Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 13. september 2014 | SKOÐUN | 21
Í vor mælti fjár-
mála- og efna-
hagsráðherra
fyrir frumvarpi
til laga um opin-
ber fjármál.
Frumvarpið felur
í sér heildarlög-
gjöf um fjármál
ríkis og sveitar-
félaga þar sem
áhersla er lögð á
langtímastefnu-
mörkun opin-
berra fjármála,
aukinn aga við
framkvæmd fjár-
laga og markviss tengsl almanna-
fjár við stefnur og áætlanir.
Mörg markverð nýmæli má finna
í frumvarpinu sem munu hafa
veruleg áhrif á fyrirkomulag
ríkisrekstrarins ef það verður að
lögum, en fjármála- og efnahags-
ráðherra mun leggja frumvarpið
fram á ný á haustþingi.
Markvissari stefnumótun
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að verulegar breytingar verði
gerðar á skipulagi og vinnulagi
við stefnumótun og áætlanagerð
hins opinbera. Skilgreina á stefnu
fyrir málefnasvið og málaflokka
samhliða fækkun fjárlagaliða.
Hver ráðherra á síðan að setja
fram stefnu fyrir þau málefna-
svið og málaflokka sem hann ber
ábyrgð á til eigi skemmri tíma en
fimm ára. Málefnasviðsstefnur
munu í raun leiða hvert svið og
áætlanir málaflokka. Gera má
ráð fyrir að fjöldi málefnasviða
í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá
tugi og að fjöldi málaflokka verði
um fimm til sjö að meðaltali á
hvert málefnasvið. Með mark-
vissri fækkun fjárlagaliða og til-
komu málefnasviðsstefna tekst
m.a. að skapa skýrari grundvöll
fyrir tengingu á milli stefnumót-
unar og úthlutunar fjárveitinga.
Í frumvarpinu er því gert ráð
fyrir vandaðri stefnumótun fyrir
málefnasvið og málaflokka sem
hlutaðeigandi fagráðherra ber
ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefna-
svið og málaflokka skal meðal
annars greint frá gæða- og þjón-
ustumarkmiðum og hvernig
markmiðum verði náð með tilliti
til fjármuna. Forsenda stefnumót-
unar fyrir málefnasvið er ríkt
samstarf ráðuneyta og ríkisstofn-
ana, en þær eiga m.a. að móta
stefnu á hverju ári fyrir starf-
semi sína til næstu þriggja ára.
Þar skal m.a. greint frá mark-
miðum og almennum áherslum
og hvernig áætlaðar fjárveitingar
til stofnana samræmast ann-
ars vegar markmiðum í rekstri
hlutaðeigandi stofnunar og hins
vegar þeim gæða- og þjónustu-
markmiðum sem fram koma í
málefnasviðsstefnu.
Auka stefnumótunarþekkingu
Árið 2012 var gerð greining á
helstu stefnum og áætlunum
ríkisins. Eitt af því sem kom
fram í þeirri greiningu var að
stefnur og áætlanir þurfa að vera
fjármagnaðar svo að þær verði
framkvæmdar og nái markmið-
um sínum. Með frumvarpi um
opinber fjármál er stigið stórt
skref í þá átt. Greiningin leiddi
einnig í ljós að stefnur og áætl-
anir ríkisins segja til um hvað
þær ætla að gera en leiða í fæst-
um tilfellum til framkvæmda. Þá
reyndist samhæfingu þeirra vera
ábótavant, þær eru of margar,
framkvæmda- og ábyrgðarað-
ilar aðgerða eru ekki ávallt skil-
greindir auk þess sem sjaldan
voru settir fram hlutlægir árang-
ursmælikvarðar.
Í skýrslu forsætisráðuneyt-
isins, Sam-
hent stjórnsýsla
(2010), kemur
m.a. fram að
styrkja þurfi
getu og hæfni
ráðuneyta til
stefnumótunar
og tryggja nauð-
synlega sérþekk-
ingu. Ef frum-
varp um opinber
fjármál verð-
ur að lögum er
líklegt að álag
vegna undirbún-
ings stefnumót-
unar verði umtalsvert. Brýnt
verður að auka þekkingu og
færni innan stjórnsýslunnar á
stefnumótun og áætlanagerð til
lengri tíma með áherslu á faglega
framsetningu markmiða, víðtækt
samráð, markvissa innleiðingu
og eftirfylgni.
Næstu skref
Við mótun málefnasviðsstefna
munu ráðuneyti og stofnanir geta
stuðst við handbók fyrir starfs-
menn Stjórnarráðsins um stefnu-
mótun og áætlanagerð. Gert er
ráð fyrir að forsætisráðuneytið
og fjármála- og efnahagsráðu-
neytið styðji við og hafi eftirlit
með framsetningu stefnumótun-
ar innan ráðuneyta. Til að auka
yfirsýn og samhæfingu mál-
efnasviðsstefna eru uppi hug-
myndir um stofnun samráðs-
hóps (e. policy profession board)
allra ráðuneyta. Slík samhæf-
ing þvert á kerfið yrði til mik-
illa bóta í „lóðréttum“ kerfum
þar sem áskoranir eru í auknum
mæli „láréttar“. Það er framund-
an breytt vinnulag sem hefur í
för með sér markvissari stefnu-
mótun, skýrari framtíðarsýn og
aukinn stöðugleika í íslenskri
stjórnsýslu.
Framtíð stefnumótunar og áætlanagerðar hins opinbera
➜ Í stefnu fyrir málefnasvið
og málafl okka skal meðal
annars greint frá gæða- og
þjónustumarkmiðum og
hvernig markmiðum verði
náð með tilliti til fjármuna.
Forsenda stefnumótunar
fyrir málefnasvið er ríkt
samstarf ráðuneyta og ríkis-
stofnana, en þær eiga m.a.
að móta stefnu á hverju ári
fyrir starfsemi sína til næstu
þriggja ára.
STJÓRNSÝSLA
Héðinn
Unnsteinsson
stefnumótunar-
sérfræðingur í
forsætisráðuneytinu
Pétur Berg
Matthíasson
stjórnmála- og
stjórnsýslufræð-
ingur í fj ármála-
og efnahags-
ráðuneytinu
Save the Children á Íslandi