Fréttablaðið - 04.09.2014, Síða 22
4. september 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Í vor heimsótti okkur guðfaðir
hamingju mælinga, prófessorinn dr.
Ruut Veenhoven, og hélt erindi í Háskóla
Íslands. Hans skilaboð eru að hamingj-
una sé hægt að mæla og hægt sé að auka
hamingju. Það sem rannsóknir hans
sýna er að það er þrennt sem einkennir
samfélög þar sem hamingja mælist há.
Í fyrsta lagi er það ákveðin hagsæld
sem einkennir þau samfélög, fólk verður
jú að hafa í sig og á. Í öðru lagi er aukin
hamingja eftir því sem traust er meira í
samfélaginu. Traust milli manna, í sam-
skiptum, traust á stofnunum samfélags-
ins og nágrönnum og að hægt sé að
ganga um götur án þess að hafa áhyggj-
ur af lífi sínu og limum. Í þriðja lagi eru
það stjórnhættir. Góðir stjórnhættir er
m.a. skýr upplýsingagjöf, jafnrétti, rétt-
arríki, lýðræði, aðgengi að heilbrigðis-
þjónustu og Veenhoven lagði sérstaka
áherslu á í erindi sínu aðgengi að for-
vörnum á sviði geðheilbrigðisþjónustu.
Hann hvetur til þess að í boði sé ráðgjöf
við ákvörðunartöku t.d. á tímamótum.
Einnig hvatti hann skóla og meðferðar-
stofnanir, vinnustaði og sjúkraheimili
til að hafa hamingjumælingar til að vita
raunverulega um líðan og árangur af
inngripi.
Flestallir skilja spurninguna „Hvað
finnst þér þú hamingjusamur með líf
þitt á heildina litið á bilinu 1–10?“ og
„Hvað finnst þér þú hamingjusamur
núna á bilinu 1–10?“. Veenhoven hélt
því fram að það sem við höldum að geri
okkur hamingjusöm hafi lélegt forspár-
gildi. Ein leið til þess að þekkja betur
eigin hamingjuvaka er að halda dagbók
þar sem þú skráir hvað þú gerir klukku-
tíma fyrir klukkutíma frá því þú vaknar
og þar til þú ferð að sofa og skráir svo
í lok dagsins hvað hver klukkutími gaf
þér í hamingju (t.d. á bilinu 1–10). Þá
færðu góða vísbendingu um þína eigin
hamingjuvaka.
Veenhoven heldur því fram að erfðir
skýri um 30% af hamingju okkar (t.d.
geðslag), uppeldi skýri 15%, 15% séu
vegna ákvarðana sem við tökum, 10%
af félagslegu neti og tengslum, 5% af
félagslegri og efnahagslegri stöðu og
10% skýrist hreinlega af heppni eða
óheppni.
Forsendur hamingjunnar
SAMFÉLAG
Hrefna
Guðmundsdóttir
MA í vinnu- og
félagssálfræði
➜ Einnig hvatti hann skóla og
meðferðarstofnanir, vinnustaði og
sjúkraheimili til að hafa hamingju-
mælingar til að vita raunverulega
um líðan og árangur af inngripi.
Viðskiptajöfnuðurinn
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, stuðaði mann og
annan með grein í Fréttablaðinu í gær
sem ber yfirskriftina „Góðar fréttir“. Silja
Dögg segir að ríkisstjórn Sigmundar Dav-
íðs Gunnlaugssonar hafi „lyft Grettistaki
og komið efnahagslífinu á réttan kjöl“.
Í greininni fullyrðir hún að viðskipta-
jöfnuðurinn sé jákvæður það sem af er
ári. Hið sanna er að viðskiptajöfnuður er
neikvæður um 2,7 milljarða það sem af
er ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Vöruskiptajöfnuðurinn er neikvæður um
9,7 milljarða króna.
Það sem hún meinti
Viðskiptajöfnuður er auðvitað ekki
það sama og undirliggjandi viðskipta-
jöfnuður. Og Greining Íslandsbanka
benti vissulega á að undirliggjandi
viðskiptajöfnuður er betri mæling á
gjaldeyrisflæði landsins en bara við-
skiptajöfnuður. Þegar rætt er um undir-
liggjandi viðskiptajöfnuð eru reiknaðar
svokallaðar þáttatekjur og gjöld slitabúa
gömlu bankanna tekin með í reikninginn.
Greining Íslandsbanka telur eðlilegra að
undanskilja gömlu bankana. Silja Dögg
hlýtur auðvitað að hafa verið að tala um
undirliggjandi viðskiptajöfnuð þegar hún
lofsamaði árangur ríkisstjórnarinnar.
Fjármögnunin ekki í hendi
Í áðurnefndri grein Silju Daggar
minntist hún á stærsta mál ríkisstjórn-
arinnar, sjálfa skuldaleiðréttinguna.
Benti hún á að beinar niðurfærslur
á höfuðstól verðtryggðra lána og
möguleiki á að nýta séreignarsparnað
til að greiða niður höfuðstól myndi
hjálpa heimilum með verðtryggð
lán á beinan hátt með því að lækka
mánaðarlega greiðslubyrði af lánum
og hækka ráðstöfunartekjur fjöl-
skyldunnar. Hún minntist ekki á það
sem Tryggvi Þór Herbertsson sagði
síðar þann daginn. Nefnilega það
að leiðréttingin er háð fjármögnun
verkefnisins, sem er víst ekki alveg
föst í hendi og mun að öllum
líkindum verða tilefni dómsmála á
næstu mánuðum.
jonhakon@frettabladid.is
Landssöfnun
6. september
Skráning og nánari upplýsingar
á raudikrossinn.is. Af mannúð í ár
U
m nýliðin mánaðamót rann út frestur fólks til þess
að sækja um niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána
sinna. Ríflega 69 þúsund umsóknir bárust. Allmörgum
spurningum er enn ósvarað.
Óvíst er að allir sem sóttu um eigi rétt á niðurfærslu.
Föst upphæð er til skiptanna og því hefur endanlegur fjöldi gildra
umsókna áhrif á það hversu mikið hver og einn fær í sinn hlut.
Þá er óvissa um hvort þessar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru
fjármagnaðar að fullu. Tryggvi
Þór Herbertsson, verkefnisstjóri
skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar-
innar, upplýsti í morgunútvarpi
Ríkisútvarpsins í gær að
hugsanlega þyrfti að afturkalla
hluta aðgerðanna færi svo að
bankaskatturinn sem standa á
undir þeim stæðist ekki lög. Þrotabú Glitnis lætur reyna á það
fyrir dómi.
Þá var forvitnilegt að heyra Tryggva árétta að aðgerð ríkis-
stjórnarinnar væri í raun fjármögnuð úr ríkissjóði. Í því ljósi
er líka áhugaverð yfirlýsing Vigdísar Hauksdóttur, formanns
fjárlaganefndar Alþingis, í Síðdegisútvarpinu í gær, að ekki sé í
myndinni að afturkalla aðgerðirnar að hluta. Getur þá verið að
skattgreiðendur verði eftir allt saman látnir standa undir „leið-
réttingunni“? Þá er kannski eins gott að hún er ekki nema hluti af
þeim stórkarlalegu yfirlýsingum sem forsvarsmenn Framsóknar
létu frá sér fara fyrir síðustu alþingiskosningar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í gær
upptekinn í útlöndum, en í fréttum Útvarps á þriðjudag sagði hann
fjölda umsókna um „leiðréttingu“ sýna að úrræðisins hefði verið
beðið. Ánægjulegt væri hversu vel hefði tekist til.
Auðvitað er samt ekkert hægt að gefa sér um ástæður alls
fjöldans þegar kemur að ástæðum þess að sótt var um og leiður sá
plagsiður margra stjórnmálamanna að gera fólki upp skoðanir til
þess að hampa sjálfum sér.
Fyrir liggur að aðgerðirnar eru þensluhvetjandi. Bæði Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn og Seðlabankinn hafa bent á að þensla auki
líkur á vaxtahækkunum og verðbólgu. Augljóst er að þeir sem
ekki sóttu um (eða áttu ekki rétt á) niðurfærslu eru í verri stöðu
en hinir til þess að taka á sig neikvæð áhrif þenslunnar með
endurvarpi inn í verðtryggðar skuldir. Einhver gæti því hafa talið
óábyrgt að sækja ekki um, hversu vitlausa sem sá hinn sami taldi
aðgerðina annars vera.
Eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur bent á hefði vitanlega
verið skynsamlegra að nota þessa 80 milljarða í að greiða niður
skuldir ríkisins. Að fenginni reynslu af íslenskri hagstjórn má ljóst
vera að spurningin er ekki hvort heldur hvenær næsta verðbólgu-
skot verður. Og verðbólga þarf ekki að aukast mikið til þess að éta
upp ávinninginn af skuldaniðurfærslunni, verminum skammgóða.
Nær væri að huga að ábyrgri stefnu í peningamálum, sem ekki
byggist á örmynt sem ekki fær þrifist nema í skjóli ofurvaxta og/
eða gjaldeyrishafta. Enn sem komið er hefur bara verið bent á eina
raunhæfa leið í þeim efnum, myntsamstarf við ESB og upptöku
evru í framhaldinu. Raunveruleg kjarabót er fólgin í stöðugum
gjaldmiðli og vaxtakjörum á borð við þau sem bjóðast í nágranna-
löndum okkar.
Neikvæð áhrif skuldaniðurfellingar snerta alla:
Alvöru kjarabót
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is