Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.09.2014, Blaðsíða 19
ÞRIÐJUDAGUR 2. SEPTEMBER 2014 BÍLAR M argra mánaða bið bílaáhugamanna lauk í síðustu viku þegar Volvo af- hjúpaði nýjan Volvo XC90. Mikil eftirvænting hefur verið eftir bílnum enda mark- ar hann stór tímamót hjá Volvo. Volvo hefur á undanförnum mán- uðum gefið út ýmsar upplýsingar um bílinn. Hann er til að mynda með fullkomnasta öryggisstað- albúnaðinn á markaðnum og býður upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður. Volvo hefur einnig gefið út að innanrými Volvo XC90 sé hannað með meiri lúxus en nokkurt innanrými sem hefur áður verið í boði hjá Volvo. Ytra útlit bílsins var svo afhjúp- að í síðustu viku í Stokkhólmi. Með Volvo XC90 kynna hönnuð- ir Volvo nýtt útlit sem mun ein- kenna komandi kynslóðir Volvo- bíla. Volvo XC90 markar nýjan kafla Volvo hefur unnið að nýjum Volvo XC90 síðastliðin þrjú ár og markar bíllinn upphaf að nýjum kafla í sögu Volvo sem gefur til kynna framtíðarstefnu fyrir- tækisins í hönnun ásamt úrvali af nýjum sérhönnuðum Volvo- tækninýjungum og nýrri undir- vagnstækni Volvo sem kallast Scalable Product Architecture (SPA). „Dagurinn í dag er einn mikilvægasti dagurinn í sögu okkar. Við erum ekki einungis að frumsýna nýjan bíl, heldur erum við að endurskilgreina vörumerk- ið okkar. Þessi dagur markar tímamót fyrir fyrirtækið. Hinn nýi Volvo XC90 gefur tóninn fyrir komandi kynslóðir Volvo-bíla“ segir Håkan Samuelsson, for- stjóri Volvo Car. Nýtt andlit Volvo Hinn nýi Volvo XC90 er fyrsti bíll- inn sem státar af nýju járnmerki Volvo. Járnmerkið sem er á fram- enda bílsins hefur bæði verið end- urhannað og gert meira áberandi en áður. Nýja járnmerkið ásamt nýju T-laga DRL-framljósunum sem hafa hlotið heitir Þórshamar eru helstu einkenni hins nýja and- lits Volvo XC90. „Þegar litið er í bakssýnispegilinn og Þórshamar blasir við verður öllum strax ljóst að þarna er á ferðinni hinn nýi Volvo XC90,“ segir Thomas Ing- enlath, aðstoðarforstjóri hönnun- ardeildar Volvo. „Nýi Volvo XC90 hefur sterka nærveru á vegin- um.“ Stærri vélarhlíf með nýjum útlínum og skarpari axlarlína sem tengist nýju afturljósunum eru önnur mikilvæg hönnunar- einkenni sem framtíðarkynslóð- ir Volvo munu einnig búa yfir. Nýr Volvo XC90 verður fáanlegur með allt að 22 tommu felgum sem mun gera ásýnd hans enn kraftmeiri. Volvo XC90 er án málamiðlana Volvo XC90 ber skýr merki um Volvo by Volvo-stefnuna. Fram- úrskarandi samsetning XC90 af lúxus, góðu rými, fjölhæfni, hag- kvæmni og öryggi mun færa þennan flokk jeppa á hærra plan, rétt eins og hinn upprunalegi XC90 gerði árið 2002. „SPA hefur gert okkur kleift að búa til fyrsta jeppann sem er án málamiðlana,“ segir Peter Mertens, aðstoðar- forstjóri rannsóknar- og þróun- ardeildar Volvo. „Þú færð lipurð minni og lægri bíls, lúxusinnan- rými, auk framúrskarandi sam- setningar af krafti og litlum út- blæstri. Þar sem um Volvo er að ræða, þýðir það að sjálfsögðu besta fáanlega öryggið.“ Ótrúleg samsetning Nýr Volvo XC90 mun bjóða upp á samsetningu af afli, eyðslu og losun sem ekki hefur verið í boði áður. Líkt og fyrirrennar- inn verður XC90 fjórhjóladrif- inn og sjö sæta en það sem er fréttnæmast er að hann verð- ur fáanlegur með 400 hestafla vél sem losar aðeins 60 g/km. Aldrei fyrr hefur jeppi verið fáanlegur með jafn miklu afli samhliða jafn lítilli eyðslu og lítilli CO2-losun. Fullkomnasti öryggisbúnaðurinn Volvo XC90 mun búa yfir full- komnasta öryggisbúnaði sem er í boði á bílamarkaðnum. Þessi nýi búnaður færir fyrirtæk- ið skrefi nær markmiði sínu um að frá 2020 muni enginn slas- ast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo. Öryggisstaðal- búnaður í þessum nýja sjö sæta Volvo XC90 inniheldur tvær nýj- ungar sem aldrei hafa verið í boði áður: Annars vegar búnað sem er vörn gegn útafakstri og hins vegar sjálfvirka bremsu ef keyrt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Þessar tækni- nýjungar sem Volvo heimsfrum- sýnir nú, gera Volvo XC90 að einum öruggasta bíl heims. HEIMSFRUMSÝNING VOLVO XC90 Aldrei fyrr hefur jeppi verið fáanlegur með jafn miklu afli samhliða jafn lítilli eyðslu og lítilli CO2-losun. ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.