Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 6
13. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 SJÁVARÚTVEGUR Auðvelda þarf frumkvöðlum að hefja tilrauna- veiðar á vannýttum tegundum á Íslandsmiðum. Sérstaklega á þetta við um þá sem hafa minna umleikis. Veiðar, vinnsla og úthugsuð mark- aðssetning þessa sjávarfangs geym- ir mikla möguleika til verðmæta- sköpunar í íslenskum sjávarútvegi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans um tækifæri í van- nýttum sjávardýrategundum. Bjarki Vigfússon, hagfræðingur hjá Sjávarklas- anum, útskýrir að smærri aðil- ar hafi mjög tak- markaða mögu- leika til að hasla sér völl í tilrauna- veiðum, þær eru dýrar og litlir möguleikar til að sækja fjármagn til sjóðakerfisins. „Stóru sjávarútvegsfyrirtækin hafa hins vegar mörg hver lítinn áhuga á litlum og vannýttum teg- undum og smærri aðilarnir hafa ekki fjármagnið sem þarf. Hins vegar, ef eitthvað kemur út úr til- raunaveiðum smærri aðila hafa stóru aðilarnir möguleika á að hefja veiðar í þeim tegundum í miklu magni á skömmum tíma og styrkja þannig stöðu sína verulega gagnvart því að fá úthlutaðan rétt til veiða úr þeim stofnum síðar,“ segir Bjarki. Því vantar einhvers konar gagn- sætt, stöðugt og sanngjarnt fyrir- komulag í kringum veiðar á nýjum tegundum sem gefur smærri aðil- um færi á að stunda þróunarstarf- ið af einhverjum krafti og tryggir þeim síðan einhvern nýtingarrétt í framhaldinu, enda séu smærri aðilarnir ekki síður líklegir en þeir stærri til að skapa verðmæti úr nýjum tegundum. Eins kemur fram í greiningu Sjávarklasans að í íslensku lögsög- unni er nokkur fjöldi vannýttra teg- unda. Stofnstærðir flestra þessara tegunda eru smærri en þeirra sem nú eru verðmætastar í íslenskri útgerð og eðli málsins samkvæmt ríkir enn nokkur óvissa um arð- semis möguleika í veiði flestra þeirra. Þá verður einnig að taka til- lit til þess að sumar tegundir sem nú teljast lítið nýttar flakka talsvert inn og út úr lögsögunni og stöðug- leiki í veiði þeirra því lítill. svavar@frettabladid.is Vantar hvata til að hefja tilraunaveiðar Koma þarf á skipulagi þar sem frumkvöðlar sem leggja í áhættusamar tilrauna- veiðar njóti afraksturs frumkvöðlastarfs með sanngjörnum hætti. Mikil verðmæti gætu falist í veiðum og vinnslu sjávardýra sem lítill gaumur er gefinn í dag. TEGUND STAÐA VEIÐA AFLI OG STOFNSTÆRÐ Beitukóngur 89 tonn 2013 Ráðgjöf Hafró 750 tonn Beitusmokkur Tilraunaveiðar Lítt rannsakað 1.600 tonn veidd 1984 Gaddakrabbi Tilraunaveiðar Stofnvísitala 260 tonn Gulldepla Veiðar frá 2008 Hámarksafli 46.000 tonn Engu landað 2013 Ígulker Árlegur afli 125–145 tonn Ekki vitað Kræklingur Tilraunaveiðar Stofnstærðarmat 15.000 tonn Kúfskel Engar veiðar síðan 2009 Leyfilegur afli 35.500 tonn á ári Sæbjúga Tilraunaveiðar frá 2003 Stofnstærð 26.000 tonn Grjótkrabbi Fannst fyrst 2006 Lítið þekkt Trjónukrabbi Veiðitilraunir Stofnstærð áætluð um 80.000 tonn Van- og ónýttar tegundir við Ísland NEYTENDUR Matvælastofnunin í Svíþjóð varar við fæðubótar- efninu Jacked Power eftir að kona sem tók inn efnið í tengslum við líkamsrækt fékk heilablæðingu. Jack ed Power er sagt auka árang- ur hjá þeim sem stunda íþróttir. Efnið hefur verið selt í verslun- um í Svíþjóð en nú hafa yfirvöld í Gautaborg, Malmö og Svíþjóð gert ráðstafanir til þess að stöðva sölu þess. Í grein í sænska lækna- blaðinu frá 5. september síðastliðn- um segja læknar það vera skoðun sína að setja megi heilablæðingu konunnar í samhengi við neyslu hennar á fæðubótarefninu. Katrín Guðjónsdóttir, sérfræð- ingur hjá Matvælastofnun, segir fæðubótarefni ekki háð samþykki eins né neins. „Ég veit ekki til þess að þessi vara sé til hér en það segir ekki alla söguna. Það er skylda að tilkynna um sölu á fæðubótarefnum en það er nú eins og það er. Þar sem varan hefur ekki verið tilkynnt geri ég síður ráð fyrir að hún sé til sölu í verslunum hér. En hins vegar er hún aðgengileg í vefverslunum.“ - ibs Matvælastofnunin í Svíþjóð varar við fæðubótarefninu Jacked Power Heilablæðing í kjölfar neyslu FÆÐUBÓTAREFNI Varað er við neyslu á fæðubótarefninu Jacked Power. Lífrænu kaldpressuðu kryddolíurnar eru dásamlega bragðgóðar og ómissandi í alla matargerð. Lífrænar vörur á góðu verði. ÞAÐ ER HEILBRIGÐ SKYNSEMI SJÁVARFANG Fjölmargar tegundir við Ísland eru lítt eða ekki nýttar, en eru kónga- fæði engu að síður. MYND/SÆFERÐIR BJARKI VIGFÚSSON ELDGOS Fylgjast þarf vel með því þegar hraunstraumurinn nær Svartá að sögn Freysteins Sig- mundssonar, jarðeðlisfræðings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. „Þegar hraunið kemur þangað þarf að fara yfir stöðuna. Meira grunnvatn er í ánni og því gæti orðið meiri sprengivirkni þar en í Jökulsá á Fjöllum,“ segir Frey- steinn. Búast má við því að hraun- ið nái að bökkum Svartár á næstu dögum. Um helgina verður hægt að ákvarða út frá GPS-mælum hvort sigið í öskjunni undir Bárðarbungu haldi áfram. Enn er talið jafn líklegt að gos hefjist undir jöklinum í Bárð- arbungu. „Það gæti orðið hættuleg- ur atburður hvort sem það yrði stórt eða lítið gos vegna hættu á jökul- hlaupi,“ segir Freysteinn. Áfram er varað við háum styrk brennisteinstvíildis frá eldgosinu á Austfjörðum. Finni íbúar á svæðinu fyrir óþægindum eru þeir beðnir að halda sig innandyra. - ih Áfram varað við gasmengun frá Holuhrauni og fylgst með hraunstraumi: Hætta á sprengingum í Svartá FREYSTEINN SIGMUNDSSON Enn jafn líklegt að gos hefjist í Bárðar- bungu, segir jarðeðlisfræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.