Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 90
13. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 46
Engin sérstök úrræði eru til á
Íslandi fyrir eftirlifendur þeirra
sem framið hafa sjálfsvíg. „Í ljósi
þess fjölda sem fremur sjálfsvíg
og fjölda einstaklinga sem það
snertir í samfélaginu þarf að að
fjölga úrræðum,“ segir Benedikt,
faðir ungs manns sem svipti sig lífi.
„Þannig rjúfum við þöggunina og
þar með vinnum við á fordómum
og þeirri skömm sem fylgir eftir-
lifendum eftir sjálfsvíg.“ Benedikt
segir öflugasta forvarnarstarfið
felast í umræðu og fræðslu. „Við
verðum að læra að ef okkur líður
illa, eða einhverjum í kringum
okkur, að gefa því gaum. Það kemur
okkur við og við þurfum að passa
betur upp á hvert annað.“
Benedikt Þór Guðmundsson
eftirlifandi
Rjúfum
þagnarmúrinn
Málfríður hefur tvisvar verið lögð
inn á sjúkrahús eftir sjálfsvígs-
tilraun. Hún var sett á lyf og rætt
var við hana um lyfjanotkunina
en annars fékk hún lítinn sem
engan stuðning. „Enginn fylgdist
raunverulega með mér og svo var
ég send heim. Ég kveið hrikalega
fyrir að fara heim því ég vissi að ég
yrði ein. Það var engin eftirfylgni,“
segir Málfríður. Vegna þöggunar
í samfélaginu og lítillar umræðu
er oft litið á geðsjúkdóma sem
varanlegt ástand sem ekki er hægt
að lifa góðu lífi með eða ná bata.
„Skömmin veldur því að fólk leitar
sér síður hjálpar eða of seint enda
telur það ástandið vonlaust.“
Málfríður Hrund Einarsdóttir
reyndi sjálfsvíg
Fékk lítinn sem
engan stuðning
Halldóra, yfirlæknir á bráðaþjón-
ustu og göngudeild geðsviðs Land-
spítalans, segir að ferli fari af stað á
sjúkrahúsinu þegar sjúklingar hafa
reynt sjálfsvíg. Gert er geðmat og
þeim sem eru enn í sjálfsvígshættu
er boðið upp á innlögn á geðdeild.
Ríflega helmingur þeirra sem koma
á sjúkrahús vegna sjálfsskaða er þó
sendur heim samdægurs. Halldóra
segir að mikilvægast sé að ráðast
gegn rót vandans. Vímuefnavanda
sé vel mætt með meðferðum en
aðgengi að meðferð við þunglyndi
sé afar ójafnt. „Betra aðgengi er að
lyfjum á Íslandi en sálfræðimeð-
ferð, því það hafa ekki nærri því
allir efni á að fara til sálfræðings,“
segir Halldóra.
Halldóra Ólafsdóttir
yfirlæknir á geðsviði Landspítalans
Bæta aðgengi
að meðferð
Hugarafl býður upp á stuðning
og þjónustu við fólk sem hefur
gert sjálfsvígstilraunir. Auður, einn
stofnenda Hugarafls og Geðheilsu-
Eftirfylgdar, segir að fólk leiti til
þeirra að eigin frumkvæði. Hún
telur ekki nógu mikla eftirfylgni vera
með fólki sem lagt er inn á spítala
eftir sjálfsvígs tilraunir. „Það er víða
pottur brotinn í þessum málum.
Minn draumur er að hægt verði að
stofna teymi sem er á sjálfsvígsvakt
24 tíma sólarhringsins. Teymið gæti
þá bæði veitt þeim sem hafa reynt
sjálfsvíg eftirfylgni og sinnt aðstand-
endum,“ segir Auður. „Þeir sem leita
til Hugarafls fá slíka þjónustu en því
miður eru margir sem ekki leita sér
hjálpar eftir sjálfsvígstilraunir.“
Auður Axelsdóttir
forstöðumaður Hugarafls
Þyrfti sjálfsvígsvakt
allan sólarhringinn
Salbjörg sinnir sjálfsvígsforvörnum
hjá landlækni. Beint framlag
ríkisins til sjálfsvígsforvarna felst
í þessu eina stöðugildi. Hún segir
afleiðingar sjálfsvíga líka alvarlegar
fyrir aðstandendur og muna þurfi
að full kirkja af syrgjandi fólki sé
að baki hverju sjálfsvígi. Því sé
forvarnarstarf meðal aðstandenda
afar mikilvægt í formi stuðnings
og umræðu. „Ef óunnin sorg og
erfiðar tilfinningar sitja lengi
eftir í fólki getur það þróast út í
þunglyndi eða kvíða. Þannig getur
sjálfsvígshætta flust á milli kyn-
slóða.“ Bein aðkoma ríkisins að
sjálfsvígsforvörnum felst eingöngu
í þessu eina stöðugildi hjá land-
læknisembættinu.
Salbjörg Bjarnadóttir
geðhjúkrunarfræðingur
Full kirkja að baki
hverju sjálfsvígi
Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofn-unarinnar er sjálfsvígs-tíðni á Íslandi með þeirri hæstu í Evrópu. Í kjölfar útgáfu skýrslunnar hefur
verið rætt við þá sem hafa reynt
sjálfsvíg, ástvini þeirra sem hafa
farið með þeim hætti og fagfólk í
geðheilbrigðisstéttinni í fjölmiðl-
um. Skilaboðin eru skýr. Forvarn-
ir, fræðslu og úrræði þarf að efla.
Með forvörnum og fræðslu
verður umræðan um geðsjúk-
dóma og sjálfsvíg opnari sem
vinnur á fordómum. Fordómar
búa til skömm. Skömm býr til
þöggun. Þöggun hjálpar engum.
Skeytingarleysi gagnvart öðrum
Fjögurra barna faðir, sem hefur
verið heimilislaus undanfarna
mánuði vegna veikinda sinna,
hafði samband við blaðamann í
kjölfar umfjöllunar um sjálfsvíg.
Hann hefur aldrei átt við vímu-
efnavanda að stríða en hefur
misst allt sitt vegna þunglyndis.
Hann svaf í bílnum sínum á bíla-
stæðinu við geðdeild Landspítal-
ans í allt sumar og íhugaði hvern-
ig best væri að binda enda á líf
sitt. Einhvers staðar í hjarta sínu
vonaði hann að eftir honum yrði
tekið og honum boðin hjálp. En
hann segir sinnuleysi Íslendinga
vera ótrúlegt.
„Oft á tíðum þegar ég var fyrir
utan bílinn og starfsfólk spítalans
átti vaktaskipti, fór ég að fylgj-
ast með fólkinu sem átti leið hjá.
Ef það hefði litið upp og litið á
mig hefði verið auðvelt að sjá að
þarna var utangarðsmaður búinn
að koma sér fyrir á náttstað. En
mjög fáir litu upp. Þeir sem gerðu
það litu eldsnöggt í augu mín, en
bara augnablik og síðan fóru þeir
strax í sömu göngustöðu og við
Íslendingar þekkjum svo vel,“
skrifar maðurinn í bréfi sínu.
Faðir drengs sem svipti sig lífi
vegna pókerskuldar tekur í sama
streng. Hann segir að gefa þurfi
náunganum gaum í stað þess að
líta í hina áttina þegar einhverj-
um í kringum okkur líður illa,
hvort sem það er samnemandi,
vinnufélagi eða fjölskyldumeð-
limur. „Við verðum að passa betur
upp á hvert annað,“ segir hann.
Auka aðgengi að sálfræði-
meðferð
Margir sem rætt var við í vikunni
nefndu að eina aðstoðin sem þeim
hefði verið boðin í kjölfar sjálfs-
vígstilraunar væri lyfjaskammt-
ur. Heimilislausi maðurinn segir
að pantaður hafi verið tími fyrir
hann á göngudeild til að fylgjast
með lyfjunum, það var eina eft-
irfylgnin. Hann spyr að lokum í
bréfi sínu: „Hverjar eru forvarn-
irnar þegar komið er á leiðarenda
sjálfsmorðingja?“
Yfirlæknir á geðsviði segir
mikilvægt að takast á við þung-
lyndi á fyrstu stigum með sál-
fræðimeðferð. Hann bætir þó við
að auðveldara sé að nálgast lyf en
sálfræðimeðferð, enda sé viðtals-
meðferð dýr og því aðgengi fólks
að henni ójafnt eftir fjárhag.
Kristján Þór Júlíusson heil-
brigðisráðherra segir að forvarn-
ir vegna sjálfsvíga verði liður í
nýrri geðheilbrigðisstefnu.
„Skoðað verður hvernig heilsu-
gæslustöðvar geti boðið upp
á sálfræðiþjónustu í auknari
mæli en nú er gert,“ segir Krist-
ján og vísar til fyrirkomulags-
ins í Bretlandi þar sem hugræn
atferlismeðferð er orðin hluti af
opinberum leiðbeiningum heil-
brigðisyfirvalda. Hann segir
upphafskostnað geta verið mik-
inn en reynslan sýni að þetta sé
til bóta þegar til lengri tíma er
litið með minnkandi lyfjakostn-
aði og að fólk skili sér fyrr aftur
út á vinnumarkaðinn.
Hugrekki að segja frá
Eftirlifendur og þeir sem hafa
reynt sjálfsmorð kalla eftir auk-
inni fræðslu og forvörnum. Þessir
aðilar hafa tekið stærstu skrefin
í þá átt, með því að ræða reynslu
sína opinberlega. Sú umræða sem
skapast við það er mikilvægasta
vopnið gegn fordómum. Stjórn-
völd hljóta að eiga næstu skref,
með því að styrkja þessa baráttu
með auknum fjármunum í skipu-
lega geðræktarfræðslu og stuðn-
ing við þá sem eiga um sárt að
binda. Við hin getum lagt okkar
af mörkum og hætt að líta undan
þegar einhverjum líður illa í
kringum okkur.
Sjálfsvíg eru samfélagsmein
Sjálfsvíg snerta að minnsta kosti þrjú þúsund Íslendinga á ári. Fyrir utan þá tæplega fjörutíu sem svipta sig lífi ár hvert
upplifa eftirlifendur og fólk sem hefur reynt sjálfsvíg mikla vanlíðan. Þessi hópur vill efla forvarnir, fræðslu og úrræði.
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@365.is
HÁ DÁNARTÍÐNI Um 15 af hverjum hundrað þúsund Íslendingum fremja sjálfsvíg. Níutíu prósent af þeim eiga við geðrænan og/
eða vímuefnavanda að stríða. Tíu prósent sjálfsvíga eru framin í tímabundinni örvæntingu og af meiri hvatvísi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skoðað
verður hvernig
heilsugæslu-
stöðvar geti
boðið upp á
sálfræðiþjón-
ustu í auknari
mæli en nú er gert.
Kristján Þór Júlíusson,
heilbrigðisráðherra.
2.500
ÍSLENDINGAR
þurfa að fylgja
aðstandanda sem
hefur framið
sjálfsvíg til grafar
á hverju ári.
SJÁLFSVÍG Á ÍSLANDI
31-37
SJÁLFSVÍG
ERU FRAMIN
Á ÁRI HVERJU
Á ÁRI Á ALDRINUM 15-20 ÁRA
fremja sjálfsvíg á hverju ári.2
Á HVERJA HUNDRAÐ
ÞÚSUND ÍBÚA ER SJÁLFS-
VÍGSTÍÐNI Á ÍSLANDI samkvæmt
skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunar.
Það er ein hæsta tíðnin í Evrópu.
15
SJÚKLINGAR VORU GREINDIR MEÐ
SJÁLFSSKAÐA á sjúkrahúsum landsins
árið 2013. Stór hluti af þeim reyndi sjálfsvíg.
276
HRINGDU Í
HJÁLPAR SÍMANN 1717
í sjálfsvígshugleiðingum síðastliðið sumar.
Helmingi fl eiri en á sama tíma í fyrra.
123 35 FRÖMDU SJÁLFSVÍG ÁRIÐ 2012
ÞAR AF
11 24
karlarkonur