Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 21

Fréttablaðið - 13.09.2014, Page 21
LAUGARDAGUR 13. september 2014 | SKOÐUN | 21 Í vor mælti fjár- mála- og efna- hagsráðherra fyrir frumvarpi til laga um opin- ber fjármál. Frumvarpið felur í sér heildarlög- gjöf um fjármál ríkis og sveitar- félaga þar sem áhersla er lögð á langtímastefnu- mörkun opin- berra fjármála, aukinn aga við framkvæmd fjár- laga og markviss tengsl almanna- fjár við stefnur og áætlanir. Mörg markverð nýmæli má finna í frumvarpinu sem munu hafa veruleg áhrif á fyrirkomulag ríkisrekstrarins ef það verður að lögum, en fjármála- og efnahags- ráðherra mun leggja frumvarpið fram á ný á haustþingi. Markvissari stefnumótun Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að verulegar breytingar verði gerðar á skipulagi og vinnulagi við stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Skilgreina á stefnu fyrir málefnasvið og málaflokka samhliða fækkun fjárlagaliða. Hver ráðherra á síðan að setja fram stefnu fyrir þau málefna- svið og málaflokka sem hann ber ábyrgð á til eigi skemmri tíma en fimm ára. Málefnasviðsstefnur munu í raun leiða hvert svið og áætlanir málaflokka. Gera má ráð fyrir að fjöldi málefnasviða í fjárlagafrumvarpi telji um þrjá tugi og að fjöldi málaflokka verði um fimm til sjö að meðaltali á hvert málefnasvið. Með mark- vissri fækkun fjárlagaliða og til- komu málefnasviðsstefna tekst m.a. að skapa skýrari grundvöll fyrir tengingu á milli stefnumót- unar og úthlutunar fjárveitinga. Í frumvarpinu er því gert ráð fyrir vandaðri stefnumótun fyrir málefnasvið og málaflokka sem hlutaðeigandi fagráðherra ber ábyrgð á. Í stefnu fyrir málefna- svið og málaflokka skal meðal annars greint frá gæða- og þjón- ustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumót- unar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkisstofn- ana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starf- semi sína til næstu þriggja ára. Þar skal m.a. greint frá mark- miðum og almennum áherslum og hvernig áætlaðar fjárveitingar til stofnana samræmast ann- ars vegar markmiðum í rekstri hlutaðeigandi stofnunar og hins vegar þeim gæða- og þjónustu- markmiðum sem fram koma í málefnasviðsstefnu. Auka stefnumótunarþekkingu Árið 2012 var gerð greining á helstu stefnum og áætlunum ríkisins. Eitt af því sem kom fram í þeirri greiningu var að stefnur og áætlanir þurfa að vera fjármagnaðar svo að þær verði framkvæmdar og nái markmið- um sínum. Með frumvarpi um opinber fjármál er stigið stórt skref í þá átt. Greiningin leiddi einnig í ljós að stefnur og áætl- anir ríkisins segja til um hvað þær ætla að gera en leiða í fæst- um tilfellum til framkvæmda. Þá reyndist samhæfingu þeirra vera ábótavant, þær eru of margar, framkvæmda- og ábyrgðarað- ilar aðgerða eru ekki ávallt skil- greindir auk þess sem sjaldan voru settir fram hlutlægir árang- ursmælikvarðar. Í skýrslu forsætisráðuneyt- isins, Sam- hent stjórnsýsla (2010), kemur m.a. fram að styrkja þurfi getu og hæfni ráðuneyta til stefnumótunar og tryggja nauð- synlega sérþekk- ingu. Ef frum- varp um opinber fjármál verð- ur að lögum er líklegt að álag vegna undirbún- ings stefnumót- unar verði umtalsvert. Brýnt verður að auka þekkingu og færni innan stjórnsýslunnar á stefnumótun og áætlanagerð til lengri tíma með áherslu á faglega framsetningu markmiða, víðtækt samráð, markvissa innleiðingu og eftirfylgni. Næstu skref Við mótun málefnasviðsstefna munu ráðuneyti og stofnanir geta stuðst við handbók fyrir starfs- menn Stjórnarráðsins um stefnu- mótun og áætlanagerð. Gert er ráð fyrir að forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðu- neytið styðji við og hafi eftirlit með framsetningu stefnumótun- ar innan ráðuneyta. Til að auka yfirsýn og samhæfingu mál- efnasviðsstefna eru uppi hug- myndir um stofnun samráðs- hóps (e. policy profession board) allra ráðuneyta. Slík samhæf- ing þvert á kerfið yrði til mik- illa bóta í „lóðréttum“ kerfum þar sem áskoranir eru í auknum mæli „láréttar“. Það er framund- an breytt vinnulag sem hefur í för með sér markvissari stefnu- mótun, skýrari framtíðarsýn og aukinn stöðugleika í íslenskri stjórnsýslu. Framtíð stefnumótunar og áætlanagerðar hins opinbera ➜ Í stefnu fyrir málefnasvið og málafl okka skal meðal annars greint frá gæða- og þjónustumarkmiðum og hvernig markmiðum verði náð með tilliti til fjármuna. Forsenda stefnumótunar fyrir málefnasvið er ríkt samstarf ráðuneyta og ríkis- stofnana, en þær eiga m.a. að móta stefnu á hverju ári fyrir starfsemi sína til næstu þriggja ára. STJÓRNSÝSLA Héðinn Unnsteinsson stefnumótunar- sérfræðingur í forsætisráðuneytinu Pétur Berg Matthíasson stjórnmála- og stjórnsýslufræð- ingur í fj ármála- og efnahags- ráðuneytinu Save the Children á Íslandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.