Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 18
FÓLK|HEILSA FIMMFALT ALGENGARA „Erlendar rann- sóknir benda til þess að allt að 58% krabbameins- greindra upp- lifi andlega vanlíð- an sem er ansi hátt hlutfall og þung- lyndi er allt að fimmfalt algengara en hjá þeim sem ekki hafa greinst með krabbamein,“ Sex til þrettán prósent skoskra krabbameinssjúklinga þjást af klínísku þunglyndi en hlutfall klínískt þunglyndra almennt er tvö pró- sent. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í læknablaðinu Lancet en greint var frá innihaldi hennar á heilsuvef BBC nýverið. Vísindamenn við háskólana í Edinborg og Oxford skoðuðu gögn 21 þúsund krabbameinsgreindra í Skot- landi. Þeir komust einnig að því að 75 prósent þeirra sem þjást af þunglyndi fá ekki þunglyndismeðferð við hæfi. Lára Sigurðardóttir, læknir á Leitar- stöð Krabbameinsfélagsins, var innt eftir því hvernig þessum málum er háttað á Íslandi. „Starfsfólk Ráðgjafarþjónustunnar verður oft vitni að andlegri vanlíðan hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein og nýta sér þjónustu hennar. Lífslíkur hafa aukist verulega eftir greiningu krabbameins. Fyrir fimmtíu árum voru fimm ára lífslíkur einungis um 24% miðað við 64% í dag. Nú búum við yfir tækni sem gerir okkur kleift að greina ýmis krabbamein á snemmstigum, lækna þau í mörgum tilfellum eða halda niðri með lyfjameðferð. Sömuleiðis eru til margs konar úrræði við þunglyndi og því afar dýrmætt að greina það snemma til að auka lífslíkur og lífsgæði,“ segir Lára en ekki eru til tölur hjá Krabbameins- félaginu um algengi þunglyndis meðal þeirra sem nýta sér þjónustu þess. „Erlendar rannsóknir benda til þess að allt að 58% krabbameinsgreindra upp- lifi andlega vanlíðan sem er ansi hátt hlutfall og þunglyndi er allt að fimmfalt algengara en hjá þeim sem ekki hafa greinst með krabbamein,“ upplýsir hún. EKKI EÐLILEGUR FYLGIKVILLI Í rannsókninni sem birt var í Lancet er greint frá því að margir telji þunglyndi eðlileg viðbrögð við krabbameini en svo er ekki. „Það er eðlilegt að finna fyrir depurð eftir áfall, eins og að greinast með krabbamein. Þar sem depurð er algengur fylgifiskur alvarlegra veikinda hættir mönnum til að að upplifa þung- lyndi einnig sem óhjákvæmilegan hluta af sjúkdómsferlinu. Á meðan depurð er eðlilegur partur af sjúkdómsferlinu er þunglyndi alvarlegri fylgikvilli sem mik- ilvægt er að skima fyrir og meðhöndla,“ segir Lára en hjá Krabbameinsfélaginu er ekki skimað sérstaklega fyrir þung- lyndi en ef starfsfólk verður vart við andlega vanlíðan er vísað á viðeigandi fagaðila. SKIMAÐ FYRIR VANLÍÐAN Á göngudeild krabbameinslækninga er skimað fyrir vanlíðan við hverja komu. „Við erum með skimunartæki sem heitir, Mat á vanlíðan, en það er þróað af sálfræðingum í Bandaríkjunum,“ segir Þórunn Sævarsdóttir, deildarstjóri krabbameinslækninga. Með tækinu met- ur fólk vanlíðan sína á skalanum núll til tíu og svarar síðan já- og nei-spurn- ingum til að skilgreina hvað veldur vanlíðaninni. „Spurt er um öll möguleg einkenni. Spurt um almenn vandamál á borð við húsnæði og fjármál, tilfinn- ingalegan vanda og almenn líkamleg vandamál. Fólki er einnig gefinn kostur á að segja hvort það vilji tala við ein- hvern sérstakan um þessi vandamál, hjúkrunarfræðing, lækni, félagsráðgjafa, næringarráðgjafa eða sálfræðing sem dæmi,“ lýsir Þórunn. Þá leiðbeina klín- ískar leiðbeiningar einnig meðferðarað- ilum um hvernig eigi að bregðast við niðurstöðum. Innt eftir því hvert hlut- fall þunglyndis er hjá íslenskum krabba- meinssjúklingum segir Þórunn það ekki liggja fyrir. „Gerð var rannsókn fyrir nokkrum árum sem sýndi að hlutfallið var lægra hér en alþjóðlegar tölur segja til um,“ segir Þórunn og veltir fyrir sér hvort Íslendingar svari listanum öðru- vísi og reyni að fegra myndina. NEIKVÆÐ ÁHRIF Á KRABBAMEINS- MEÐFERÐ Lára segir þunglyndi geta haft áhrif á lífslíkur hjá krabbameinsgreindum. „Samkvæmt erlendum rannsóknum eru þunglyndir þrefalt líklegri til að fara ekki eftir fyrirmælum lækna og annarra meðferðaraðila, sem hefur bein áhrif á lífslíkur. Dánartíðni hefur þannig verið hærri meðal þunglyndra, hvort heldur sem þeir urðu þunglyndir fyrir eða eftir greiningu krabbameins,“ segir hún og bendir á að vissir hópar séu í aukinni hættu á að fá þunglyndi eftir greiningu. „Dæmi um hópa eru einstaklingar með langt genginn sjúkdóm, mikil einkenni, aukaverkanir af meðferð, verki eða fyrri sögu um þunglyndi,“ segir Lára en bendir á að andstætt því virðist þættir eins og að vera giftur, hafa sterkt félags- legt net, vera með jákvætt hugarfar og við góða líkamlega heilsu minnka líkur á þunglyndi og þannig bæta batahorfur. „Oft gleymist líka að hlúa að nánustu aðstandendum því þunglyndi og fleiri geðræn vandamál eru einnig algengari hjá aðstandendum þeirra sem látist hafa úr krabbameini.“ ÞUNGLYNDI HEFUR ÁHRIF Á MEÐFERÐ HEILSA Þunglyndi er mun algengara meðal krabbameinssjúklinga en ann- arra. Þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur krabbameinsgreindra. Á Íslandi er skimað fyrir vanlíðan á göngudeild krabbameinslækninga. LÁRA SIGURÐARDÓTTIR læknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins ÞUNGLYNDI Samkvæmt erlendum rannsóknum eru þung- lyndir þrefalt líklegri til að fara ekki eftir fyrirmælum lækna og annarra meðferðaraðila, sem hefur bein áhrif á lífslíkur. NORDICPHOTOS/GETTY Ferðamálaskóli Íslands www.menntun.is Sími 567 1466 Meðal námsefnis: Mannleg samskipti. Helstu áfangastaðir erlendis í máli og myndum. Mismunandi trúarbrögð. Saga landsins, menning og listir. Frumbyggjar og saga staðarins. Þjóðlegir siðir og hefðir. Leiðsögutækni og ræðumennska. Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan. Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra í leiðsögn á erlendri grund. Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson, Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Magnús Björnsson, Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Sr. Bragi Skúlason. Fararstjórn erlendis Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur, Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursso fararstjóri í Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í. , Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Útsölustaðir: Hagkaup lífræna deildin, Fjarðarkaup - Fræið heilsuhornið, Heilsuhúsið, Blómaval – heilsuhornið, Lifandi markaður Borgartúni www.icecare.is - Netverslun Pana Chocolate Súkkulaði sem er gott fyrir þig… • Náttúruleg ofurfæða • Enginn unninn sykur! • Framleitt við lágan hita til að viðhalda miklu magni næringaefna • Inniheldur hrá lífræn- og náttúruleg innihaldsefni Allt okkar súkkulaði er bæði hand- gert og innpakkað Inniheldur lífrænt kakó sem er með mikið magn af andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum. Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.