Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 8
13. september 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8
ATVINNUMÁL Átján manns hefur
verið sagt upp hjá Landsbankan-
um. Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá Landsbankanum að upp-
sagnirnar séu hluti af hagræðingu
í rekstri bankans.
Útibúinu í Sandgerði verður
lokað frá og með 11. október og fer
hluti starfsmanna þaðan í útibú
bankans í Reykjanesbæ.
Að auki verður bakvinnslan sem
verið hefur í Reykjanesbæ flutt í
Mjóddina og býðst starfsmönnum
úr Reykjanesbæ vinna þar. Þjón-
ustuverið á Selfossi hefur svo verið
lagt niður og verða þjónustuver nú
starfrækt í Reykjavík og á Akur-
eyri. - skh
Hagræðingin heldur áfram:
Landsbankinn
segir átján upp
Aðgangur er ókeypis - gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða Tími endurkomu Krists er í nánd
Björgvin Snorrason, PhD, guðfræðingur og kirkjusagnfræðingur flytur fyrirlestrana.
Hann hefur flutt fyrirlestra á Íslandi og víðar um þessi efni í mörg ár.
islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir verkefni á sviði
umhverfismála með sérstakri áherslu á endurnýjanlega
orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.
Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar
á þessum sviðum.
Heildarupphæð úthlutunar er allt að fimm milljónum
króna. Nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunar-
reglur hans má finna á vef Íslandsbanka.
Sækja skal um á vef bankans í síðasta lagi 1. október 2014
islandsbanki.is/frumkvodlasjodur
Frumkvöðlasjóður
Íslandsbanki auglýsir eftir
umsóknum um styrki
Umsóknum skal fylgja,
eftir því sem við á:
• Greinargóð lýsing á verkefninu
• Ítarleg fjárhagsáætlun
• Upplýsingar um aðra
fjármögnun verkefnis
• Ársreikningur
• Upplýsingar um eignarhald
og rekstrarform
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
FORSTJÓRINN Enn er verið að hag-
ræða í bankakerfinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLA Fimm ár eru
síðan Ragna Árnadóttir,
þáverandi dómsmálaráð-
herra, undirritaði sam-
komulagið milli aðildar-
ríkja Evrópusambandsins
um einfaldaða lögreglusam-
vinnu. Því hefur hins vegar
enn ekki verið komið á.
Samkomulagið, sem kall-
að er Prüm-samkomulagið
þar sem það var upphaflega undir-
ritað í Prüm í Þýskalandi, felur í
sér gagnkvæman uppflettiaðgang
að upplýsingum úr lífkennagagna-
bönkum, svo sem fingrafara- og
erfðaefnisskrá lögreglu ásamt
ökutækjaskrá, að því er segir á vef
innanríkisráðuneytisins.
Jóhannes Tómasson, upplýs-
ingafulltrúi hjá innanríkisráðu-
neytinu, segir ekki liggja fyrir að
svo stöddu hvenær unnt verður að
koma á fyrirkomulaginu af Íslands
hálfu. Í skriflegu svari við fyrir-
spurn Fréttablaðsins segir hann
ekki fyrir hendi fullnægjandi
tæknilegan búnað svo af
því geti orðið.
„Eins og kunnugt er
hefur verið aðhald í ríkis-
fjármálum undanfarin ár
og hefur fjárveitingum
verið forgangsraðað í þágu
almennrar sýnilegrar lög-
reglu,“ skrifar Jóhannes.
Frá því að sænska lög-
reglan hóf að samkeyra
erfðaefnisskrá sína við slíkar
skrár hjá lögregluembættum ann-
arra ríkja hefur hún fengið aðstoð
vegna rannsóknar á afbrotum
206 einstaklinga sem skilið hafa
eftir lífsýni á vettvangi glæps.
Samkvæmt frétt sænska ríkisút-
varpsins hefur nú fyrsti dómur-
inn verið felldur í Svíþjóð í kjölfar
slíkrar samvinnu. Gögn um erfða-
efni manns sem grunaður var um
nauðgun fundust í lífkennagagna-
banka í Finnlandi. Maðurinn sat í
fangelsi í Finnlandi vegna nauðg-
unar en var framseldur til Svíþjóð-
ar. ibs@frettabladid.is
Kemst ekki
í erlenda
gagnabanka
Íslensk lögregla hefur ekki fengið tæknibúnað til að
fletta upp í lífkennagagnabönkum erlendra lögreglu-
embætta. Fimm ár eru frá undirritun samkomulags.
LÖGREGLA VIÐ STÖRF Fjárveitingum hefur verið forgangsraðað í þágu almennrar
sýnilegrar lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
JÓHANNES
TÓMASSON