Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 14
2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Bróðir okkar, mágur og frændi, JÓN EGGERT GUNNLAUGSSON Sauðá, Vatnsnesi, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga 26. ágúst sl. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 3. september kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Þorgeir Gunnlaugsson Elínborg Þorsteinsdóttir Sverrir Gunnlaugsson Torgerð Hjelm Ellert Gunnlaugsson Aðalheiður Jónsdóttir og aðrir aðstandendur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR HELGA SVEINBJÖRNSDÓTTIR Höfða, hjúkrunar og dvalarheimili á Akranesi, lést mánudaginn 25. ágúst. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsam- lega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar og dvalarheimili á Akranesi. Skúli B. Hákonarson Sigurlaug Magnúsdóttir Alma Hákonardóttir Hrönn Hákonardóttir Sesselja Hákonardóttir Sigursteinn Hákonarson Hafdís Hákonardóttir Sveinbjörn Hákonarson Guðrún S. Guðmundsdóttir og ömmubörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJARTMARS GUÐMUNDSSONAR Skúlagötu 40a. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar H2 á Hrafnistu, Laugarási, fyrir alúð og umhyggju. Hilda Nissen Kristín Bjartmarsdóttir Brynjar Kristjánsson Elísa Björk Sigurðardóttir Sigríður Ósk Sigurðardóttir Þráinn Alfreðsson Hilda Ríkharðsdóttir Axel Karlsson Kristján Bjartur Brynjarsson Okkar ástkæri faðir og afi, ÞORVALDUR SÆVAR PÁLSSON, lést á lungnadeild Landspítalans þann 27. ágúst síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. september kl. 15.00. Heiða Þorvaldsdóttir Diljá Björg Þorvaldsdóttir Einar Páll Þorvaldsson Alexander Heiðar Ólason Ástkær sambýlismaður minn, HELGI JÓNSSON Hraunbæ 8, lést miðvikudaginn 27. ágúst. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 5. september kl. 13.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Þórdís Hjörleifsdóttir Ástkær unnusti minn, faðir, sonur og bróðir, ÞÓRÐUR HEIÐAR (DODDI) JÓNSSON frá Akranesi, lést af slysförum í Þýskalandi 12. ágúst sl. Útför Þórðar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 5. september og hefst athöfnin kl. 15.00. Lise Alexandersen Petrina Menzel Alexander Jon Banke Guðrún Karítas Albertsdóttir og systkini hins látna. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GÚSTAF ADOLF NJÁLSSON „DÚDDI Á HVOLI“ húsasmíðameistari, Þverholti 16, Akureyri, lést á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri mánudaginn 25. ágúst. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju, 5. september klukkan 13.30. Halla Kristmunda Sigurðardóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA ÞORVALDSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram eftir u.þ.b. hálfan mánuð og verður auglýst síðar. Már Viðar Másson Margrét Ólafsdóttir María Erla Másdóttir Ingólfur Sigurðsson Þorvaldur Tómas Másson Ulla Britt Jakobsson Nikulás Úlfar Másson Sóley Ingadóttir Halla Þóra Másdóttir Ágúst Kárason Hafsteinn Másson María Þorleifsdóttir Sigríður Svala Másdóttir Óskar Dagsson ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN G. HJÁLMARSSON frá Vestmannaeyjum, Kleppsvegi 62, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 31. ágúst. Soffía Guðrún Jóhannsdóttir Jóhann Pétur Jónsson Kristín S. Steingrímsdóttir Einar Hjálmar Jónsson Erla J. Erlingsdóttir Hafdís Jónsdóttir Georg Kulp Kristrún Jónsdóttir Ólafur Fannar Vigfússon barnabörn og barnabarnabörn. „Garðurinn er tvö þúsund fermetrar að stærð en ég hef gaman af ræktun- inni og hún er líka mín líkamsrækt. Ég fer út í garð að puða í stað þess að hlaupa á bretti og þar fæ ég mjög fjöl- breyttar líkamsæfingar,“ segir Edda Gísladóttir kennari. Hún býr að Hlíð- artúni 12 í Mosfellsbæ og fyrir utan eigin lóð er hún þar með leiguland líka sem hún hefur ræktað í 40-50 ár. Á bæjarhátíðinni Í túninu heima sem haldin var í Mosfellsbæ um síðustu helgi tók hún við viðurkenningu fyrir þessa eljusemi sína. Þótt sumarið hafi verið votviðra- samt segir Edda garðinn hafa verið fallegan fram að þessu. Hún kveðst slá hann á fimm daga fresti. „Ég er komin á eftirlaun og þegar maður er heima getur maður nýtt hvert augnablik og þau komu mörg góð inn á milli. Ég er með góða vél sem keyr- ir sjálf og safnar í sig heyinu og ef slegið er nógu oft er í lagi þótt grasið sé blautt. Svo breiði ég heyið yfir ill- gresið milli trjánna til að þurfa ekki að reyta það. Maður verður að vera svolítið útsmoginn.“ Ekki kveðst Edda hafa stúder- að garðrækt heldur vera alin upp af danskri móður með gríðarlegan áhuga á að rækta fallegan garð hér á Íslandi. „Ég byrjaði á að vera neydd til að hjálpa mömmu, svo kom bakt- erían af því að umgangast hana. For- eldrar mínir áttu hús hér í götunni og þar byrjuðu þau að móta garð meðan ekkert var nema gras. Ég keypti þetta hús þegar ég var 22 ára og leigði það út fyrstu árin en flutti í það fyrir 40 árum og er búin að vera að leika mér á milli trjánna síðan.“ Spurð um fágætar tegundir í garð- inum kveðst Edda vera með þrjú dönsk eikartré og beykitré sem þríf- ist ótrúlega vel. Ef hún væri að byrja á garði núna kveðst hún mundu planta öðru vísi en hún hefur gert. „Maður verður að passa sig á trjánum. Ég er búin að saga niður allar aspir og grenitré eru heldur ekki sniðug hvar sem er en ég reyni að klippa þau til.“ Skyldi hún gera allt sjálf? „Já, að mestu en ég á góða fjölskyldu sem hleypur undir bagga ef með þarf. Það er samt eiginlega frekar að ég hjálpi til í görðum fjölskyldunnar þegar ég er búin í mínum!“ Hún dregur í land með þetta síð- asta og segir verkefnin auðvitað aldrei tæmd í svona stórum garði. „Núna eftir rokið aðfaranótt sunnu- dags fallast mér svolítið hendur en það er að koma haust og þetta verður bara að vera svona.“ gun@frettabladid.is Er búin að leika mér milli trjánna í 40 ár Edda Gísladóttir að Hlíðartúni 12 í Mosfellsbæ hlaut viðurkenningu frá bænum fyrir einstaka umhirðu síns stóra garðs sem státar af fj ölbreyttum gróðri. Ég fer út í garð að puða í stað þess að hlaupa á bretti og þar fæ ég mjög fjölbreyttar líkamsæfingar. Edda Gísladóttir, kennari RÆKTAR GARÐINN SINN „Ég byrjaði á að vera neydd til að hjálpa mömmu, svo kom bakterían af því að umgangast hana.“ MYND/TÓMAS G. GÍSLASON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.