveg gaman í fótbolta, en
ég veit ekki með allt umstangið í
kringum leikinn. Þegar þetta er
orðin atvinna, er þetta kannski
orðið of mikið,“ sagði Ólafur Karl
Finsen að lokum. ingvithor@365.is
Eina sem ég hugsa um er að
vinna Íslandsmeistaratitilinn
Ólafur Karl Finsen hefur spilað vel með Stjörnunni í sumar, en hann var í stóru hlutverki þegar Garðabæjar-
liðið vann KR í Vesturbænum á sunnudaginn. Gæti jafnvel hætt ef liðið endar sem Íslandsmeistari.
KRAFTMIKILL Ólafur Karl Finsen hefur átt gott tímabil með Stjörnunni sem er í
harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
FYLKIR - VALUR 2-0
1-0 Lucy Gildein (62.), Sæunn Sif Hreiðarsdóttir
(90.+2).
STAÐAN Í DEILDINNI:
Stjarnan 14 12 1 1 48-8 37
Breiðablik 14 10 1 3 40-11 31
Fylkir 15 9 2 4 18-13 29
Þór/KA 14 8 3 3 18-16 27
Selfoss 14 7 2 5 29-21 23
Valur 15 6 4 5 25-21 22
ÍBV 14 6 0 8 31-24 18
FH 14 2 3 9 12-49 9
Afturelding 14 2 1 11 9-41 7
ÍA 14 0 1 13 8-34 1
MARKAHÆSTAR
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni 23
Shaneka Jodian Gordon, ÍBV 8
Aldís Kara Lúðvíksdóttir, Breiðabliki 8
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki 8
Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi 8
Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Breiðabliki 8
PEPSI KVENNA 2014
FÓTBOLTI Fylkiskonur unnu Val,
2-0, í Pepsi-deild kvenna í knatt-
spyrnu í gærkvöldi og komust
þannig upp fyrir Þór/KA í þriðja
sæti deildarinnar. Norðankonur
geta þó endurheimt þriðja sætið á
miðvikudaginn.
Lucy Gildein kom Fylki í 1-0
í fyrri hálfleik og Sæunn Sif
Hreiðarsdóttir bætti við öðru
marki í uppbótartíma seinni hálf-
leiks. Valskonur eru nú án sigurs
í þremur síðustu leikjum sínum.
Fylkir er með 29 stig í þriðja
sæti en Valur með 22 stig þegar
bæði lið eiga þrjá leiki eftir. - tom
Fylkir komst í
þriðja sætið
BARÁTTA Það var hart tekist á á Fylkis-
vellinum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Hólmbert Aron Frið-
jónsson, framherjinn stóri og
stæðilegi, var lánaður frá Celtic
til danska liðsins Bröndy í gær út
tímabilið. Danska félagið er svo
með forkaupsrétt á Hólmberti
Aroni næsta sumar.
Hólmbert gekk í raðir Celtic í
desember í fyrra en fékk aldrei
tækifæri með aðalliðinu. Þegar
Ronny Deila tók við sá hann ekki
hlutverk fyrir HK-inginn í liði
sínu á þessari leiktíð og talaði því
fljótlega um að að lána hann.
Bröndby er í 3. sætinu í Dan-
mörku eftir sex umferðir. - tom
Hólmbert fór
til Bröndby
SPILTÍMI Hólmbert Aron þarf að fara
að spila reglulega. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Manchester United fékk til sín tvo leik-
menn á lokadegi félagaskipta í gær, en annar þeirra
er kólumbíski markahrókurinn Radamel Falcao sem
kemur frá Mónakó í Frakklandi. Þegar Fréttablaðið fór
í prentun í gær var ekki búið að staðfesta kaupin.
Daley Blind kemur frá Hollandsmeisturum
Ajax, en hann var kjörinn besti leikmaður
hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leik-
tíð. Hann getur bæði leikið sem varnar-
maður og miðjumaður.
United losaði sig við tvo framherja;
Danny Welbeck og Javier Hernández.
Chicharito fór til Real Madrid á láni og
Arsenal fékk frest fram á gærkvöldið til að
kaupa Danny Welbeck fyrir 16 milljónir.
Stór dagur hjá United