Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGGluggar og gler LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Allt er í boði og það er kannski eina vandamálið. Úrvalið er hreint ótrú- legt. Alveg frá pínulitlum og upp í hrikalega stóra glugga og hurð- ir, sem má ýmist opna út, inn eða renna til hliðar. Við bjóðum allar útfærslur,“ segir Eyþór Jós- epsson, einna eigenda Glugga ehf. að Kaldbaksgötu 1 á Akur- eyri, sem sérhæfir sig í fjölbreyttri framleiðslu og sölu á álgluggum, -hurðum, -veggjaeiningum og -svalalokunum ásamt fleiru. Gluggar ehf. bjóða meðal ann- ars upp á sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga um land allt sem Eyþór segir henta jafnt í íbúð- ir, einbýlishús, sumarbústaði og jafn vel í bátinn ef svo ber við. „Við tökum að okkur öll verkefni, lítil sem stór, hvort sem til stendur að útvega eina hurð eða glugga eða klára stórt verkefni frá upphafi til enda,“ lýsir hann. Að sögn Eyþórs hafa timbur- gluggar og -hurðir notið vinsælda gegnum árin en síðasta áratuginn eða svo hafi orðið breyting þar á. „Menn fóru að átta sig á því hversu dýrt og tímafrekt er að viðhalda timburgluggum. Leitin að sterku og viðhaldslitlu eða -fríu efni hefur leitt til þess að menn hafa í auknum mæli snúið sér að áli,“ bendir hann á. „Þannig að tíma- eyðsla og kostnaður við viðhald timburglugga er í raun farin að selja álgluggana fyrir okkur.“ Gluggar ehf. bjóða aragrúa lausna í áli og áltimbri, eins og áður sagði. Beðinn um að lýsa helsta muninum á þessu tvennu, segir Eyþór álglugga og hurð- ir vera ál bæði að utan og innan með rofinni kuldabrú á milli, en áltimburgluggar séu timbur að innanverðu og ál að utanverðu. „Álið er með innbrenndri lakk- húð og rafmeðhöndlað,“ tekur hann líka fram. Einn helsta kostinn við ál segir Eyþór vera hversu vel það þolir ís- lenskar aðstæður í öllum sínum margbreytileika og síbreytilegt veðurfarið. „Í nýrri byggingarreglugerð árið 2012 eru gerðar auknar kröf- ur um að allir gluggar þoli 1.100 Pascal vind- og vatnsþrýsting hér á landi og þetta atriði ætti fólk að hafa í huga þegar það velur fram- leiðanda að hurðum og gluggum í húsið sitt,“ segir hann og getur þess að mikið af vöru erlendis sé kannski bara prófuð fyrir 600 Pascal þrýsting. „Gluggar ehf. er fyrsta íslenska glugga framleiðslufyrirtækið sem fór af stað í samvinnu við Nýsköp- unarmiðstöð Íslands að fá allar sínar framleiðsluvörur CE vottaðar eins og krafist er í íslenskri bygg- ingareglugerð. Áltimburgluggar fyrirtækisins eru þegar CE vottað- ir og álgluggar fá vottun í marslok,“ segir hann og vísar loks á heima- síðu fyrirtækisins á slóðinni www. algluggi.is þar sem skoða má úr- valið og afla sér frekari upplýsinga. Sérsniðnar lausnir í íbúðir, einbýli og sumarbústaði Gluggar ehf. bjóða gott úrval sérsniðinna lausna úr álprófílum fyrir íbúðir, einbýli og sumarbústaði. Fyrirtækið vinnur að því að fá CE vottun á allar sínar vörur. SVALALOKANIR OG HANDRIÐ FYRIR SUMAR BÚSTAÐI OG EINBÝLISHÚS Gluggar ehf. bjóða svalalokanir í góðu úrvali. „Við erum með allar gerðir, alveg frá svalaskjólum með einföldu gleri eins algeng eru í blokkum og upp í svalalokanir með tvöföldu gleri, eða allt eftir hvað hentar hverjum og einum best,“ segir Eyþór Jósepsson. Hann getur þess að fyrirtækið selji einnig handrið sem eru sérlega einföld í uppsetningu. „Þetta er eins og mekkanó sem skrúfast saman og er því alveg leikandi létt að henda upp,“ segir hann og bendir á www.algluggi.is þar sem frekari upplýsingar eru. RAFMAGNSKNÚINN OPNUNARBÚNAÐUR FYRIR HURÐIR Gluggar ehf. selur rafmagnsknú- inn opnunarbúnað fyrir bæði inni- og útihurðir frá svissneska framleiðandanum Record. „Þetta er ekkert annað en pumpa sem sett er á hurð og opnar hana inn eða út,“ útskýrir Eyþór Jósepsson og getur þess að hægt sé að bæta við sérstökum takka sem þrýst er á til að opna hurðina. „Svo seljum við líka rafmagnsknúinn rennihurðabúnað eins og flestir þekkja úr bönkum, skólum og elliheimilum, sem hægt er tengja hússtjórnarkerfi húsa og skrá inn opnunartíma og svo framvegis.“ PK arkitektar eiga heiðurinn að þessu glæsilega einbýlishúsi og Gluggar ehf. að gluggum og rennihurðum. Gestastofa á Skriðuklaustri úr smiðju Arkís. Gluggar og hurðir frá Gluggum ehf. MYND/RAFN SIG Sundlaug var tekin í notkun á Hofsósi í Skagafirði fyrir tveimur árum. Basalt Arkitektar hönnuðu hana. Gluggar ehf. höfðu umsjón með gluggum, hurðum og fleiru. • Gluggar • Hurðir • Rennihurðir • Handrið • Sólskálar • Svalalokanir ... fyrir einbýlið, fjölbýlið, sumarbústaðinn, skrifstofuna - við höfum lausnina. Einbýlishús við Eyjafjörð Menningarhúsið á Dalvík Við Sóleyjarrima Á AkureyriHeiðarskóliHeiðarskóli Áliðer málið ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.