Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.09.2014, Blaðsíða 39
GLUGGAR OG GLER LAUGARDAGUR 13. SEPTEMBER 2014 Kynningarblað Gluggar ehf, Kjarnagluggar og steindir gluggar Steindir gluggar voru upp-haflega notaðir til að upp-lýsa ólæsan almenning um guðspjöllin en sýna margir í dag óhlutbundna og huglæga tjáningu þar sem einblínt er á túlkun hins æðra með formum, litum og birtu,“ segir Gígja um steinda glugga sem gegndu stóru hlutverki í trúboði kirkjunnar. „Birta glugganna þótti svo mátt- ug að hún hefur verið talin geta gefið fólki tilfinningu fyrir því hvernig væri að vera undir náðar- birtu Guðs.“ Dulrænt andrúmsloft Gígja valdi í námi sínu í listfræði að skoða samband byggingarlistar og steindra glugga í Kópavogskirkju og Bústaðakirkju. „Ég valdi þessar tvær kirkjur vegna þess að þær eru mjög ólík- ar og sömuleiðis steindu gluggarn- ir sem skreyta þær. Þau Gerður og Leifur eru ólíkir listamenn, störf- uðu á mismunandi tíma og sóttu í ólíkar hefðir,“ segir Gígja og vísar til Gerðar Helgadóttur myndhöggvara sem skapaði steinda glugga Kópa- vogskirkju og myndlistarmanns- ins Leifs Breiðfjörð sem hannaði steinda glugga Bústaðakirkju. „Margt er ólíkt í nálgun og út- færslu listafólksins. Þannig notaði Gerður mun dekkri liti og er birtan í kirkjunni þar af leiðindi minni. Hún skapar dulrænt andrúmsloft með bláum og rauðum tónum í anda gömlu gotnesku kirknanna í Frakk- landi. Verk Leifs er mun ljósara og notar hann að mestu hvítt gler en einnig gráan, svartan og rauðan lit. Formin eru líka ólík. Blýlínur glers- ins í Kópavogskirkju mynda flæð- andi hvöss og mjúk form en gler Bú- staðakirkju er skreytt með sterkum línum og kröftugum formum,“ segir Gígja. Vinnuferli Gerðar og Leifs voru einnig ólík. „Mikið er til af heimildum þar sem Leifur fjallar um mikilvægi sambands listamanns og arkitekts og hvernig vinna eigi steindan glugga svo vel til takist, en í viðtöl- um sem tekin voru við Gerði fjallaði hún frekar um glerlistaverk sín sem sjálfstæð listaverk og ekki í sam- hengi við arkitektúrinn.“ Hluti af heildararkitektúr Saga steindra glugga á Íslandi hófst um miðja 20. öld þegar farið var að byggja módernískar kirkjur. „Stærri kirkjur kölluðu á stærri myndverk og um leið varð hlutverk listamannsins stærra og færðist meira í það horf að skapa umhverfi kirkjunnar.“ Gígja segir glerlistaverk Gerðar og Leifs bæði mjög stór og vera hluta af arkitektúr kirkjunnar. „Bæði eru óhefðbundin abstrakt- verk sem falla ekki endilega undir flokk kirkjulistar. Listamennirnir leggja bæði áherslu á form og línur, að litir skapi sinn eigin heim og að ekki þurfi að réttlæta listaverk- ið á annan hátt en að vera trúverð- ug list.“ Samvinnan mikilvæg Að sögn Gígju þurfa listamenn og arkitektar að hefja samvinnu um leið og frumdrög að kirkju eru gerð og fá nauðsynlegar upplýsingar hvor hjá öðrum. „Í námi Leifs var lögð mikil áhersla á samspil glermynda og bygginga og honum kennt að vinna forvinnuna vel með því að kynna sér aðstæður og skoða birtu á mis- munandi tímum. Athuga þarf hversu mikla birtu steindir gluggar eiga að gefa og hvort þeir eigi að móta umhverfi kirkjunnar með lita- vali. Birtan á Íslandi er mun kald- ari en á suðlægri slóðum og Leifur notar því heitari liti í glugga hér á landi. Ef glugginn er í sólarátt getur hann hins vegar notað kalda liti og ef það er fallegt útsýni notar Leifur glært gler með því litaða svo að út- sýnið njóti sín betur.“ Heilagur ljómi og náðarbirta BA-ritgerð Gígju Rósar Þórarinsdóttur í listfræði við Háskóla Íslands fjallar um samband byggingarlistar og steindra glugga í Kópavogskirkju og Bústaðakirkju. Hún segir samvinnu listamanna og arkitekta mikilvæga við gluggagerðina. 1. Leifur Breiðfjörð notar að mestu hvítt gler með gráum, svörtum og rauðum litum í Bústaða- kirkju. 2. Steindir gluggar Gerðar Helgadóttur skapa dulrænt andrúmsloft með bláum og rauðum lita- tónum í Kópavogskirkju. 3. Börn í Kárnsesskóla hafa unnið falleg myndverk úr steindum gluggum Gerðar Helgadóttur sem nú hanga uppi í Kópavogs- kirkju. MYNDIR/GVA Gígja Rós Þórarinsdóttir.1 2 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.