Fréttablaðið - 04.10.2014, Page 24
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
og mikið að pæla í andlegum og
siðfræðilegum málefnum. Bjó úti
í Svíþjóð árið 1990 í hippanýlendu
þar sem ég var grænmetiskokkur
á náttúrulækningasjúkrahúsi en
festi ekki yndi í Svíþjóð, kom heim
og fór á sjóinn einn vetur. Þar varð
ég fyrir sterkri trúarlegri reynslu.“
Hann kveðst þó ekki hafa lent í bein-
um sjávarháska. „Auðvitað fengum
við á okkur brot og háskinn er allt-
af fyrir hendi á sjó, eins og kvik-
myndatónlist í bakgrunni. Það var
samt ekkert eitt atriði sem hafði
þessi áhrif á mig heldur sú sterka
tilfinning að vera hluti af einhverju
miklu stærra, meira og æðra en ég
sjálfur, partur af sköpunarverkinu.“
Kata Jak sleit sambandinu
Nú er komið að því að forvitnast
um einkalífið og þótt Davíð Þór sé
einn heima þessa stundina kemst
ég að því að hann á konu. Hún heit-
ir Þórunn Gréta Sigurðardóttir og
er frá Egilsstöðum. Þórunn Gréta
er tónskáld, útskrifaðist í janúar á
þessu ári með mastersgráðu í klass-
ískum tónsmíðum frá Tónlistarhá-
skólanum í Hamborg og Davíð Þór
bjó hjá henni þar úti í eitt ár. Nú er
hún nýráðin organisti á Eskifirði.
„Við gerum ráð fyrir að flytja til
Eskifjarðar því við ætlum að reyna
að komast af með einn bíl í vetur,“
segir hann brosleitur.
Þrjú börn og þrjú barnabörn fær-
ast Davíð Þór líka til tekna. „Ég á
dóttur fædda 1983, þá var ég 18 ára.
Hún býr í Kaupmannahöfn og er að
læra landslagsarkitektúr, á mann
og tvö börn. Svo eignaðist ég dóttur
fædda 1990 og son fæddan 1991 með
þáverandi eiginkonu minni Elínu
Ellingsen en við skildum árið 1993.
Á sjö ára tímabili bjó Davíð Þór
með Katrínu Jakobsdóttur, for-
manni Vinstri grænna. „Við Kata
kynntumst þegar við unnum saman
í Gettu betur í sjónvarpinu. Það
neistaði á milli okkar. Svo fór það
eins og það fór og gat í rauninni ekki
farið öðru vísi því ég varð smám
saman veikari og veikari af alkóhól-
isma. Hún bar gæfu til að slíta því
sambandi. Ári síðar var ég kominn
inn á Vog.
Að þurfa að gera upp eigið líf og
taka þá ákvörðun að láta það lúta
handleiðslu guðs, eins og maður
er fær um að skilja hann, varð til
þess að glæða á ný áhuga minn á
guðfræði og á verulegan þátt í að
ég byrjaði aftur að stúdera hana.
Ég þurfti að rifja upp trúarvit-
und mína og trúarlíf sem ég hafði
drekkt í áfengismóðu. Þá var ég í
tvö ár búinn að glíma við að laga líf
mitt að nýjum andlegum lifnaðar-
háttum.“
Hratt skilnaðurinn þér í þá sjálfs-
skoðun? (Smá þögn) „Ef ég fer að
tala um einkalíf mitt á þeim tíma
sem við Kata vorum saman er ég
um leið að tala um einkalíf hennar
og ég hef engan rétt til þess. Ég get
sagt að skilnaðurinn lagðist ekki vel
í mig en í raun og veru stend ég í
þakkarskuld við Kötu fyrir að hafa
slitið sambandinu þegar hún gerði
það. Ég fékk mjög lögmæta afsökun
fyrir að sökkva mér í drykkjuskap
en náði botninum og viðspyrnunni.
Það var lífsreynsla.“
Ekki trúboð innan fjölskyldunnar
Spurður út í trúarlegt uppeldi svar-
ar Davíð Þór: „Ég lærði helstu
grundvallaratriðin. Var signdur
áður en ég var settur í bolinn og
kennt versið Nú er ég klæddur og
kominn á ról. Ég var flest sumur til
14 ára aldurs hjá afa og ömmu og
það var alin upp í mér sterk siðvit-
und frá blautu barnsbeini en ekki
kirkjurækni. Það er frekar í seinni
tíð að ég uppgötva að fjölskylda
mín er ákaflega trúrækilega sinn-
uð. Móðir mín er í kvennakirkjunni,
pabbi og dóttir mín eru ásatrúar og
eini bróðirinn minn er Vantrúar-
maður. Ekkert okkar lítur á það
sem sitt hlutverk að stunda trúboð
innan fjölskyldunnar en við bróðir
minn ræðum mikið um heimspeki-
leg og siðferðileg málefni. Þó svo
hann hafi ekki fundið sínum lífs-
skoðunum farveg innan kirkjunnar
þá gleðst hann yfir að ég hafi fund-
ið mína köllun meðan ég virði hans
afstöðu. Kirkjan hagar sér stund-
um eins og gömlu valdhafarnir sem
verða móðgaðir og sárir þegar þeir
fá ekki atkvæðin sem þeim finnst
þeir eiga. En kirkjan á að iðka sam-
tal við aðra og ekki móðgast og fara
í vörn ef einhver vill fermast borg-
aralega eða standa vörð um það sem
við höldum að við vitum um trúar-
iðkun forfeðra okkar áður en þeir
tóku kristni.“
En hvað finnst honum um Krists-
daginn sem haldinn var í Hörpu um
síðustu helgi? „Ég held að Krists-
dagurinn hafi undirstrikað það sem
Dagur vonar gaf til kynna í fyrra,
að Þjóðkirkjan eigi að láta sam-
kirkjulegt starf með bókstafstrúar-
fólki alveg eiga sig. Auðvitað er gott
að geta látið ágreining lönd og leið
og snúa bökum saman um það sem
við erum sammála um. En þegar
frjálslynt og umburðarlynt kristið
fólk er narrað á forsendum sam-
kirkjulegra hugsjóna til að frábiðja
sér sjálfsögð mannréttindi á borð
við kvenfrelsi og kynfrelsi er betur
heima setið en af stað farið.“
Ætlar ekki að velta um borðum
Davíð hefur unnið sjálfstætt við
þýðingar síðustu ár. Gaf líka út
skáldsöguna Orrustan um Fold fyrir
tveimur árum og á aðra bók full-
skrifaða. En nú tekur hann við nýja
embættinu 1. nóvember og þyrfti að
byrja fyrr. „Síðustu helgina í októ-
ber er æskulýðsmót þjóðkirkjunnar
og fermingarnámskeið og leiðtoga-
námskeið í nóvember. Þetta allt eru
prestarnir fyrir austan að skipu-
leggja upp í hendurnar á mér og í
samráði við mig. Um leið og haust-
törnin er búin kemur jólatörnin. Ég
sé fram á að geta byrjað að draga
andann upp úr áramótum.“
Aldrei er hlutverk presta vanda-
samara en á sorgarstundum fólks,
það er Davíð Þór meðvitaður um.
„Ég hef töluverða reynslu af sál-
gæslu, segir hann. „Það kom mér á
óvart þegar ég var fyrir austan hvað
mikið var leitað til mín. En það sem
ég hlakka mest til er að fá að móta
fræðslu- og félagsstarf. Kirkjan
stendur sig ágætlega í æskulýðs-
starfi og líka félagsstarfi fyrir eldri
borgara. Hún stendur sig ekki eins
vel í að gera eitthvað fyrir kynslóð-
irnar þar á milli en mig langar að
koma til móts við fólk sem hefur
heimspekilegan og siðferðilegan
áhuga á trúarlegum málefnum og
opna því dyr inn í kirkjuna.“
Hann telur breytinga þörf á innra
skipulagi kirkjunnar, þar vill hann
auka almennt safnaðarlýðræði. „En
ég ætla að hafa mig hægan og læra
reglurnar til að byrja með,“ lofar
hann. „Ég er ekkert að fara að velta
um borðum á næstu prestastefnu.“
Í Vatna-
skógi þekktu
krakkarnir
mig fyrir að
hafa talað
fyrir Sigmar í
Svampi
Sveinssyni og
leikið vonda
karlinn í
Astrópíu. Þeir
hafa aldrei
heyrt talað um
Radíusbræður
eða Bleikt og
blátt. Það er
bara forn-
aldarstöff fyrir
þeim.
LUXOR er alhliða tækjaleiga og tækjasala
fyrir kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn,
viðburða- og tónleikafyrirtæki, leikhús,
stofnanir og önnur fyrirtæki.
Verkefnastjóri í afgreiðslu kvikmyndabúnaðar
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi til að taka þátt í
uppbyggingu tækjaleigunnar.
Helstu verkefni:
Tilboðsgerð við tæknilegar lausnir kvikmyndaverkefna
Umsjón með kvikmyndavélum og öðrum búnaði
Stuðla að jákvæðum og árangursríkum samskiptum við
viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn
~
~
~
Nákvæmni og metnað í starfi
Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
Brennandi áhuga og frumkvæði
Góða íslensku- og enskukunnáttu
Góða samskipta- og skipulagshæfni, jákvæðni og stundvísi
~
~
~
~
~
Menntunar- og hæfniskröfur:
Tæknileg þekking á úrlausnum verkefna tengdum
kvikmyndagerð
Reynsla við gerð kvikmynda (grip, ljós eða camera)
Þjónustulund og söluhæfileikar eru lykilatriði
~
~
~
Lagerstjóri tækjaleigu Luxor
Starfsmaður er ábyrgur fyrir daglegum samskiptum lagersins
við viðskiptavini. Undirbúningi verkefna og frágangi að þeim
loknum.
Sendið umsóknir merktar
LUXOR - VERKEFNASTJÓRI / LUXOR - LAGER
til Sagafilm, Laugavegi 176, 105 Reykjavík,
eða á netfangið ragnheidur@luxor.is.
UMSÓKNIR BERIST FYRIR 10.10.2014.
Helstu verkefni:
Skráning búnaðar á lager
Pökkun búnaðar í verkefni og úr verkefnum
Stuðla að jákvæðum og árangursríkum samskiptum við
viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn
~
~
~
Menntunar- og hæfniskröfur:
Þekking á skipulagi lager
Þekking á úrlausnum verkefna tengdum tónleikum,
sviðlistum, viðburðahaldi og kvikmyndabúnaði er kostur
Þjónustulund og útsjónarsemi
~
~
~
LUXOR er hluti af Sagafilm, stærsta framleiðslu-
fyrirtæki landsins á sviði sjónvarpsefnis, kvikmynda
og viðburða.
Við leitum að rétta fólkinu í eftirtaldar stöður:
Fyrir bæði störfin gerum við almennar kröfur um:
FERILLINN Í FÁUM DRÁTTUM
1985 Eftir stúdentspróf og ásamt
leikmunavörslu hjá Sjónvarpinu
fór fyrsti útvarpsþáttur Davíðs Þórs
og Steins Ármanns Magnússonar í
loftið. Hann hét Stungið í Stúf og var
á samtengdum rásum 1 & 2.
1986-1995 Þáttagerðarmaður á Aðal-
stöðinni, meðal annars með þáttinn
Górilla. Á sama tíma leikari, leikskáld,
þýðandi, höfundur texta og leikstjóri hjá
Leikfélagi Hafnarfjarðar og Flugfélaginu
Lofti, lék m.a. Fúsa í Fúsa froskagleypi.
1996 Spyrill í
spurningakeppni
Framhaldsskólanna
Gettu betur en árin
2007-2009 handrits-
höfundur og dómari.
1994-1996 Sem
Radíusbróðir, ásamt
Steini Ármanni með
skemmtiþætti í
sjónvarpi eftir eigin
handriti.
1997-2001
Ritstjóri
Bleikt
og blátt,
tímarits um
kynlíf.
2002-2010 Fastur
þátttakandi í Orð skulu
standa, vikulegum
spurningaleik um ís-
lenskt mál á Rás 1 og í
Borgarleikhúsinu.
2004-2012
Í stjórn Íslands-
deildar Amnesty
International, þar
af formaður frá
2008-2012.
2006-2012
Höfundur
Bakþanka í
Fréttablaðinu
hálfsmánað-
arlega.
1994-2014 Þýðandi
fyrir leikhús, bíó,
sjónvarp, hljóð-
setningarfyrirtæki
auk þess að ljá ótal
persónum rödd sína.
1985 1989 1994 1999 2004 2009 2014