Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 92
13. september 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 48 Eik, níu ára teiknaði þessa fallegu mynd og sendi Fréttablaðinu. Hvernig fannst þér að koma fram á Stuðmannatónleikum? „Það var mjög gaman. Ég hef aldrei sungið með þeim áður.“ Hefur þú sungið áður fyrir framan fullt af fólki? „Já, já, oft. Þegar ég var nýorðin fimm ára fékk Tommi í Stuðmönn- um mig til að syngja og spila á píanó á afmælistónleikum Paul McCartney sem hann var að skipuleggja í Eldborg í Hörpunni. Það var bara gaman. Svo var ég líka að syngja og dansa í jólaleik- riti Skoppu og Skrýtlu í Borga- leikhúsinu um síðustu jól og verð þar aftur núna um jólin.“ Hvaða lag finnst þér skemmti- legast að syngja? „Halo með Beyoncé.“ Ertu byrjuð í tónlistarskóla, og ef svo er, þá hvaða og hvað lærir þú þar? „Ég hef verið hjá Hönnu Valdísi í Suzuki-skólanum síðan ég var fjögurra ára að læra á píanó og á sumrin verið bæði hjá henni og Þorbjörgu í Retro Stefson. Mér finnst gaman að læra á píanó.“ Áttu þér eftirlætis tónlistar- mann/konu? „Það eru pabbi (Jakob Frímann) og Katy Perry.“ Hvernig leikur þú þér oftast? „Ég föndra mjög mikið.“ Upplifðir þú eitthvert ævintýri í sumar (ferðalag? námskeið? útilegu?) „Ég fór í ferðalag með skólanum í vor upp í Vindáshlíð og við gistum þar í tvær nætur, líka á afmælisdaginn minn 19. maí. Svo ferðaðist ég um Ítalíu í sumar, það var æðislega gaman.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í Barnaskólanum í Reykjavík, rétt hjá Nauthólsvík og Háskólan- um í Reykjavík. Þetta er svona Hjallastefnuskóli, mjög fínn.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Ég ákvað þegar ég var fjögurra ára að stofna hárgreiðslustofuna Gleðilegt nýtt hár. Á skiltinu á líka að standa Happy new hair fyrir útlendingana. Stofan á að vera á efri hæð í miðbænum og á neðri hæðinni verður veitingastaður. Pabba og mömmu fannst þetta dálítið skrítin hugmynd hjá mér en mér finnst hún bara sniðug.“ - gun Ætlar að stofna Gleðilegt nýtt hár Þótt Jarún Júlía Jakobsdóttir sé bara sjö ára er hún þegar orðin býsna sviðsvön söngkona, enda sló hún í gegn á Stuðmannatónleikunum um síðustu helgi. SÖNGKONAN „Þegar ég var nýorðin fimm ára fékk Tommi í Stuðmönnum mig til að syngja og spila á píanó á afmælistónleikum Pauls McCartney.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR EYJÓLFSSON Gestur á veitingahúsi: „Þjónn það er fluga í súpunni minni!“ Þjónninn: „Nú? Viltu frekar fiðrildi?“ Maður í skóbúð: „Seljið þið krókódílaskó í búðinni?“ Afgreiðslumaðurinn: „Já, fullt af þeim. Númer hvað notar krókó- díllinn þinn?“ Maður 1: „Af hverju ertu með pylsu á bak við eyrað?“ Maður 2: „Ohh, þá hlýt ég að hafa borðað blýantinn!“ Konan við dýralækninn: „Hvað á ég að gera? Hundurinn minn eltir alltaf fólk á hjóli.“ Dýralæknirinn: „Taktu bara hjólið af honum!“ Brandarar Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 113 „Þar fór í verra,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti vonsvikinn við: „Við verðum of sein.“ Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.