Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 24
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 6 2. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR 2,0 BENSÍNVÉL MEÐ FOR- ÞJÖPPU, 220 HESTÖFL Framhjóladrif Eyðsla 6,4 l/100 km í blönduðum akstri Mengun 148 g/km CO2 Hröðun 6,5 sek. Hámarkshraði 245 km/klst Verð 5.590.000 kr. Umboð Hekla VOLKSWAGEN GOLF GTI VOLKSWAGEN GOLF GTI Finnur Thorlacius reynsluekur Þ að telst ávallt til tíðinda þegar ný kynslóð kemur fram af bílnum sem bjó til „hot hatch“-flokk- inn, eða flokk smárra kraftabíla sem byggja á vinsælum bílum sem framleiddir eru í miklu magni. Volkswagen Golf GTI var sem sagt bíllinn sem ruddi þessa braut og margir hafa komið í kjölfarið og reynt að velta Golf GTI af stalli. Það hefur ekki enn tekist þó svo að margir góðir bílar hafi keppt við hann á undanförnum árum. Nú býr Golf GTI að því að vera afsprengi bíls ársins í fyrra, hins hefð- bundna Golf. Það er ekki slæmt að vera þróaður út frá slíkum gæða- bíl. Alveg frá því Golf GTI kom fyrst á markað hefur hann verið yndi þeirra sem fjalla um bíla og dæma þá. Þeirri vegferð er langt í frá lokið og enn eina ferðina hefur Volkswagen tekist frábærlega upp. Hófstillt útlitsbreyting en glænýr bíll Þó svo að hér sé á ferðinni glæný kynslóð Golf GTI er hann hvorki mjög frábrugðinn eldri gerð bíls- ins í útliti né hefðbundnum Golf, sem nú er af sjöundu kynslóð. Það er heldur ekki þörf á að breyta svo miklu þegar vel hefur tek- ist til áður. Volkswagen fór því fremur hófstillta leið á breytingu hans. Það fer hins vegar ekkert á milli mála þegar hann er litinn sýnum að þar fer GTI útgáfa bíls- ins en ekki venjulegur Golf. Hann er 1,5 cm lægri, er á gullfallegum GTI-felgum með rauðan áberandi bremsubúnað og með GTI-merkið í grillinu. Þessi nýja kynslóð hans er nú 5,3 cm lengri, 1,3 cm breiðari og 2,8 cm lægri. Lengra er á milli hjóla og hefur framöxullinn verið færður fram um 4,3 cm. Golf GTI er nú byggður á MQB-undirvagni Volkswagen eins og sífjölgandi bíl- gerðum Volkswagen-bílafjölskyld- unnar og hefur notkun hástyrktar- stáls aukist frá 6% í 28% við smíði bílsins. Því þarf minna stál í bíl- inn, hann léttist og verður allur stífari fyrir vikið. Núna liggur 61% af þyngd bílsins á framöxlinum, en þar er einmitt drif hans. 220 hestöfl og 5,8 sekúndur í 100 Golf GTI er með 2,0 lítra bensín- vél með forþjöppu sem skilar 220 hestöflum. Hann er 6,5 sekúndur í hundraðið og því nokkuð spræk- ur bíll. Nú er hægt er að fá svokall- aðan „Performance Pack“ í Golf GTI og eykst þá aflið um 10 hest- öfl og þá fær hann öflugri brems- ur að auki. Akstur Golf GTI er bara hrein skemmtun. Hann er að sjálfsögðu stífur bíll á fjöðrun enda á hann að geta tekið beygj- urnar hratt en örugglega. Bíll- inn er því draumur þeirra sem aka bílum ekki bara til að komast á milli staða, heldur njóta hverrar ökuferðar. Þannig var það í tilfelli reynsluökumanns. Bílinn skort- ir sjaldan afl og erfitt reynist að halda sér innan löglegra marka um hámarkshraða. Bíllinn er best- ur á milli 2.500 og 4.000 snún- ingum en veldur þó örlitlum von- brigðum á háum snúningi. Þessi bíll er ekki fyrir þá sem kjósa fyr- irhafnarlausa og ljúfa fjöðrun og því gæti mörgum húsfrúnum og þeim sem njóta þess að mynda langa bílaröð fyrir aftan sig fund- ist hann of hastur. Rétt er að benda þeim á hefðbundinn Volkswag- en Golf eða aðra góða fólksbíla. Reynsluakstursbíllinn var með 6 gíra DSG-sjálfskiptingu en einnig má fá hann með 6-gíra beinskipt- ingu. Sannir bílaáhugamenn taka hann örugglega með beinskipting- unni en það verður þó að viður- kennast að hann er ansi skemmti- legur með þessari góðu sjálfskipt- ingu sem ávallt virðist í réttum gír. Hekla býður bílinn aðeins í sínum verðlista með sjálfskiptingunni en hann má að sjálfsögðu sérpanta með beinskiptingu. Snyrtileg og vel smíðuð innrétting Innréttingin í Golf GTI er sér kapítuli og er þá helst vísað til sætanna. Þau hafa frá upphafi verið með rauðköflóttu áklæði og þar vilja Volkswagen-menn ekki beygja af leið, enda eru þau fal- leg og einkennandi fyrir bílinn. Allt er mjög snyrtilegt, fagurt og umfram allt vel smíðað í inn- réttingu bílsins. Stýrið og klæðn- ingin utan um skiptinguna eru ísaumuð með rauðum þræði og segja má því að rauður þráður sé rauði þráðurinn í innréttingu bílsins. Það að nota tauáklæði er enn einn liður Volkswagen í því að halda ávallt niðri verði bíls- ins og á það við um margt annað í bílnum. Á mjög góðu verði Þrátt fyrir allt afl Golf GTI er hann sko enginn eyðsluhákur. Eyðsla hans er 6,4 lítrar í blönd- uðum akstri og mengun aðeins 148 CO2. Eitt það albesta við Volkswagen Golf GTI er þó verð hans, en þessi öflugi aksturs- bíll kostar aðeins 5.590.000 kr. og hafa margir velt því fyrir sér hvernig Hekla getur boðið þenn- an bíl á svo góðu verði. Það er einmitt kosturinn við þennan bíl að Volkswagen hefur ávallt kosið að halda niðri verði hans og þar sem hann er byggður á bíl sem seldur er í um milljón eintökum á ári er þróunarkostnaður hans lágur og því má betur vanda til í efnisvali og frágangi. Volks- wagen Golf GTI er og hefur allt- af verið frábær kostur fyrir þá sem kunna að meta góða bíla og undirritaður hefði ekkert á móti því að einn þeirra væri í inn- keyrslunni. FRÁBÆR SEM FYRR AF NÝRRI KYNSLÓÐ Golf GTI er draumur þeirra sem aka bílum ekki eingöngu til að komast á milli staða, heldur njóta hverrar ökuferðar. Volkswagen Golf GTI hefur lítið breyst í útliti á milli kynslóða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.