Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 6
4. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Fæst án lyfseðils Verkir? Verkjastillandi og bólgueyðandi! AFGANISTAN, AP David Camer-on, forsætisráðherra Bretlands, hét því í gær að styðja við bakið á nýkjörnum forseta Afganist- ans og nýrri ríkisstjórn landsins. Þetta sagði hann í óvæntri heim- sókn sinni til Kabúl, höfuðborgar Afganistans. Cameron varð fyrstur heims- leiðtoga til að hitta Ashraf Ghani Ahmadzai síðan hann sór embætt- iseið síðastliðinn mánudag. „Bret- land hefur greitt það háu gjaldi að hjálpa til við að koma á stöðug- leika í þessu landi,“ sagði Cameron og átti við þá 453 breska hermenn sem hafa fallið í landinu. „Það þjónar okkar þjóðarhags- munum og hagsmunum Afganist- ans að landið sé laust við al-Kaída- samtökin,“ sagði hann. „Núna, þrettán árum síðar, getur og verð- ur Afganistan að halda sjálft uppi öryggi í landinu. En við ætlum ekki að láta þetta land eiga sig. Þið munuð eiga sterkan samherja og vin í Bretlandi.“ Hét hann því að styrkja Afgan- istan um 35 milljarða króna á ári til ársins 2017. Féð mun fara í mennta- og heilbrigðiskerfið og í annars konar opinbera þjónustu í landinu. Cameron heimsótti Afganistan degi eftir að hann heilsaði upp á breska herflugmenn á Kýpur sem taka þátt í loftárásum á Íslamska ríkið í Írak. Breskar herþotur hafa tekið þátt í árásunum í eina viku, eða síðan Bretar gerðust samherjar Bandaríkjanna og annarra ríkja í baráttunni gegn öfgasamtökunum. „Baráttan við að sigra íslamska hryðjuverkamenn heldur áfram annars staðar í heiminum,“ sagði Cameron í Kabúl. „Þar sem þetta ógnar okkur heima fyrir verðum við að halda áfram að leggja okkar af mörkum.“ Ghani Ahmadzai þakkaði Bret- um fyrir fórnir þeirra í Afganist- an, sérstaklega fjölskyldum þeirra sem féllu í stríðinu. „Þeir stóðu með okkur og við munum ekki gleyma þeim,“ sagði hann. Degi eftir að Ahmadzai tók við embætti skrifaði ríkisstjórn hans undir samning um að Bandaríkin fái að halda 9.800 manna herliði í landinu fram yfir frest sem átti að renna út um næstu áramót, til að þau geti þjálfað upp þarlendar öryggissveitir. freyr@frettabladid.is Styður við bakið á nýkjörnum forseta Forsætisráðherra Bretlands fór í óvænta heimsókn til Afganistans í gær. Hann ætlar að styðja við bakið á nýkjörnum forseta landsins, Ashraf Ghani Ahmadzai. VIÐSKIPTI Aukning á sölu mjólk- urvara mjólkurvinnslunnar Örnu var vel merkjanleg í síðustu viku, að því er samlagsstjórinn, Hálf- dán Óskarsson, greinir frá. Aukn- inguna telur Hálfdán vera vegna umræðunnar um Mjólkursamsöl- una, MS. Um tvær vikur eru síðan greint var frá því að Samkeppnis- eftirlitið hefði lagt 370 milljóna króna sekt á MS fyrir misnotk- un á markaðsráðandi stöðu. MS var sagt beita smærri keppinauta samkeppnishamlandi mismunun með því að selja þeim hrámjólk á 17 prósenta hærra verði en fyrir- tæki sem eru tengd MS greiddu. „Ég held að umræðan sem verið hefur í gangi með MS hafi haft þessi áhrif. Menn hafa ekki mikið val ef þeir vilja ekki versla við MS. Ætli fólk sé ekki bara að sýna hvað því finnst um þetta. Svo erum við náttúrlega að selja afbragðsgóðar mjólkurvörur sem eru laktósafrí- ar. Þetta eru mjólkurvörur sem henta öllum og fólk virðist sækja í þær,“ segir Hálfdán. - ibs Fleiri farnir að kaupa mjólkurvörur frá mjólkurvinnslunni Örnu ehf: Umræðan um MS jók söluna HITTUST Í KABÚL David Cameron ásamt Ashraf Ghani Ahmadzai, forseta Afganistans, í heimsókninni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær gengislán, sem sveitarfélagið Skagafjörður tók hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., ólöglegt. Skagafjörður tók lánið hjá lána- sjóðnum í erlendum gjaldmiðlum og taldi Hæstiréttur að lánið hefði verið í íslenskum krónum bundið með ólöglegum hætti við gengi erlendra gjaldmiðla. Hagsmunir Skagafjarðar í mál- inu voru miklir, eða rúmar 115 milljónir króna. Með dómnum var viðurkennt að í mars 2012 stóð lánið í rúmum 103 milljónum króna en ekki rúmlega 218 milljónum líkt og lánasjóðurinn hélt fram. „Það eru engir aðrir lánasamn- ingar hjá okkur nákvæmlega eins og þessi,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. Hann segir for- dæmisgildi dómsins því vera tak- markað. Lánasjóðurinn á í tvennum deil- um fyrir dómstólum vegna upp- gjörs á gengislánasamningum. Annars vegar við Fjarðabyggð en það mál hefur þegar verið dæmt í héraðsdómi þar sem samningur- inn var talinn löglegur. Þá hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins stefnt sjóðnum og er málflutning- ur fyrirhugaður í desember. Óttar segir marga hafa samband við sjóðinn til að spyrjast fyrir um lögmæti lána sinna. „Það er mjög mikill áhugi á Íslandi um þessar mundir fyrir því að borga ekki til baka lán sem fólk eða fyrirtæki hafa tekið,“ segir Óttar. - fbj Framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. segir mikinn áhuga á því að borga ekki lán til baka: Ólöglegt lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga MARGAR FYRIRSPURNIR Óttar Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, segist fá þó nokkrar fyrir- spurnir um lögmæti lána. SAMFÉLAG Um helgina fer fram árleg Norræn stúdentaráðstefna í höfuðstöðvum KFUM&K á Íslandi. Þátttakendur eru frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi. Þátttöku- þjóðir skiptast á að halda ráð- stefnuna, en markmiðið með henni er ávallt að sameina kristna stúdenta á Norðurlönd- um, kynnast og fá fræðslu sem hægt er að nýta í starfinu heima- fyrir. - glp Norræn ráðstefna á Íslandi: Sameinast í kristinni trú SAMLAGSSTJÓRINN Hálfdán Óskars- son telur fólk vera að sýna hvað því finnst um MS. breskir her- menn hafa fallið í Afganistan. 453
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.