Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 28
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Rætt var við aðstandendur Ástríðar í síðasta helgarblaði Fréttablaðsins, ungrar konu sem svipti sig lífi á Vogi eftir margra ára baráttu við fíknina. Í viðtalinu kom fram að eldri maður í virðulegri stöðu í þjóðfélaginu hefði táldregið konuna á Facebook þegar hún var á afar viðkvæmum stað í lífi sínu og reyndi að standa sig eftir enn eina meðferðina. Eftir að hann hafði gengið lengi á eftir henni féllst hún loks á að þiggja hvítvín og sushi heima hjá honum og féll þar með í bindindinu. En tilfelli Ástríðar er ekki einsdæmi. Fagfólk, fyrrverandi fíklar og aðstandendur sem Frétta- blaðið hafði samband við höfðu öll sömu sögu að segja; dæmin eru mýmörg um karlmenn sem leita í berskjaldaðar konur í neyslu. Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur segir afar flókið að útskýra hvernig manneskjur virðast festast í ofbeldisfullum samböndum. Í einföldu máli rofni öryggiskerfi manneskju sem verður fyrir ofbeldi sem gerir hana berskjaldaðri fyrir áframhald- andi ofbeldi og ofbeldismenn þekkja slíkar konur. „Það er eins og þolendur og gerendur þekki hverjir aðra langar leiðir og það verður til svo- kallað þolanda-gerandasamband sem einkenn- ist af spennuhring og afleiðingum af ofbeldinu. Til dæmis er ung, brotin stúlka sem er í neyslu, kemur inn í fíknimeðferð eða er að jafna sig eftir meðferð, útsettari fyrir áframhaldandi ofbeldi ef hún nær ekki að vinna með þessi áföll.“ Valdís segir algengt að konur á þessum stað fari í óheilbrigð sambönd í leit að öryggi, vænt- umþykju og tengslum. Oft séu karlinn og konan bæði mjög brotin í slíkum samböndum en birting- armyndin sé ólík. Konur verða meira þóknandi í þessum samböndum og karlar frekar stjórnendur og beiti meira ofbeldi. Þessar brotnu stúlkur eru einnig berskjaldað- ar gagnvart siðblindum gerendum sem eru ekki endilega í fíknivanda. „Slíkir menn eru ekki í stjórnleysi heldur með mjög skipulagt plan. Þeir eru ötulir og þolinmóðir við að finna sér fórn- arlömb og leika sér jafnvel að bráðinni í marga mánuði áður en þeir láta til skarar skríða. Svona fólk er hluti af samfélagsflórunni og það er sorg- legt, en þetta er að gerast í samfélaginu og hefur orðið auðveldara með samfélagsmiðlum eins og Facebook.“ Valdís segir mikilvægt að þegar konur berjist við fíknina og fari í meðferð sé tekið á þessum áföllum úr fortíðinni um leið. „Í meðferðum eru karlar og konur flest öll þolendur ofbeldis. Því er mjög mikilvægt að taka á þeim vitandi það að það er tilfinningaruglingur og mörk þeirra eru óljós, dómgreindin er ekki í lagi. Meðferðaraðilar þurfa að taka þetta til greina og því er kynjaskipting í meðferðum nauðsynleg. Til þess að áframhald- andi ofbeldissambönd verði ekki til.“ KONA Á TVÍTUGSALDRI Einu sinni vantaði vinkonu mína dóp. Þá hringdi ég í mann sem var með pabba mínum á sjó þegar ég var lítil og sagði honum að ég væri með litla stelpu handa honum. Við fórum til hans, hún var með honum og við fengum dóp í staðinn. „Hingað koma oft ungar konur sem hafa orðið fyrir því að eldri menn, sem ekki eru í neyslu, hafi notfært sér neyð þeirra,“ segir Rúna. Mennirnir nota peningagjafir, vernd eða fíkniefni til að tæla stúlk- urnar til sín. „Þær fá líka að búa hjá þeim gegn því að þær sofi hjá þeim. Dæmi eru um að þeir leigi íbúðir fyrir þær sem þeir hafa svo aðgang að. Stúlkurnar eru yfirleitt leitaðar uppi og þá sérstaklega í gegnum Facebook.“ Guðrún Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi í Foreldrahúsi FINNA ÞÆR Á FACEBOOK „Við heyrum af mjög alvarlegum atvikum innan meðferðarkerfisins og því teljum við að kynin eigi að vera algjörlega aðskilin í afvötnun. Þarna er fólk í viðkvæmu ástandi og konur eiga ekki að þurfa að hitta nauðgara sinn í meðferð, mann sem hefur hrellt þær í fortíðinni eða einhvern miklu eldri mann sem þær fara að búa með eftir meðferð í fullkomnu ójafn- vægi,“ segir Kristín og að þekkt sé að ungar stúlkur séu áreittar í meðferð inni á Vogi. „Við höfum heyrt dæmi um stúlkur sem selja sig inni á Bangsadeildinni, sem er deild fyrir þá yngstu í meðferð, þar sem þær eiga að vera í skjóli. Þessi dæmi ættu að sanna mikilvægi þess að hafa kynskiptar meðferðir.“ Kristín segir litla með- vitund vera um ólíka stöðu kynjanna í meðferð hjá SÁÁ. „Það er lítil þekking og enginn áhugi á þessum sjónarmiðum. Enda er mikill kynjahalli innan stofnunarinnar líka.“ Kristín I. Pálsdóttir, stjórnarkona í Rótinni SELJA SIG Á BANGSA- DEILDINNI Karlmenn sem sækja í berskjaldaðar konur Konur sem hafa orðið fyrir áföllum og ofbeldi í lífinu eru berskjaldaðri gagnvart ofbeldismönnum sem notfæra sér veika stöðu þeirra. Mennirnir eru alls konar. Sumir hafa orðið fyrir áföllum sjálfir og eru með brotna sjálfsmynd en aðrir eru hreinlega siðblindir og finna sér fórnarlömb með skipulegum hætti. ÞARF AÐ KYNJASKIPTA MEÐFERÐUM Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur segir að fólk í meðferð sé í mörgum tilfellum ákaflega brotið og mörk þess óljós. Því geti samskipti kynjanna orðið flókin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KONA Á ÞRÍTUGSALDRI Ég var einu sinni með eldri manni en ég var alveg skotin í honum. Hann fór rosalega illa með mig og ég hefði átt að vera löngu farin frá honum. Ég hugsa að ef hann hefði ekki átt fullt af fíkniefnum hefði ég verið hætt að vera skotin í honum fyrr. KONA Á ÞRÍTUGSALDRI Þessir gaurar á Vogi sjá unga stelpu koma inn og hugsa sér gott til glóðar- innar. Best er að negla hana inni í meðferð. Þetta eru oft valdamiklir menn sem flestir eru hræddir við og fara bara til einhvers sem er með einstaklingsher- bergi og segjast ætla að fá það lánað. Svo þegar þeir eru búnir að sofa hjá stelp- unni missa þeir áhugann og fylgjast með nýju blóði koma inn. KONA Á FERTUGSALDRI Menn í glæpaheiminum finna sér ungar stelpur og jafnvel þrjár til fjórar í einu. Þeir hafa þær að fíflum en þeir vita að þær fara ekki neitt á meðan það er dóp fyrir framan þær. Þeir fá þær til að gera hvað sem er, til dæmis sofa hjá vinum sínum sem eru of ljótir til að redda sér kynlífi sjálfir. Þær gera allt fyrir klapp á kinnina, dóp og að ein- hverjum sé ekki sama um þær. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is NORDICPHOTOS/GETTY Slíkir menn eru ekki í stjórnleysi heldur með mjög skipulagt plan. Þeir eru ötulir og þolinmóðir við að finna sér fórnar- lömb og leika sér jafnvel að bráðinni í marga mánuði áður en þeir láta til skara skríða. Þetta hefur orðið þeim auðveld- ara með samfélagsmiðlum eins og Facebook. Valdís Ösp Ívarsdóttir, fíknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.