Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 82
KYNNING − AUGLÝSINGGluggar og gler LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 201410 NOTAGILDIÐ HEFUR AUKIST Á undanförnum árum hefur notagildi glers aukist til muna og það er notað á fjölbreyttari hátt en áður tíðkaðist. Færst hefur í vöxt að nota gler í stigahandrið og jafnvel tröppurnar líka. Hert gler er notað í handriðið og það setur skemmti- legan, nútímalegan og léttan svip á umhverfið. Gler hefur sömuleiðis verið notað í veggi innanhúss, rennihurðir og til að loka af sturtuklefa. Notkunar- möguleikar glers eru margvíslegir. Glerborð hafa lengi þekkst og sumir setja glerplötu yfir venjulegt borðstofuborð til að breyta svip þess. Á sumum nýbyggðum eða nýuppgerðum hótelherbergjum er baðherbergið með glerveggjum. Einkum er þetta gert í litlum hótel- herbergjum en glerið stækkar rýmið og gerir það bjartara. GLUGGAR VORU UPPHAFLEGA AÐEINS GÖT Fyrstu vísar að gluggum voru göt í veggjum. Síðar var farið að hylja götin með dýraskinni, klæði og viði. Viðarhlerar sem hægt var að opna og loka komu síðar. Með tímanum var farið að búa til glugga sem skýldu íbúum fyrir veðri og vindum en hleyptu jafn- framt birtu í gegn. Gerðar voru ýmsar tilraunir með efnivið og eru meðal annars dæmi um að notuð hafi verið dýrahorn og marmari til að hylja gluggaop. Í Austurlöndum fjær var notaður pappír til að fylla upp í glugga. Rómverjar í Egyptalandi voru fyrstir til að nota gler í glugga um 100 árum eftir Krist. Það liðu þó yfir þúsund ár þar til gluggaglerið var orðið það gott að hægt var að sjá í gegnum það. o RISASTÓR GLERBYGGING Crystal Palace í London var byggð úr járni og gleri fyrir The Great Exhibition árið 1851. Höllin var 92 þúsund fermetrar og var þar sýnt allt hið nýjasta í tækni sem þróað var á dögum iðnbyltingarinnar. Byggingin, sem hönnuð var af Joseph Paxton, var 564 metra löng og lofthæðin var upp á 39 metra. Á þeim tíma var Crystal Palace sú bygging sem hvað mest gler var notað í og heillaði hún áhorfendur með sínum gegnsæju veggjum og þaki. Engar ljósakrónur þurfti í bygginguna, sem eyðilagðist í bruna árið 1936. Nafnið Crystal Palace er enn í dag notað til að auðkenna þann hluta af Suður-London sem höllin stóð á og garðinn sem umkringir staðinn. Heimavöllur knattspyrnuliðsins Crystal Palace er í garðinum og er liðið kennt við bygginguna. Ultraflex gluggaopnarar UCS VEGA 230V Mjög nettur rafknúinn gluggaopnari úr áli, drifinn keðju úr ryðfríu stáli, sérlega auðveldur í uppsetningu. Hentar vel fyrir glugga með gardínum. Átakið er staðsett í miðju opnarans. Fáanlegur með og án fjarstýringar. UCS 230 V, 230V 24 VDC, 300 mm stöðluð opnun. Skútuvogur 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is UCS KEÐJUOPNARI Handknúinn gluggaopnari með keðju og sveif sem hentar jafnt fyrir glugga með lamir að neðanverðu sem ofanverðu og hátt upp í opnanleg fög. Á stóra glugga er möguleiki að nota tvo opnara. Auðvelt er að komast að þrifum. UCS SINTESI 230V Rafknúinn öflugur gluggaopnari, keðjudrifinn, einfaldur í uppsetningu, auðvelt að komast að þrifum. UCS 230 V,250 mm eða 380 mm opnun. Ultraflex gluggaopnarar eru auðveldir í uppsetningu og henta fyrir glugga í mismunandi hæð. Fjöldi lausna er í boði fyrir flestar gerðir glugga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.