Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 78
FÓLK|HELGIN
STYRKJA TENGSLIN
„Það verður frábært að hitta keramik-
meistara svona víða að og styrkja tengsla-
netið, fá nýjar hugmyndir og sjá hvernig
vinna má með efnið á öðruvísi hátt.“
Við vorum þrjár valdar fyrir Íslands hönd til að sýna okkar verk á þessari stóru sýningu. Það er ótrúlega skemmtilegt og mikill heiður,“ segir
Hanna Dís Whitehead vöruhönnuður en hún, ásamt
Hildi Ýri Jónsdóttur skartgripahönnuði og Ingibjörgu
Guðmundsdóttur keramiklistamanni, tekur þátt í Evr-
ópska gler- og leirlistatvíæringnum í Danmörku, Euro-
pean Ceramic Context 2014 í Bornholm.
Sýningarnar eru tvær og má þar sjá verk eftir 95 lista-
menn frá þrjátíu Evrópulöndum: Ceramic Art þar sem
sýnd eru verk listamanna og hönnuða sem hafa starfað
í lengri tíma, og New Talent þar sem eru verk eftir hönn-
uði og listamenn yngri en 35 ára.
Hildur Ýr sýnir á Ceramic Art en Hanna Dís og Ingi-
björg sýna á New Talent. Sýningarnar verða opnaðar í
dag og standa fram til loka nóvember.
„Hér er hægt að sjá þverskurð af því sem er að gerast
í keramikheiminum í Evrópu,“ segir Hanna Dís. „Það
verður frábært að hitta keramikmeistara svona víða
að og styrkja tengslanetið, fá nýjar hugmyndir og sjá
hvernig vinna má með efnið á öðruvísi hátt. Ég get vel
ímyndað mér að einhverjir framleiðendur og aðilar frá
galleríum og söfnum skoði sýningarnar svo að það geta
ýmis tækifæri falist í að taka þátt.“
Sérstök valnefnd mun einnig velja einn listamann af
hvorri sýningu sem hún telur skara fram úr. Verðlaunin
eru 10.000 evrur, eða um 1,5 milljónir íslenskra króna.
„Valnefndin skoðaði verkin fyrir helgi og mun tilkynna
um verðlaunahafa um helgina. Það verður mjög spenn-
andi,“ segir Hanna Dís, sem hlakkar til að eyða helginni
ytra.
„Það eru margar sýningar samhliða þessari í gangi
hér á svæðinu svo það verður stíft prógramm að skoða
yfir helgina. Við sendum vörurnar okkar út fyrir mán-
uði og þurftum því ekkert að stressa okkur á því að
setja upp sýninguna. Við mætum bara og njótum,“ segir
Hanna Dís.
MIKILL HEIÐUR AÐ TAKA ÞÁTT
HÖNNUN Þrír íslenskir hönnuðir og listamenn taka þátt í Evrópska gler- og leirlistatvíæringnum í ár. Tíu þúsund evrur verða veittar
tveimur þátttakendum á sýningunni sem þykja skara fram úr. Sýningarnar verða opnaðar í dag og standa fram til loka nóvember.
MIKILL HEIÐUR Hanna Dís Whitehead vöruhönn-
uður er einn þeirra þriggja íslensku listamanna og
hönnuða sem valdir voru til þátttöku á Evrópska gler-
og leirlistatvíæringnum í Danmörku. MYND/GVA
DIALOG Verk eftir Hönnu Dís Whitehead
sem hún sýnir á New Talent, Evrópska
gler- og leirlistatvíæringnum í Danmörku.
REACTION OF DWELLING Verk eftir Ingibjörgu
Guðmundsdóttur sem sýnt er á New Talent.
MELTING TOGETHER
Verk eftir Hildi Ýri Jónsdóttur
skartgripahönnuð en hún
sýnir á Ceramic Art.
Kaffi og kleinur,*
pylsur og djús
frá kl. 13:00*
Ævar
vísindamaður
kemur kl. 14:00
Ef keypt er fyrir
6.000 kr. eða meira
fylgir gjöf.
FJÖLSKYLDUSTEMMING LAUGAR
DAG
!
Allt að
90%
afsláttur Yfir 4000
titlar frá öllum
helstu útgefendum
landsins!
99 kr.
Þegar öllu er á
b
ot
ni
nn
h
vo
lf
t
*
Gjafir
fyrir öll
tækifæri!
OPIÐ ALLA HELGINA
KL. 10–19!
RISALAGERSALA á Fiskislóð 39