Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 112
13. september 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 68
HANDBOLTI Barcelona, með Guðjón Val Sigurðs-
son í broddi fylkingar, tryggði sér í kvöld heims-
meistaratitil félagsliða.
Barcelona vann þá sannfærandi sigur, 34-26,
á Al Sadd frá Katar í úrslitaleiknum. Al Sadd
kom skemmtilega á óvart með því að leggja
Flensburg í undanúrslitunum.
Leikmenn Al Sadd stóðu í spænska
stórliðinu í fyrri hálfleik og munaði aðeins
tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 16-14.
Börsungar stigu aftur á móti á bensínið í síðari
hálfleik og keyrðu yfir heimamenn. Guðjón Valur
skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona í leiknum.
Flensburg tók síðan bronsið með því að leggja
Al Jaish, 27-17, í leiknum um þriðja sætið. - hbg
Barcelona heimsmeistari
SPORT
FÓTBOLTI Þrátt fyrir að draum-
urinn um sæti á Heimsmeist-
aramótinu 2015 í Kanada sé úti
var létt yfir stelpunum okkar á
æfingu í gær. Freyr Alexanders-
son, þjálfari íslenska landsliðs-
ins, gerði töluverðar breytingar
á leikmannahópnum og gaf yngri
leikmönnum tækifæri. Greinilegt
að hann er byrjaður að hugsa til
framtíðar en leikmennirnir vita að
leikirnir gegn Ísrael á morgun og
Serbíu á miðvikudag skipta máli.
Góð stemming í hópnum
Þrátt fyrir að leikmannahópur-
inn sé í yngri kantinum má þó sjá
reynslumikla leikmenn á borð við
Dóru Maríu Lárusdóttur og Þóru
B. Helgadóttur sem hafa leikið 106
leiki fyrir Íslands hönd. Þóra segir
að stemmingin í hópnum sé mjög
góð fyrir leikina.
„Stemmingin er mjög góð, við
erum að vinna okkur upp úr von-
brigðunum eftir síðasta leik en það
gengur vel og einbeiting liðsins er
á næsta verkefni sem er undan-
keppni EM. Markmiðið er að halda
áfram að byggja upp leik liðsins
og við þurfum sex stig til þess að
halda sæti okkar á styrkleikalist-
anum,“ sagði Þóra sem vonast til
þess að næsta kynslóð sé tilbúin að
taka við keflinu.
„Freyr mun gera breytingar á
byrjunarliðinu og það munu koma
stelpur inn sem vilja sýna sig og
sanna fyrir næstu verkefni. Það
er alltaf hvatning að spila fyrir
landsliðið og þær koma með kraft
og jákvæðni inn í þetta. Þær eru
ekki lengur ungar heldur eru þær
tilbúnar að fara að taka við lands-
liðinu af okkur reynslumeiri leik-
mönnunum. Ég hef fulla trú á því
að þær séu tilbúnar til þess.“
Kaflaskipti hjá liðinu
Þóra hefur ákveðið að leggja
landsliðshanskana á hilluna en hún
gerir ráð fyrir að hætta í fótbolta
eftir að íslenska tímabilinu lýkur.
„Þetta er ákvörðun sem ég tók
og þetta eru síðustu landsleikirn-
ir mínir. Það eru auðvitað blendn-
ar tilfinningar en ég er ánægð að
hafa tekið þetta skref. Ég hef átt
margar góðar stundir með lands-
liðinu, kynnst frábæru fólki og skil
sátt við þetta,“ sagði Þóra sem bar
landsliðsþjálfaranum vel söguna.
„Hann spurði mig hvort það
væri eitthvað sem gæti breytt
skoðun minni en hann virti
ákvörðun mína þegar hann sá
hversu ákveðin ég var. Hann skil-
ur þetta og ber virðingu fyrir
þessari ákvörðun.“
Þóra átti erfitt með að velja
hápunkt landsliðsferilsins eftir
sextán ár með landsliðinu.
„Stórmótin standa upp úr, þau
voru frábær og bæði á sinn hátt.
Svo er gaman að sjá bætinguna á
landsliðinu síðan ég byrjaði. Liðið
hefur tekið stöðugum framförum
ár eftir ár síðan ég byrjaði og núna
eru að koma ákveðin kynslóða-
skipti. Ég hef fulla trú á því að
þessar stelpur taki við keflinu af
okkur eldri leikmönnunum,“ sagði
Þóra sem gerir ekki ráð fyrir að
taka annað tímabil með Fylki.
„Ég held ekki en ég útiloka ekki
neitt,“ sagði Þóra sem var ekki
viss hvort hana myndi klæja í fing-
urna næsta vor.
„Það gæti verið, þá verð ég bara
að tækla það þegar að því kemur.“
Erum búin að sleikja sárin
Freyr Alexandersson, þjálfari liðs-
ins, segir að leikmenn liðsins séu
búnir að ná sér eftir tapið gegn
Danmörku á dögunum.
„Við erum búin að sleikja sárin
eftir tapið. Við vildum fá miklu
meira út úr leiknum því hann spil-
aðist bara eins og við vildum. Við
þurfum að komast yfir hann og
vonandi náum við því með sigri
hér á morgun,“ sagði Freyr sem
ætlar að gera breytingar á byrj-
unarliði íslenska liðsins.
„Þær sem eru að koma nýjar inn
og þær sem eru að koma inn eftir
meiðsli eru auðvitað hungraðar.
Það verða engar róttækar breyt-
ingar en það verða einhverjar.“
Um er að ræða ómetanlegan
undirbúning fyrir næstu undan-
keppni að mati þjálfarans enda
leikur liðið sjaldan æfingaleiki.
„Við fáum ekki marga æfinga-
leiki og því er þetta gríðarlega
mikilvægt í undirbúningi fyrir
undankeppni EM 2017. Þessir leik-
menn sem ég tek inn í þennan hóp
þurfa að sýna hvað þær geta. Ég
veit hvað hinar hafa fram að færa
og þetta er kjörið tækifæri til þess
að skoða hvað aðrir leikmenn hafa
fram að færa til liðsins,“ sagði
Freyr.
Komið að kynslóðaskiptum
Þóra B. Helgadóttir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Ísrael í dag og gegn Serbíu á mið-
vikudaginn en það verða síðustu landsleikir hennar. Þóra gerir ráð fyrir að leggja hanskana á hilluna í haust.
FRAMTÍÐIN Þóra hefur fulla trú á því að kynslóðin sem taki nú við landsliðinu muni standa sig með prýði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Kristinn Páll
Teitsson
kristinnpall@frettabladid.is
HANDBOLTI „Maður er ekki alveg
búinn að melta þetta enn þá. Hann
tilkynnti okkur þetta eftir æfingu
í hádeginu í dag (gær). Þetta var
mikið sjokk fyrir alla,“ segir
Hlynur Morthens, markvörður
Vals í Olís-deild karla, en í gær fór
Ólafur Stefánsson, þjálfari liðsins,
í frí fram að áramótum til að sinna
nýrri vinnu sem hann er kominn í.
„Þetta er einhver mesta þruma
úr heiðskíru lofti sem ég hef lent
í. Maður var alveg orðlaus,“ segir
Hlynur, sem var enn að melta tíð-
indin er hann sat í ferjunni Baldri
á leið til Vestmannaeyja seinni
partinn í gær þegar Fréttablaðið
ræddi við hann.
„Ný stofnað fyr ir tæki Ólafs
kall ar á mikla viðveru, meiri en
svo að hægt sé sinna bæði þjálf-
un og upp bygg ingu fyr ir tæk is ins
af þeim metnaði og fag mennsku
sem kraf ist er á báðum stöðum,“
sagði í fréttatilkynningu Vals-
manna um ákvörðunina í gær, en
við stjórnartaumunum taka þeir
Jón Kristjánsson og Óskar Bjarni
Óskarsson sem gerði Valsmenn að
Íslandsmeisturum árið 2007.
„Óli útskýrði þetta vel og
stjórnin tilkynnti nýja þjálfara
um leið. Menn fá núna helgina til
að melta þetta, en þetta var mikið
áfall,“ segir Hlynur, en hvernig
tóku leikmenn liðsins fréttunum?
„Það var misjafnt hljóðið í
mönnum. Sumir voru mjög reið-
ir og aðrir í miklu áfalli. Það er
náttúrulega alveg fáránlega stutt
í fyrsta leik þannig að tímasetn-
ingin er ekki góð. En menn þurfa
bara að þjappa sér saman. Við
tökum bara góðan fund eftir helgi,
leikmennirnir, og förum vel yfir
þetta.“
Þegar Ólafur Stefánsson tók við
Valsliðinu höfðu margir leikmenn
áhuga á að spila undir handleiðslu
þessa besta handboltamanns
Íslands frá upphafi. Frændurnir
og stórskytturnar frá Akureyri,
Guðmundur Hólmar Helgason og
Geir Guðmundsson, fluttu suður
og gengu í raðir Vals svo dæmi
má nefna.
„Það er nefnilega málið. Ég
fann sérstaklega til með þeim
leikmönnum. En hann mun vera í
kringum okkur og kíkja við,“ segir
Hlynur, en telur markvörðurinn
að Ólafur snúi aftur um áramótin
eins og til stendur?
„Ég vona það. Það er bara von-
andi að hann komi þessu fyrir-
tæki á ról. Hann vill gera það 100
prósent og það tekur bara mikinn
tíma. Ég vona svo sannarlega að
hann komi aftur.“ - tom
Vona svo sannarlega að hann komi aft ur
Leikmenn Vals brugðust misjafnlega við ákvörðun Ólafs Stefánssonar um að taka sér frí fram að áramótum.
FRÍ Ólafur stýrir Valsliðinu ekki fyrri
hluta Íslandsmótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Ísland mætir Danmörku
í umspili um sæti á EM U-21 árs
landsliða sem fer fram í Tékklandi
á næsta ári, en dregið var í Nyon í
Sviss í hádeginu í gær. Leikið verður
8. og 14. október, en fyrri leikurinn
fer fram í Danmörku.
„Danska liðið er rosalega gott og
spilar góðan fótbolta, en við tökum á
því eins og við höfum tekið á öðrum
liðum. Við verðum áfram skipu-
lagðir,“ sagði Tómas Ingi Tómasson,
aðstoðarþjálfari U-21 árs liðsins, í
samtali við Vísi eftir dráttinn í gær.
Danir unnu átta leiki af tíu í sínum
riðli í undankeppninni, en markatala
þeirra var ekki af verri endanum,
eða 37-9. Það er því ljóst að íslenska
liðsins bíður erfitt verkefni.
Flestir af bestu leikmönnum Dana
sem eru gjaldgengir í U-21 árs liðið
eru þegar orðnir fastamenn í A-lands-
liðinu. Má þar meðal annars nefna
Christian Eriksen, sem hefur þegar
leikið tæplega 50 A-landsleiki, Pierre
Højbjerg, eina af helstu vonarstjörn-
um Bayern München, Jores Okore hjá
Aston Villa, og Nicolai Boilesen, sam-
herja Kolbeins Sigþórssonar hjá Ajax.
Litlar sem engar líkur eru taldar
á því að þeir verði með U-21 árs
liðinu gegn Íslandi, en A-landslið
Dana á leik við Albaníu 11. október
og Portúgal þremur dögum seinna í
undankeppni EM 2016. - iþs
Sterkt lið Dana bíður Íslands
GLEÐI Íslenska liðið mætir því danska í
umspilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
FÓTBOLTI Alan Lowing, miðvörð-
ur Pepsi-deildar liðs Víkings í
knattspyrnu, skrifaði undir nýjan
tveggja ára samning við félagið
í gær, en núgildandi samningur
hans rann út eftir tímabilið.
Lowing kom til Víkings frá
Fram síðasta haust eftir tvö og
hálft ár í Safamýrinni og hefur
verið besti varnarmaður nýlið-
anna í sumar.
Sterkur varnarleikur er ein
helsta ástæða þess að liðið er í
bílstjórasætinu í Evrópubarátt-
unni, en liðið mætir Val í Víkinni
á sunnudaginn í gríðarlega mikil-
vægum leik um fjórða sætið, það
síðasta sem gefur þátttökurétt í
forkeppni Evrópudeildarinnar á
næsta ári. - tom
Alan Lowing
áfram í Víkinni
TRAUSTUR Skotinn Alan Lowing hefur
spilað vel í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
KÖRFUBOLTI Íris Ásgeirsdóttir
verður ekki með liði Hamars í
Domino’s-deild kvenna í körfu-
bolta á komandi tímabili, en hún
ber barn undir belti. Þetta kemur
fram á karfan.is.
Íris, sem er 27 ára gömul, skor-
aði 12,1 stig, tók 4,5 fráköst og
gaf 2,6 stoðsendingar að meðal-
tali í leik á síðasta tímabili.
Hamar hefur leik í Domino’s-
deildinni gegn Grindavík í Röst-
inni 8. október. - iþs
Hamar verður
án fyrirliðans