Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 8

Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 8
4. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMFÉLAG Unglingar drekka mest í löndum þar sem fullorðnir drekka mikið. Þetta er niðurstaða rann- sóknar danskra vísindamanna sem skoðað hafa gögn úr könnunum frá 2010 með svörum um 140 þúsunda unglinga í 37 löndum Evrópu og Norður-Ameríku við spurning- um um áfengisdrykkju. Ísland er meðal þeirra landa þar sem fæst- ir 15 ára unglingar hafa drukkið sig ölvaða einu sinni, eða 27 pró- sent. Hér var drykkja fullorðinna 6,3 lítrar af áfengi á ári, að því er segir í frétt á vef Jótlandspóstsins þar sem vitnað er í grein í ritinu Addiction. „Við höfum í raun notið ávaxta af strangri áfengislöggjöf sem skilar sér í þessu,“ segir Ársæll Arnars- son, prófessor í sálfræði við Rann- sóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri. Hann segir könnunina sem dönsku vísindamennirnir skoðuðu gögn úr vera gerða á fjögurra ára fresti. „Hér gengur hún undir heit- inu Heilsa og lífskjör skólabarna og Rannsóknasetur forvarna sér um fyrirlagninguna. Á Íslandi taka allir í sjötta, áttunda og tíunda bekk grunnskólanna þátt, eða alls 12 þúsund börn og unglingar.“ Að sögn Ársæls, sem er einn stjórnenda könnunarinnar hér, benda niðurstöðurnar hér á landi í ár til þess að áfengisneysla íslenskra unglinga hafi minnk- að enn meira miðað við árið 2010. „Það eru margir þættir sem koma að því, eins og til dæmis almennt breytt hugarfar gagnvart áfengis- neyslu unglinga. Þetta er ekki sam- þykkt lengur.“ Áhrif félagslegrar stöðu foreldra á drykkju unglinga er hvergi meiri en á Íslandi, að því er Ársæll bend- ir á. „Það eru miklu meiri líkur á að krakkar sem eiga foreldra sem eru í erfiðri félagslegri stöðu hafi drukkið sig ölvaða en aðrir krakk- ar. Við sjáum hvergi sambærileg áhrif af þessu.“ ibs@frettabladid.is Ströng löggjöf skilar árangri Unglingar drekka mest í löndum þar sem fullorðnir drekka mikið. Ísland er meðal þeirra landa þar sem fæstir 15 ára unglingar hafa drukkið sig ölvaða. DRYKKJA Áfengisneysla íslenskra unglinga hefur minnkað og er það rakið til þess að á Íslandi er ströng áfengislöggjöf. NORDICPHOTOS/GETTY Fjárfestinga- tækifæri í verslun og þjónustu Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00. Skráning fer fram á landsbankinn.is. 410 4000Landsbankinn landsbankinn.is Opinn morgunfundur í Hörpu um stöðu verslunar og þjónustu, framtíðarhorfur og tækifærin framundan. Silfurbergi, fimmtudaginn 9. október kl. 8.30 - 10.15. Opnunarávarp Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbankans Úttekt Hagfræðideildar Landsbankans á verslunar- og þjónustugeiranum kynnt Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans Að vera skráð félag Finnur Árnason, forstjóri Haga Íslenskt smásöluumhverfi og tækifæri til framtíðar Jón Björnsson, forstjóri Festar hf. Hvað gerir fyrirtæki að áhugaverðum fjárfestingarkosti? Jón Diðrik Jónsson, fjárfestir Samantekt Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans Dagskrá #verslun Fundarstjóri: Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu DÓMSMÁL Sigmundur Davíð Gunn- laugsson dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, fyrr- verandi dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu, ríkissaksóknara til að gefa endurupptökunefnd umsögn um viðhorf embættisins til tveggja endurupptökubeiðna Ragnars Aðalsteinssonar hæsta- réttarlögmanns í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Endurupptökubeiðnin er lögð fram í kjölfar skýrslu nefndar ráðherra sem komst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu að veiga- miklar ástæður væru fyrir því að taka málin upp að nýju. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksókn- ari sagði sig frá málinu þar sem hún telur sig vanhæfa vegna fjöl- skyldutengsla við Örn Höskulds- son, einn rannsakenda í málinu. Davíð Þór sagði við Stöð 2 í gær að hann myndi taka sér allt að þrjá mánuði til að yfirfara gögn áður en hann kæmist að niðurstöðu. Kjarninn greindi frá því í gær að Davíð Þór hefði tjáð sig efnis- lega um endurupptöku málsins í þætti á RÚV árið 1997. Í þættinum sagði Davíð Þór meðal annars að það sem einkenndi þetta sakamál væri að niðurstaða þess byggð- ist nánast eingöngu á játningum sakborninga. Illa hefði gengið að styðja þær játningar með öðrum gögnum. „Þetta er allt mjög ræki- lega rakið í héraðsdóminum og tekið svo til orða að þessi sýnilegu sönnunargögn, önnur en játning- ar sakborninga, tengi ekki sak- borninga með óyggjandi hætti við þessa atburði,“ sagði Davíð. - jhh Tekur við Guðmundar- og Geirfinnsmálunum: Ætlar að hugsa málið í allt að þrjá mánuði SETTUR Davíð Þór Björgvinsson mun svara endurupptökunefnd af hálfu ákæruvaldsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við höfum í raun notið ávaxta af strangri áfengislöggjöf sem skilar sér í þessu. Ársæll Arnarsson, prófessor við Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.